Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 13:34 Frá tilrauninni í morgun. AP/Andy Wong Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til Mars. Ríkið reynir nú að fá aðild að alþjóðlegum verkefnum sem snúa að könnun geimsins. Tilraunin sneru að getu farsins til að svífa yfir yfirborði plánetunnar rauðu, forðast hindranir og að lenda og voru þær framkvæmdar skammt frá Peking. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem Marsleiðangur Kínverja er opinberaður með þessum hætti. Frá því Kínverjar fóru í sína fyrstu mönnuðu geimferð árið 2003 hefur þróun geimferðaáætlunar ríkisins verið ör. Kínverjum tókst fyrr á þessu ári að lenda ómönnuðu geimfari á myrku hlið tunglsins og stendur til að senda annað far þangað seinna á árinu. Það far á að koma með sýni aftur til jarðarinnar. Undanfarin ár hafa forsvarsmenn ríkisins leitast eftir samstarfi við Evrópu og aðra en án mikils árangurs. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni.Þá ætla Kínverjar að klára eigin geimstöð árið um árið 2022. Zhang Kejian, yfirmaður geimvísindastofnunar Kína, sagði blaðamönnum í morgun að vinna við marsleiðangur Kína hefði byrjað árið 2016 og hefði gengið vel. Tilraunin í dag hefði markað mikilvægan áfanga í þeirri vinnu og nú standi til að skjóta farinu til Mars á næsta ári. Til þess verður notast við Long March 5 eldflaugina, sem var sérstaklega hönnuð með geimferð til Mars í huga. Ferðin mun taka um sjö mánuði og lendingin sjálf um sjö mínútur. Zhang sagði lendinguna vera lang erfiðasta hluta verkefnisins.Samkvæmt frétt Reuters sagði Zhang einnig að fjölmörg verkefni hefðu verið skipulögð. Þar á meðal stæði til að senda far til Mars sem ætti að koma með sýni til jarðarinnar, senda far til að kanna smástirni og senda mörg för til tunglsins.Bandaríkin vinna nú að því að senda menn á nýjan leik til tunglsins og jafnvel að koma upp bækistöð þar. Auk þess vinna Bandaríkin að því að koma geimstöð á sporbraut um tunglið sem hægt verði að nota sem stökkpall út í sólkerfið og þar með talið fyrir mannaðar ferðir til Mars. Geimurinn Kína Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Trump vill meira fé til NASA fyrir tunglferðir Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. 14. maí 2019 11:24 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16 Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til Mars. Ríkið reynir nú að fá aðild að alþjóðlegum verkefnum sem snúa að könnun geimsins. Tilraunin sneru að getu farsins til að svífa yfir yfirborði plánetunnar rauðu, forðast hindranir og að lenda og voru þær framkvæmdar skammt frá Peking. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem Marsleiðangur Kínverja er opinberaður með þessum hætti. Frá því Kínverjar fóru í sína fyrstu mönnuðu geimferð árið 2003 hefur þróun geimferðaáætlunar ríkisins verið ör. Kínverjum tókst fyrr á þessu ári að lenda ómönnuðu geimfari á myrku hlið tunglsins og stendur til að senda annað far þangað seinna á árinu. Það far á að koma með sýni aftur til jarðarinnar. Undanfarin ár hafa forsvarsmenn ríkisins leitast eftir samstarfi við Evrópu og aðra en án mikils árangurs. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni.Þá ætla Kínverjar að klára eigin geimstöð árið um árið 2022. Zhang Kejian, yfirmaður geimvísindastofnunar Kína, sagði blaðamönnum í morgun að vinna við marsleiðangur Kína hefði byrjað árið 2016 og hefði gengið vel. Tilraunin í dag hefði markað mikilvægan áfanga í þeirri vinnu og nú standi til að skjóta farinu til Mars á næsta ári. Til þess verður notast við Long March 5 eldflaugina, sem var sérstaklega hönnuð með geimferð til Mars í huga. Ferðin mun taka um sjö mánuði og lendingin sjálf um sjö mínútur. Zhang sagði lendinguna vera lang erfiðasta hluta verkefnisins.Samkvæmt frétt Reuters sagði Zhang einnig að fjölmörg verkefni hefðu verið skipulögð. Þar á meðal stæði til að senda far til Mars sem ætti að koma með sýni til jarðarinnar, senda far til að kanna smástirni og senda mörg för til tunglsins.Bandaríkin vinna nú að því að senda menn á nýjan leik til tunglsins og jafnvel að koma upp bækistöð þar. Auk þess vinna Bandaríkin að því að koma geimstöð á sporbraut um tunglið sem hægt verði að nota sem stökkpall út í sólkerfið og þar með talið fyrir mannaðar ferðir til Mars.
Geimurinn Kína Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Trump vill meira fé til NASA fyrir tunglferðir Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. 14. maí 2019 11:24 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16 Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Trump vill meira fé til NASA fyrir tunglferðir Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. 14. maí 2019 11:24
Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40
Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01
Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00
Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27
Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16
Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39