Erlent

Indversk kona segist vera elsti dvergur í heimi

Zeenat er einungis með þrjár tennur, en segist hafa haft fallegan tanngarð áður fyrr.
Zeenat er einungis með þrjár tennur, en segist hafa haft fallegan tanngarð áður fyrr.
Indversk kona heldur því fram að hún sé elsti dvergur í heimi enda sé hún 113 ára gömul. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er sá elsti hingað til 74 ára gamall.

Máli sínu til stuðnings hefur konan, sem heitir Zeenat Bi, lagt fram fæðingarvottorð sitt. Það er þó ekki alveg í samræmi við frásögn konunnar, því samkvæmt því er hún „einungis" 101 árs. En sú stutta heldur því fram að hún sé tólf árum eldri og þar með langelsti dvergur í heimi.

Zeenat er rúmlega 90 sentimetrar er sú eina í fjölskyldunni sem er enn á lífi en hún hefur aldrei verið gift. „Ég hef verið ein í næstum því fimmtíu ár. Ég hef aldrei verið gift og aldrei eignast börn. Eina sem ég á er lítið rúm," segir hún og tekur fram að hún lifi á um 600 krónum, sem hún fær ríkinu, á mánuði.

Elsti dvergur í heimi er 74 ára gamall, samkvæmt heimsmetabók Guinness en hann heitir Lowell Deforest Mason. Hann býr í Missouri í Bandaríkjunum.

Ef sú stutta fær heimsmetið skráð, gæti athyglin kannski orðið til þess, að hún fengi örlítið meiri pening til að spila úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×