Drykkja, dráp og daður í James Bond myndunum 26. október 2012 06:31 Í tilefni af frumsýningu Skyfall nýjustu myndarinnar um James Bond hefur hagfræðitímaritið The Economist gert létta úttekt á þessum þekktasta njósnara í þjónustu Bretadrottningar. Fyrirsögnina á þessari úttekt Economist mætti þýða sem drykkja, dráp og daður. Tímaritið setur upp súlurit um frammistöðu Bond í höndum þeirra sex leikara sem farið hafa með hlutverkið. Á súluritinu sést hvað hver þeirra hefur kálað flestum andstæðingum sínum að meðaltali í mynd, drukkið flesta Martíni kokteila og náð að heilla flestar konur. Pierce Brosnan er sá blóðþyrstasti af öllum Bondunum en hann kálaði að meðaltali 19 af andstæðingum sínum í hverri mynd. Athygli vekur að George Lazenby var sá sem heillaði flestar konur en þess ber að geta að hann lék aðeins í einni mynd. Þeir Sean Connery og Roger Moore sem léku í flestum Bond myndanna eru í miðjum hópnum í þessari úttekt. Timothy Dalton var hinsvegar rólegasti Bondinn í þessari úttekt. Daniel Craig núverandi Bond er á toppnum hvað drykkju Martini kokteila varðar en á botninum þegar kemur að fjölda kvenna. Kannski vegna þess hve hann drekkur mikið af Martíni kokteilum. Það vandamál ætti að vera úr sögunni því Heineken hefur séð um að í Skyfall drekkur Bond einnig öl. Gera má ráð fyrir að sá drykkur sé hvorki hristur né hrærður.Mynd/The Economist Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Í tilefni af frumsýningu Skyfall nýjustu myndarinnar um James Bond hefur hagfræðitímaritið The Economist gert létta úttekt á þessum þekktasta njósnara í þjónustu Bretadrottningar. Fyrirsögnina á þessari úttekt Economist mætti þýða sem drykkja, dráp og daður. Tímaritið setur upp súlurit um frammistöðu Bond í höndum þeirra sex leikara sem farið hafa með hlutverkið. Á súluritinu sést hvað hver þeirra hefur kálað flestum andstæðingum sínum að meðaltali í mynd, drukkið flesta Martíni kokteila og náð að heilla flestar konur. Pierce Brosnan er sá blóðþyrstasti af öllum Bondunum en hann kálaði að meðaltali 19 af andstæðingum sínum í hverri mynd. Athygli vekur að George Lazenby var sá sem heillaði flestar konur en þess ber að geta að hann lék aðeins í einni mynd. Þeir Sean Connery og Roger Moore sem léku í flestum Bond myndanna eru í miðjum hópnum í þessari úttekt. Timothy Dalton var hinsvegar rólegasti Bondinn í þessari úttekt. Daniel Craig núverandi Bond er á toppnum hvað drykkju Martini kokteila varðar en á botninum þegar kemur að fjölda kvenna. Kannski vegna þess hve hann drekkur mikið af Martíni kokteilum. Það vandamál ætti að vera úr sögunni því Heineken hefur séð um að í Skyfall drekkur Bond einnig öl. Gera má ráð fyrir að sá drykkur sé hvorki hristur né hrærður.Mynd/The Economist
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira