Eyðileggingin sögð ólýsanleg 31. október 2012 08:00 Bílstjórar í New York þurftu að hafa nokkuð fyrir því að aka gegnum flóðvatnið. nordicphotos/AFP „Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. „Eyðileggingin við strendur New Jersey er ólýsanleg,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. Íbúar í New York og meðfram ströndum New Jersey urðu einna verst úti í hamförunum þegar fellibylurinn Sandy skall á seint á þriðjudegi. Tala látinna var síðdegis í gær komin upp í 35 og var búist við að hún myndi hækka. Auk veðurofsans, sem fór sums staðar yfir 50 metra á sekúndu, voru það flóðin sem ollu einna mestu tjóni. Í New York flæddi niður í nokkrar neðanjarðarstöðvar og bílastæðakjallara og víða í borgum og bæjum New Jersey var allt á floti. Reiknað er með því að lestarsamgöngur í New York komist ekki í gang aftur fyrr en um helgina, en strætisvagnakerfið byrjaði að rumska í gær og leigubílstjórar eru komnir í fulla vinnu. Meira en átta milljón manns voru án rafmagns og má búast við að marga daga taki að koma rafmagni á sums staðar. Meðal annars þykir ólíklegt að alls staðar verði komið á rafmagn fyrir forsetakosningarnar, sem haldnar verða á þriðjudag í næstu viku. Óttast er að það geti jafnvel torveldað framkvæmd kosninganna. Taka þurfti nokkra kjarnaofna í New Jersey úr notkun tímabundið, en ekki var talið í gær að hætta stafaði af neinum þeirra. Töluvert dró úr krafti veðurofsans eftir að stormurinn Sandy kom af hafi og inn á land, en hann stefndi í gær til Kanada og var farinn að valda þar verulegum usla þótt vindstyrkurinn hefði minnkað. Þá olli mikil snjókoma í Vestur-Virginíu miklum vandræðum í gær. Tengdar fréttir Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00 Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
„Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. „Eyðileggingin við strendur New Jersey er ólýsanleg,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. Íbúar í New York og meðfram ströndum New Jersey urðu einna verst úti í hamförunum þegar fellibylurinn Sandy skall á seint á þriðjudegi. Tala látinna var síðdegis í gær komin upp í 35 og var búist við að hún myndi hækka. Auk veðurofsans, sem fór sums staðar yfir 50 metra á sekúndu, voru það flóðin sem ollu einna mestu tjóni. Í New York flæddi niður í nokkrar neðanjarðarstöðvar og bílastæðakjallara og víða í borgum og bæjum New Jersey var allt á floti. Reiknað er með því að lestarsamgöngur í New York komist ekki í gang aftur fyrr en um helgina, en strætisvagnakerfið byrjaði að rumska í gær og leigubílstjórar eru komnir í fulla vinnu. Meira en átta milljón manns voru án rafmagns og má búast við að marga daga taki að koma rafmagni á sums staðar. Meðal annars þykir ólíklegt að alls staðar verði komið á rafmagn fyrir forsetakosningarnar, sem haldnar verða á þriðjudag í næstu viku. Óttast er að það geti jafnvel torveldað framkvæmd kosninganna. Taka þurfti nokkra kjarnaofna í New Jersey úr notkun tímabundið, en ekki var talið í gær að hætta stafaði af neinum þeirra. Töluvert dró úr krafti veðurofsans eftir að stormurinn Sandy kom af hafi og inn á land, en hann stefndi í gær til Kanada og var farinn að valda þar verulegum usla þótt vindstyrkurinn hefði minnkað. Þá olli mikil snjókoma í Vestur-Virginíu miklum vandræðum í gær.
Tengdar fréttir Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00 Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00
Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00