Fleiri fréttir

„Kanadíski geðsjúklingurinn“ mætir fyrir dómara

Kanadíski klámmyndaleikarinn Luka Rocco Magnotta verður dreginn fyrir dómara á næstu dögum. Hann er sakaður um að hafa myrt kínverskan mann, hlutað líkama hans niður og sent með pósti á skrifstofur stjórnmálaflokka í Kanada.

Svíaprinsessa lést í gær

Lilian, prinsessa Svíþjóðar, sem var frægust fyrir ástarsamband sitt við Bertil prins lést í gær, 97 ára að aldri. Lilian, sem er fædd í Wales kynntist Bertil prins í Seinni árið 1943. Samband þeirra var hins vegar litið hornauga vegna þess að Bertil var konungborinn en Lilian var fráskilin alþýðukona. Þau gátu því ekki gift sig fyrr en árið 1976. Lilian þjáðist af Alzheimer síðustu ár ævi sinnar.

Segir Pistorius vera á barmi sjálfsmorðs

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius, sem sakaður er um að hafa myrt kærustu sína með köldu blóði í síðasta mánuði, er á barmi sjálfsmorðs. Þetta segir góðvinur Pistorius, Mike Azzie, í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins um hlauparann.

Google minnist Douglas Adams

Andi breska rithöfundarins Douglas Adams svífur yfir leitarsíðu tæknirisans Google í dag. Adams hefði orðið 61 ára gamall í dag en hann lést 11. maí árið 2001.

Líkur á að rússneska draugaskipið sé enn á floti

Landhelgisgæslan útilokar ekki að rússneska draugaskipið Lyubov Orlova sé enn á reki á Norður Atlantshafinu, en írska strandgæslan taldi í síðustu viku að það væri sokkið vegna merkja frá neyðarsendi, sem á ekki að hefja sendingar fyrr en hann lendir í sjó.

Forsetakosningar í Venesúela þann 14. apríl

Ákveðið hefur verið að ganga til forsetakosninga í Venesúela þann 14. apríl n.k. Þar mun Nicolas Maduro varaforseti landsins, og arftaki Hugo Chavez, etja kappi við Henrique Capriles leiðtoga stjórnarandstöðunnar um embættið.

Gazza hélt hann væri að fara deyja

Breska knattspyrnugoðsögnin Paul Gascoigne segist í samtali við Sky fréttastofuna hafa verið viss um að hann væri að fara deyja þegar læknar bundu hann niður eftir að hann var lagður inn á spítala nýlega.

Sex börn fórust í eldsvoða

Sjö létust í eldsvoða sem kom upp í fjölbýlishúsi í bænum Backnang í Þýskalandi í morgun, þar af sex börn. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn snemma í morgun en talið er að hann hafi komið upp á annarri hæð. Eldsupptök eru ókunn en slökkviliðið telur að eldurinn hafi kviknað út frá hitatæki. Bærinn Backnang rétt fyrir utan Stuttgart.

Aung San Suu Kyi endurkjörin

Aung San Suu Kyi hefur verið endurkjörin leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Lýðræðisfylkingarinnar í Mjanmar, áður Búrma.

Saltneysla getur skaðað ónæmiskerfið

Mikil saltneysla er talin geta haft skaðleg áhrif á ónæmiskerfið og jafnvel gert sjúkdóma eins og MS verri. Vísbendingar um þetta koma fram í nokkrum rannsóknum sem nýlega voru kynntar í vísindatímaritinu Nature.

Klerkurinn staðfesti dauðadómana

Æðsti klerkur í Egyptalandi staðfesti í morgun dauðadóm yfir tuttugu og einum knattspyrnuáhorfanda eftir að óeirðir brutust út á fótboltaleik í landinu í febrúar í fyrra þar sem 74 létust.

Kjör á nýjum páfa hefst eftir helgi

Kjör á nýjum páfa hefst á þriðjudaginn, 12. mars. Hundrað og fimmtán kardínálar velja nýjan páfa en kosningin fer fram í Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu í Róm.

