Fleiri fréttir

Ríkir brjóta frekar lögin

Ríkt fólk er líklegra til þess að brjóta umferðarlög en fátækir. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Danmörku.

Borgarstjórinn í New York styður Obama

Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, lýsti í gær yfir stuðningi við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem haldnar verða í næstu viku.

Sandy kostaði 76 lífið í Bandaríkjunum

Enn hækkar tala látinna á austurströnd Bandaríkjanna. Nú er talið að 76 hið minnsta hafi farist þegar stormurinn Sandy gekk á land fyrr í þessari viku, þar af 37 í New York borg.

Ferðamenn munu geta keypt kannabis í Amsterdam

Borgaryfirvöld í Amsterdam munu ekki banna ferðamönnum að kaupa kannabis á kaffihúsum borgarinnar. Þetta tilkynnti Eberhard van der Laan, borgarstjóri í Amsterdam, í dag.

Spurningar vakna um heilsu Pútíns

Heilsufar Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta, er nú á allra vörum. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að forsetinn hafi frestað fundum og ferðalögum sínum þangað til í desember.

Kim Dotcom snýr aftur

Kim Dotcom, stofnandi skráarskiptasíðunnar Megaupload, hefur opinberað nýja vefsíðu þar sem notendur geta nálgast höfundarvarið efni.

New York illa löskuð eftir Sandy

Lífið í New York er smám saman að færast í fastar skorður eftir hamfarirnar sem gengu yfir í byrjun vikunnar. Enn eru þó heilu hverfin án rafmagns og almenningssamgöngur úr skorðum. Þeir sem þurftu að yfirgefa heimili sín eru að snúa aftur og kanna skemmdir. Íbúar í New York þurftu margir hverjir að fara óvenjulegar leiðir til að komast í vinnuna í gær – þeir sem komust á annað borð.

Stjórnvöld vilja minna næturlíf

Stjórnin í Egyptalandi vill gera breytingar á svefnvenjum íbúa Kaíró, sem til þessa hafa stært sig af því að búa í borg sem aldrei sefur.

15 ár fyrir að myrða kærasta

42 ára kona hefur verið dæmd í 15 ára fangelsi fyrir að myrða kærastann sinn. Hún stakk hann margsinnis og tók myndir af sárunum.

Mansal hefur aukist í Noregi

Mansal í Noregi fer vaxandi vegna versnandi efnahags í stórum hluta Evrópu. Í Noregi hafa verið kveðnir upp 27 dómar vegna mansals.

Þrír særðust í skotárás í Hollywood

Þrír særðust í skotárás í Hollywood í Bandaríkjunum í gærkvöld. Lögreglan leitar fjögurra manna sem hún telur að beri ábyrgð á árásinni, en vitni sáu þau hlaupa af vettvangi á horni Hollywood Boulevard og Whitley strætis. Hinir særðu eru ungt fólk á aldrinum 14 ára til 25 ára. Þau voru öll flutt á slysadeild. Um þessa dagana fer fram hrekkjavaka og því er fjöldi fólks á ferli lengi fram eftir kvöldi. Þegar lögregla rýmdi árásarvettvanginn í gær voru þar þúsundir manna.

Obama kominn til New Jersey

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er kominn til New Jersey. Þar mun hann funda með Chris Christie, ríkisstjóra, og saman munu þeir kanna aðstæður á hamfarasvæðunum í dag.

Eftirmynd Lance Armstrong brennd

Eftirmynd íþróttahetjunnar Lance Armstrong, sem hefur gerst sekur um umfangsmikla lyfjamisnotkun, verður brennd á báli í bænum Edenbridge í suðaustur Bretlandi um helgina.

Elsta byggð Evrópu fundin

Fornleifafræðingar hafa uppgötvað ævaforna byggð í norðausturhluta Búlgaríu. Talið er að bærinn hafi verið reistur á árunum 4700 til 4200 fyrir Krist og að um 350 manns hafi búið þar.

James Bond heillar Páfagarð

Svo virðist sem að ráðamenn í Páfagarði séu miklir aðdáendur breska spæjarans James Bond. Málgagn Páfagarðs, L'Osservatore Romano, fjallar sérstaklega um nýjustu kvikmyndina um Bond, Skyfall, en þar er breyskleika hetjunnar fagnað.

Myrti fimm mánaða gamlan son sinn með Kóraninum

Tuttugu og átta ára gömul kona í Svíþjóð hefur játað að hafa kæft fimm mánaða gamlan son sinn með eintaki Kóraninum. Hún bar fyrir dóminum að morðið hafi verið framið í stundarbrjálæði.

Harmleikur í brúðkaupsveislu

Hátt í 25 létust og 30 aðrir særðust í eldsvoða í brúðkaupsveislu í austurhluta Sádí-Arabíu fyrr í dag.

Ríkisstjórnin sett í kynjanám

Ákveðið hefur verið að allir ráðherrar í ríkisstjórn Frakklands fái sérstaka fræðslu um kynjamisrétti, sem á að hjálpa þeim að forðast staðlaðar kynjaímyndir.

Loftárásir dynja á uppreisnarliði

Stjórnarherinn í Sýrlandi gerði harðar loftárásir á uppreisnarmenn í gær, meðal annars í úthverfi höfuðborgarinnar Damaskus þar sem rúmlega 20 manns létu lífið.

Heilu hverfin á floti

„Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York.

Skipulagi kosningabaráttunnar rústað

Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar.

Eyðileggingin sögð ólýsanleg

„Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum.

Nær enginn munur á Obama og Romney

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að enn munar svo litlu á þeim Barack Obama Bandaríkjaforseta og Mitt Romney að ómögulegt er að segja til um úrslitin á kjördag í næstu viku.

Flugsamgöngur til New York hefjast í dag

Flugsamgöngur til og frá New York munu hefjast að nýju í dag á tveimur af þeim þremur alþjóðaflugvöllum sem eru við borgina. LaGuardia, sá minnsti þeirra. verður hinsvegar áfram lokaður.

Óttast að þúsundir séu innilokaðir í Hoboken í New Jersey

Hersveitir frá bandaríska þjóðvarðliðinu hafa verið sendar til Hoboken hverfsins í New Jersey en þar er óttast að fleiri þúsund manns séu innilokaðir í rafmagnslausum íbúðum sínum eftir ofsaveðrið Sandy sem geisaði þar í gærdag.

Ný Star Wars mynd árið 2015

Walt Disney hefur eignast Lucasfilm og hyggst gefa út nýjar Star Wars myndir á næstu árum. George Lucas mun sjálfur starfa sem skapandi ráðgjafi við gerð sjöundu Star Wars myndarinnar sem verður frumsýnd árið 2015.

Sprengingin sem olli rafmagnsleysi á Manhattan

Rafmagnsleysið á Manhattan er rakið til sprengingar í Con Edison rafmagnsfyrirtækinu í nótt. Ofurstormurinn Sandy hefur valdið víðtækum rafmagnstruflunum á austurströnd Bandaríkjanna en alls eru um 6.5 milljónir manna án rafmagns.

Sjá næstu 50 fréttir