Fleiri fréttir

Sænsku Eurovision-kynnarnir gera grín að prinsessunni

Svíar eru ekki bara hneykslaðir á Madeleine prinsessu sem tilkynnti trúlofun sína í gær. Sumir þeirra gera jafnvel stólpagrín af henni. Það á til dæmis við um Gina og Danny kynnana í Eurovision sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þeir slógu á létta strengi í gær þegar þeir fjölluðu um keppnina, eins og sjá má í þessu myndskeiði.

Drykkja, dráp og daður í James Bond myndunum

Í tilefni af frumsýningu Skyfall nýjustu myndarinnar um James Bond hefur hagfræðitímaritið The Economist gert létta úttekt á þessum þekktasta njósnara í þjónustu Bretadrottningar.

Malala hyggst snúa aftur til Pakistan

Faðir hinnar 15 ára gömlu Malölu Yousufzai, sem varð fyrir skotárás í heimabæ sínum þann 9. október, segir dóttur sína hafa heitið því að snúa aftur til Pakistan þegar hún hefur náð sér af sárum sínum.

Sýrlandsher heitir að virða vopnahlé

Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag.

Geislavirkt vatn veldur vanda í Japan

Tepco, sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima í Japan, á í verulegum vandræðum með að finna geymslustað fyrir tugi þúsunda tonna af geislavirku vatni. Vatnið var notað til að kæla kjarnaofna kjarnorkuversins sem varð fyrir verulegum skemmdum í jarðskjálfta í mars 2011.

Björguðu íkorna sem festist í ræsisloki

Það er óhætt að segja að það hafi skapast dálítið neyðarástand á dögunum þegar vegfarandi í München í Þýskalandi gekk fram hjá ræsisloki og sá þá að íkorni sat þar fastur.

Segir Pussy Riot hafa fengið það sem þær áttu skilið

Vladimar Pútin, forsætisráðherra Rússlands, sagði í kvöldverði með fjölmiðlamönnum í dag, að meðlimir Pussy Riot hefðu fengið það sem þær áttu skilið. Samkvæmt fréttvef Reuters var Pútin spurður út í málið en hann spurði á móti hversvegna bandarísk stjórnvöld styddu ekki betur við bakið á kvikmyndagerðarmönnunum sem gerði kvikmyndin "Sakleysi múslima“.

Konunglegt brúðkaup í Svíþjóð á næsta ári

Madeleine prinsessa Svíþjóðar, yngri dóttir Karls Gústavs konungs mun giftast unnusta sínum, Christopher O´Neill næsta sumar. Parið tilkynnti trúlofun sína í dag. Frá þessu greindu þau í myndskeiði sem konungsfjölskyldan sendi frá sér í dag.

Hundurinn Theo hlaut heiðursorðu

Sprengjuleitarhundurinn Theo, sem lést við skyldustörf í Afganistan á síðasta ári, hlaut í dag Dickens orðuna, æðstu heiðursorðu Bretlands fyrir hugrekki dýra.

Ai Weiwei dansar Gangnam Style

Kínverski lista- andófsmaðurinn Ai Weiei hefur gefið út sína eigin útgáfu af suður-kóreska smellingum Gangnam Style. Í myndbandinu dansar stjórnarandstæðingurinn undir taktfastri danstónlistinni og veifar til dæmis handjárnum að myndavélinni.

Josef Fritzl fer fram á skilnað

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár.

Reikna með að Assad samþykki vopnahlé í dag

Reiknað er með að Bashar al-Assad forseti Sýrlands muni formlega fallast á fjögurra daga vopnahlé í landinu í dag en flestir hópar uppreisnarmanna hafa samþykkt þetta vopnahlé.

Fellibylurinn Sandy ríður yfir Jamaíka

Vitað er um eitt mannsfall þegar fellibylurinn Sandy reið yfir Jamaíka í nótt. Skólar og flugvellir eru lokaðir á eyjunni vegna Sandy og útgöngubann er í helstu borgum og bæjum Jamaíka.