Börn létu lífið í sprengjuárás

Níu létust í sjálfsmorðsárás í borginni Kabúl Afganistan í gær og 20 slösuðust. Árásin er talin tengjast heimsókn nýs yfirmanns varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna til borgarinnar.

Chavez kvaddur og Maduro sór eiðinn

Strax eftir að útför Hugo Chavez, forseta Venesúela, lauk í gær sór útnefndur arftaki hans embættiseið til bráðabirgða. Venesúelabúar eru ekki allir sáttir við þá ákvörðun að smyrja lík hins látna og hafa það til sýnis eins og Lenín og Maó.

Afbrýðisamur eiginmaður skaut sjónvarpsmann

Íbúi í Montana-fylki í Bandaríkjunum skaut sjónvarpsmann til bana í því sem virðist hafa verið afbrýðisemiskast í gær. Sjónvarpsmaðurinn var í heimsókn hjá eiginkonu skotmannsins.

Passað upp á skjaldbökurnar

Á ráðstefnu CITES í Bangkok í Tælandi í dag var ákveðið að auka eftirlit með skjaldbökum í útrýmingarhættu.

Orðagjálfur Norður-Kóreumanna nær nýjum hæðum

Norður-Kóreumenn eru ævareiðir eftir að Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti einróma hertari refsiaðgerðir gegn landinu. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa slitið öllum friðarsamningum við frændur sína í suðri og hóta kjarnorkuárás á höfuðborg Bandaríkjanna.

Berklasjúklingum fjölgar í Danmörku

Hinn hættulegi sjúkdómur berklar er að breiðast út að nýju í Danmörku. Þetta veldur dönskum heilbrigðisyfirvöldum miklum áhyggjum því Danir standa almennt í þeirri trú að berklum hefði verið útrýmt í landinu.

Skotbardagi kostaði tugi lífið í Malasíu

Rúmlega þrjátíu manns létu lífið í skotbardaga milli öryggissveita í Malasíu og liðsmanna soldáns frá Filippseyjum, sem gerir tilkall til landsvæðis á eyjunni Borneó.

ESA vill að Íslendingar leyfi kjötinnflutning

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann Íslands við innflutningi á hráu kjöti standist ekki EES-samninginn. Málið gæti endað fyrir dómstólum, en Íslendingar hafa frest til loka maí til að gera betur grein fyrir afstöðu sinni.

N-Kórea hótar kjarnorkuárás

Norðurkóreski herforinginn Kang Pyo Yong sagði landsmönnum sínum í gær að hernum væri ekkert að vanbúnaði að skjóta langdrægu flugskeyti með kjarnorkusprengju á Bandaríkin.

Líkið verður til sýnis framvegis

Nicolas Maduro, sem nú gegnir forsetaembætti í Venesúela, segir að líkið af Hugo Chavez verði smurt og haft til sýnis um aldur og ævi.

Allir kardinálar komnir til Róm

Allir kardinálarnir 115, sem enn eru á kosningaaldri, eru nú komnir til Rómar. Sá síðasti kom í gær frá Víetnam og þar með er þeim ekkert að vanbúnaði að hefja páfakjör.

„Ég er sprengja - Jihad, fæddur 11. september“

Boucha Bagour, þrjátíu og fimm ára gömul frönsk móðir, hefur verið ákærð eftir að hún sendi þriggja ára son sinn í leikskóla í haust í stuttermabol með áletruninni: "Ég er sprengja."

Berlusconi dæmdur í fangelsi

Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi vegna ólöglegra hlerana.

Norður-Kórea hótar að varpa kjarnavopni á Washington

Enn á ný hafa Norður-Kóreumenn bitið í skjaldarrendurnar og hótað kjarnorkustríði á hendur Bandaríkjamönnum. Yfirvöld í landinu hétu því í dag að varpa kjarnavopni á höfuðborg Bandaríkjanna, Washington.

Lést eftir árás ljóns

Hin 24 ára gamla Dianna Hanson lést í Cat Haven-dýragarðinum í Kaliforníu eftir að 160 kílóa afrískt ljón réðist á hana í gær.

Sjá næstu 50 fréttir