Erlent

Þrír bæir í hættu eftir að flóðgarðar brustu í New Jersey

Frá New Jersey í nótt.
Frá New Jersey í nótt. MYND/AP
Flóðgarðar brustu í norðurhluta New Jersey í morgun og hefur hundruðum verið gert að flýja heimili sín.

Ríkið hefur orðið einna verst úti í ágangi óveðursins sem gekk á land við borgina Atlantic City seint í gærkvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í New Jersey ógna flóðin nú þremur bæjum. Nú þegar hefur flætt í bænum Moonachie og þurftu hátt í eitt þúsund manns að yfirgefa svæðið í nótt.

Víða er rafmagnslaust og hafa björgunarmenn verið við störf í alla nótt og fram eftir morgni.

Fregnir hafa borist af því að fólk hafi klifrað upp á hús sín til að kalla eftir hjálp.

Vindstyrkurinn hefur minnkað verulega eftir að Sandy gekk á land og er nú ekki lengur um að ræða fellibyl samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×