Risafrétt Trump reyndist prump

Risafréttin sem athafnamaðurinn Donald Trump boðaði um Barack Obama Bandaríkjaforseta í gærdag reyndist vera stormur í vatnsglasi svo vægt sé til orða tekið.

Schäuble og Draghi segja Stournaras bulla

Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkisfjármálum sínum í lag.

Berlusconi er kominn með nóg

Silvio Berlusconi ætlar ekki að sækjast eftir forsætisráðherraembættinu þegar Ítalir kjósa á næsta ári. Þetta staðfesti hann í dag. Berlusconi sagði að hér eftir yrði það hlutverk hans að styðja við bakið á ungu fólki sem geti skipt sköpum í stjórnmálum.

Sá sem skipulagði skotárásina á Malala nafngreindur

Bandaríska fréttastofan CBS greinir frá því í dag að pakistönsk yfirvöld hafa tæplega tvítugan karlmann grunaðann um að hafa skipulagt fólskulega skotárás á hina fjórtán ára gömlu Malala Yousufzai sem var skotin margsinnis í byrjun október.

Trump greiðir 5 milljónir dala fyrir persónuupplýsingar Obama

Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump hefur skorað á Barack Obama, Bandaríkjaforseta, að birta persónuupplýsingar sínar. Í staðinn mun Trump styrkja góðgerðarsamtök um fimm milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur sex hundruð og þrjátíu milljónum króna.

Sandy nálgast Jamaica

Íbúar Jamaica búa sig nú undir komu fellibylsins Sandy. Fjölmargir hafa leitað sér skjóls í sérstökum neyðarskýlum sem komið hefur verið upp á suðurströnd landsins.

Mætti í sína eigin kistulagningu

Kistulagning í norðausturhluta Brasilíu fór úr skorðum á dögunum eftir að hinn látni mætti á svæðið og tilkynnti ástvinum að hann væri sannarlega á lífi.

Tekinn af lífi með sprengjuvörpu

Einn af varnarmálaráðherrum Norður-Kóreu, Kim Chol, var dæmdur til dauða á dögunum. Hann var sakaður um drykkjuskap og óviðeigandi háttsemi.

Hryllingsmynd sýnd fyrir mistök

Mikið óðagot myndaðist við kvikmyndahús í Nottingham í gær. Foreldrar höfðu fjölmennt með börn sín á sýningu nýjustu Madagascar teiknimyndarinnar. Um 25 fjölskyldur voru í kvikmyndasalnum þegar sýningin hófst.

Loftárásir á Gazasvæðinu í nótt

Ísraelsher stóð fyrir loftárásum á palestínsku borgina Rafah á Gazasvæðinu í nótt. Að minnsta kosti fjórir Palestínumenn létust í árásinni.

Lést eftir hákarlaárás

Þrjátíu og níu ára gamall brimbrettakappi lést eftir hákarlaárás við strendur Santa Barbara í Kaliforníu í gær. Vinur mannsins varð vitni af árásinni og dró hann í land.

Þungun vegna nauðgunar er vilji guðs

Ummæli sem Repúblikaninn Richard Mourdock lét falla í kappræðum í Indianaríki hafa valdið miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn.

Ban Ki-moon dansaði Gangnam Style-dansinn

Suður-kóreski söngvarinn Psy hefur heldur betur slegið í gegn á síðustu mánuðum eftir að lagið Gangnam Style varð vinsælt um allan heim. Á dögunum heimsótti Psy höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York og hitti meðal annars samlanda sinn og framkvæmdastjórann Ban Ki-moon. Hann fékk framkvæmdastjórann virðulega til að taka Gangnam Style-dansinn á meðan fjöldinn allur af ljósmyndurum og fréttamönnum horfðu á.

Navalní hreppti fyrsta sætið

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur óspart hæðst að og gert lítið úr stjórnarandstæðingum, sem eiga ekki sæti á þingi en hafa hvað eftir annað efnt til fjölmennra mótmælafunda gegn honum í Moskvu og víðar um land.

Sjá næstu 50 fréttir