Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 13:34 Frá tilrauninni í morgun. AP/Andy Wong Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til Mars. Ríkið reynir nú að fá aðild að alþjóðlegum verkefnum sem snúa að könnun geimsins. Tilraunin sneru að getu farsins til að svífa yfir yfirborði plánetunnar rauðu, forðast hindranir og að lenda og voru þær framkvæmdar skammt frá Peking. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem Marsleiðangur Kínverja er opinberaður með þessum hætti. Frá því Kínverjar fóru í sína fyrstu mönnuðu geimferð árið 2003 hefur þróun geimferðaáætlunar ríkisins verið ör. Kínverjum tókst fyrr á þessu ári að lenda ómönnuðu geimfari á myrku hlið tunglsins og stendur til að senda annað far þangað seinna á árinu. Það far á að koma með sýni aftur til jarðarinnar. Undanfarin ár hafa forsvarsmenn ríkisins leitast eftir samstarfi við Evrópu og aðra en án mikils árangurs. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni.Þá ætla Kínverjar að klára eigin geimstöð árið um árið 2022. Zhang Kejian, yfirmaður geimvísindastofnunar Kína, sagði blaðamönnum í morgun að vinna við marsleiðangur Kína hefði byrjað árið 2016 og hefði gengið vel. Tilraunin í dag hefði markað mikilvægan áfanga í þeirri vinnu og nú standi til að skjóta farinu til Mars á næsta ári. Til þess verður notast við Long March 5 eldflaugina, sem var sérstaklega hönnuð með geimferð til Mars í huga. Ferðin mun taka um sjö mánuði og lendingin sjálf um sjö mínútur. Zhang sagði lendinguna vera lang erfiðasta hluta verkefnisins.Samkvæmt frétt Reuters sagði Zhang einnig að fjölmörg verkefni hefðu verið skipulögð. Þar á meðal stæði til að senda far til Mars sem ætti að koma með sýni til jarðarinnar, senda far til að kanna smástirni og senda mörg för til tunglsins.Bandaríkin vinna nú að því að senda menn á nýjan leik til tunglsins og jafnvel að koma upp bækistöð þar. Auk þess vinna Bandaríkin að því að koma geimstöð á sporbraut um tunglið sem hægt verði að nota sem stökkpall út í sólkerfið og þar með talið fyrir mannaðar ferðir til Mars. Geimurinn Kína Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Trump vill meira fé til NASA fyrir tunglferðir Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. 14. maí 2019 11:24 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16 Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til Mars. Ríkið reynir nú að fá aðild að alþjóðlegum verkefnum sem snúa að könnun geimsins. Tilraunin sneru að getu farsins til að svífa yfir yfirborði plánetunnar rauðu, forðast hindranir og að lenda og voru þær framkvæmdar skammt frá Peking. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem Marsleiðangur Kínverja er opinberaður með þessum hætti. Frá því Kínverjar fóru í sína fyrstu mönnuðu geimferð árið 2003 hefur þróun geimferðaáætlunar ríkisins verið ör. Kínverjum tókst fyrr á þessu ári að lenda ómönnuðu geimfari á myrku hlið tunglsins og stendur til að senda annað far þangað seinna á árinu. Það far á að koma með sýni aftur til jarðarinnar. Undanfarin ár hafa forsvarsmenn ríkisins leitast eftir samstarfi við Evrópu og aðra en án mikils árangurs. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni.Þá ætla Kínverjar að klára eigin geimstöð árið um árið 2022. Zhang Kejian, yfirmaður geimvísindastofnunar Kína, sagði blaðamönnum í morgun að vinna við marsleiðangur Kína hefði byrjað árið 2016 og hefði gengið vel. Tilraunin í dag hefði markað mikilvægan áfanga í þeirri vinnu og nú standi til að skjóta farinu til Mars á næsta ári. Til þess verður notast við Long March 5 eldflaugina, sem var sérstaklega hönnuð með geimferð til Mars í huga. Ferðin mun taka um sjö mánuði og lendingin sjálf um sjö mínútur. Zhang sagði lendinguna vera lang erfiðasta hluta verkefnisins.Samkvæmt frétt Reuters sagði Zhang einnig að fjölmörg verkefni hefðu verið skipulögð. Þar á meðal stæði til að senda far til Mars sem ætti að koma með sýni til jarðarinnar, senda far til að kanna smástirni og senda mörg för til tunglsins.Bandaríkin vinna nú að því að senda menn á nýjan leik til tunglsins og jafnvel að koma upp bækistöð þar. Auk þess vinna Bandaríkin að því að koma geimstöð á sporbraut um tunglið sem hægt verði að nota sem stökkpall út í sólkerfið og þar með talið fyrir mannaðar ferðir til Mars.
Geimurinn Kína Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Trump vill meira fé til NASA fyrir tunglferðir Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. 14. maí 2019 11:24 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16 Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Trump vill meira fé til NASA fyrir tunglferðir Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. 14. maí 2019 11:24
Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40
Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01
Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00
Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27
Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16
Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39