Eyðileggingin sögð ólýsanleg 31. október 2012 08:00 Bílstjórar í New York þurftu að hafa nokkuð fyrir því að aka gegnum flóðvatnið. nordicphotos/AFP „Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. „Eyðileggingin við strendur New Jersey er ólýsanleg,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. Íbúar í New York og meðfram ströndum New Jersey urðu einna verst úti í hamförunum þegar fellibylurinn Sandy skall á seint á þriðjudegi. Tala látinna var síðdegis í gær komin upp í 35 og var búist við að hún myndi hækka. Auk veðurofsans, sem fór sums staðar yfir 50 metra á sekúndu, voru það flóðin sem ollu einna mestu tjóni. Í New York flæddi niður í nokkrar neðanjarðarstöðvar og bílastæðakjallara og víða í borgum og bæjum New Jersey var allt á floti. Reiknað er með því að lestarsamgöngur í New York komist ekki í gang aftur fyrr en um helgina, en strætisvagnakerfið byrjaði að rumska í gær og leigubílstjórar eru komnir í fulla vinnu. Meira en átta milljón manns voru án rafmagns og má búast við að marga daga taki að koma rafmagni á sums staðar. Meðal annars þykir ólíklegt að alls staðar verði komið á rafmagn fyrir forsetakosningarnar, sem haldnar verða á þriðjudag í næstu viku. Óttast er að það geti jafnvel torveldað framkvæmd kosninganna. Taka þurfti nokkra kjarnaofna í New Jersey úr notkun tímabundið, en ekki var talið í gær að hætta stafaði af neinum þeirra. Töluvert dró úr krafti veðurofsans eftir að stormurinn Sandy kom af hafi og inn á land, en hann stefndi í gær til Kanada og var farinn að valda þar verulegum usla þótt vindstyrkurinn hefði minnkað. Þá olli mikil snjókoma í Vestur-Virginíu miklum vandræðum í gær. Tengdar fréttir Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00 Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Sjá meira
„Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. „Eyðileggingin við strendur New Jersey er ólýsanleg,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. Íbúar í New York og meðfram ströndum New Jersey urðu einna verst úti í hamförunum þegar fellibylurinn Sandy skall á seint á þriðjudegi. Tala látinna var síðdegis í gær komin upp í 35 og var búist við að hún myndi hækka. Auk veðurofsans, sem fór sums staðar yfir 50 metra á sekúndu, voru það flóðin sem ollu einna mestu tjóni. Í New York flæddi niður í nokkrar neðanjarðarstöðvar og bílastæðakjallara og víða í borgum og bæjum New Jersey var allt á floti. Reiknað er með því að lestarsamgöngur í New York komist ekki í gang aftur fyrr en um helgina, en strætisvagnakerfið byrjaði að rumska í gær og leigubílstjórar eru komnir í fulla vinnu. Meira en átta milljón manns voru án rafmagns og má búast við að marga daga taki að koma rafmagni á sums staðar. Meðal annars þykir ólíklegt að alls staðar verði komið á rafmagn fyrir forsetakosningarnar, sem haldnar verða á þriðjudag í næstu viku. Óttast er að það geti jafnvel torveldað framkvæmd kosninganna. Taka þurfti nokkra kjarnaofna í New Jersey úr notkun tímabundið, en ekki var talið í gær að hætta stafaði af neinum þeirra. Töluvert dró úr krafti veðurofsans eftir að stormurinn Sandy kom af hafi og inn á land, en hann stefndi í gær til Kanada og var farinn að valda þar verulegum usla þótt vindstyrkurinn hefði minnkað. Þá olli mikil snjókoma í Vestur-Virginíu miklum vandræðum í gær.
Tengdar fréttir Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00 Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Sjá meira
Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00
Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent