Fleiri fréttir

Barnaníðingar vekja óhug í Kanada

Lögreglan í Kanada hefur upprætt hring barnaníðinga og voru 21 þeirra handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær.

Paul Ryan notaði súpueldhús í pólitískum tilgangi

Aðstandendur svokallaðs súpueldhúss í bænum Youngstown í Ohio, þar sem fátækum er gefinn hádegismatur á hverjum degi, eru æfir af reiði út í Paul Ryan varaforsetaefni Mitt Romney. Saka þeir Ryan um að hafa notað súpueldhúsið í pólitískum tilgangi.

Kyrkislangan Medúsa komin í heimsmetabók Guiness

Kyrkislanga sem heitir Medúsa er komin í heimsmetabók Guiness. Hún er lengsta slangan í heiminum sem er í haldi en lengd hennar mælist nú 7,67 metrar. Það þarf 15 til 18 manns til að lyfta henni upp.

Friðarviðræður hafnar í Ósló

Friðarviðræður milli skæruliðasveitanna FARC og Kólumbíustjórnar hófust í Ósló í gær. Þetta er í annað sinn sem reynt er að semja af alvöru um frið við skæruliðana, sem áratugum saman hafa barist við stjórnarherinn í Kólumbíu.

Fundu plánetu með fjórar sólir

Áhugamenn um stjörnufræði duttu niður á stórmerka uppgötvun á dögunum þegar þeir komu auga á reikistjörnuna PH1 sem er í nágrenni við fjórar sólir. Raunar er um að ræða tvö tvístirni, A og B, en PH1 og B snúast um A. PH1 er að öllum líkindum gasstjarna í líkingu við Neptúnus eða Úranus.

Ætlaði að sprengja Seðlabanka Bandaríkjanna

Talið er að 21 árs gamall karlmaður frá Bangladesh hafi ætlað að sprengja byggingu Seðlabanka Bandaríkjanna í loft upp. Maðurinn, sem heitir Quazi Muhammed Rezwanul Ahsan Nafis, var handtekinn í New York í dag.

Uppreisnarliðið tók tugi af lífi

Uppreisnarmenn í Líbíu tóku tugi stuðningsmanna Múammars Gaddafí, og líklega hann sjálfan, af lífi án dóms og laga þegar þeir náðu heimabæ hans, Sirte, á vald sitt fyrir einu ári.

Neita því að kattarslagur sé í gangi í Downingstræti 10

Skrifstofa David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur neitað orðrómi þess efnis að stríð sé í gangi á milli Larry sem er heimilisköttur Cameron í Downingstræti 10 og Freyu sem er heimilisköttur George Osbourne fjármálaráðherra í næsta húsi eða Downingstræti 11.

Mantel fyrsta konan sem vinnur Booker verðlaunin tvisvar

Breski rithöfundurinn Hilary Mantel hefur unnið Booker bókmenntaverðlaunin í annað sinn. Þar með er Mantel fyrsta konan og jafnframt fyrsti Bretinn til þess að vinna þessi virtu bókmenntaverðlaun tvisvar.

Létu hasssmyglara sjálfa sýna sér hvar hassið var falið

Lögreglan í Kaupmannahöfn beið róleg átekta í fyrrakvöld fyrir utan bílskúr á Amager og leyfði nokkrum stórtækum hasssmyglurum að sýna sér hvar þeir höfðu falið hassið sem þeir höfðu smyglað til borgarinnar frá Þýskalandi.

Karadzic segist eiga skilin verðlaun frekar en refsingu

Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hóf í gær málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól í Haag. Hann sætir ákærum fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni.

Kappræðurnar í beinni á Vísi

Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana mætast í annað sinn í New York í kvöld. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma og verður einvígið í beinni útsendingu hér á Vísi.

Þing rofið og boðað til kosninga í Ísrael

Ísraelska þingið samþykkti í gærkvöldi að rjúfa þing þegar í stað og boða til kosninga í janúar á næsta ári en það er ári fyrr en kosningarnar áttu að vera.

Sprengingar og skothríð í einni borga Nígeríu

Miklar sprengingar og skothríð hafa heyrst í borginni Maiduguri í norðurhluta Nígeríu í gærkvöldi og nótt en þar hafa meðlimir múslímsku öfgasamtakanna Boko Haram herjað á borgarbúa að undanförnu.

Læknar bjartsýnir á að Malala muni ná sér

Læknar í Bretlandi eru bjartsýnir á að hin 14 ára gamla pakistanska stúlka Malala Yousafzai muni ná sér eftir skotárársina sem hún varð fyrir af hendi Talibana. Fjarlægja þurfti byssukúlu úr höfði hennar.

Castró var með SS foringja í þjónustu sinni

Leyniskjöl frá þýsku leyniþjónustunni sem gerð hafa verið opinber sýna að Fidel Castro fyrrum leiðtogi Kúbu naut aðstoðar fyrrum nasistahermanna úr SS sveitunum árið 1962.

Fær læknisþjónustu og vernd í Bretlandi

Hin fjórtán ára gamla Malala Yousufzai var snemma í gærmorgun flutt af hersjúkrahúsi í Pakistan til Bretlands þar sem hún fær aðhlynningu og vernd gegn áframhaldandi árásum talibana, sem hafa heitið því að myrða hana.

Skotar fá að kjósa um sjálfstæði 2014

Bretland, apForsætisráðherra Bretlands, David Cameron, og æðsti ráðherra Skotlands, Alex Salmond, hafa skrifað undir samkomulag um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.

Malala komin til Bretlands

Hin 14 ára gamla Malala Yousafzai, sem skotin var í höfuðið í Swat-dalnum í Pakistan í síðustu viku, hefur verið komið undir læknishendur í Bretlandi.

Anonymous hætt að styðja Wikileaks vegna Assange

Tölvuþrjótasamtökin Anonymous hafa hætt stuðingi sínum við Wikileaks. Financial Times segir frá þessu og þar kemur fram að Anonymous samtökin séu mjög óánægð með framkomu og gjörðir Julian Assange á undanförnum mánuðum.

Írar herða á kröfum um eignarhald yfir Hatton Rockall

Írar hafa hert á kröfum sínum um eignarhaldið á Hatton Rockall klettinum í miðju Atlantshafinu en auk Íra gera Íslendingar, Bretar og Danir, fyrir hönd Færeyinga, kröfu um eignarhaldið á þessum kletti.

Felix kominn í loftið - bein útsending

Austurríkismaðurinn Felix Baumgartner ætlar að freistast til þess að falla niður hátt í 37 kílómetra og jafnvel rjúfa hljóðmúrinn í leiðinni. Takist stökkið mun hann slá nokkur heimsmet, meðal annars mun hann verða fyrsti maðurinn sem fer svo hátt með loftbelg.

Tyrkir banna allt sýrlenskt flug í sinni lofthelgi

Utanríkisráðherra Tyrklands hefur tilkynnt um algjört flugbann sýrlenskra flugvéla í tyrkneskri lofthelgi. Samskipti þjóðanna hafa því kólnað enn frekar Sýrland á landamæri að Tyrklandi.

Eldur í flugvél - skelfing greip um sig

189 farþegar og 7 manna áhöfn voru í hættu þegar eldur braust út í flugvél rétt fyrir flugtak á flugvellinum í Antalya, í Tyrklandi, í morgun.

Sterkur skjálfti við Salómonseyjar í morgun

Jarðskjálfti upp á sex stig reið yfir Salómosneyjar klukkan fimm í morgun. Skjálftinn átti upptök sín á sextíu kílómetra dýpi í um fimmhundruð kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Honiara.

Breskir hermenn ákærðir fyrir morð

Fimm breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á óbreyttum borgara í hernaðaraðgerðum í Afganistan, í fyrra. Breska varnarmálaráðuneytið staðfesti þetta við breska ríkisútvarpið BBC í morgun og segir varnarmálaráðherrann Philip Hammond í viðtali við BBC, að hermennirnir eigi að þekkja þær reglur sem séu í gildi þegar þeir eru barist er í stríði.

Magnaðar myndir frá hinstu för Endeavour

Það er óhætt að segja að stemmingin á götum Los Angeles sé sérkennileg þessa dagana. 75 tonna faratæki fer nefnilega þar um á um 3 kílómetra hraða.

Frygðardrykkur og bíómynd á leiðinni

Dominique Strauss-Kahn leitar nú uppreisn æru og endurskilgreiningar á sér sjálfum með aðstoð ráðgjafafyrirtækis, hann kom meðal annars í viðtal við franska blaðið Le Point þar sem hann sagðist hafa staðið í þeirri barnslegu trú að hann gæti lifað lífi sínu eins og hann vildi.

Endeavour: Síðasta ferðin ofurhæg

Fella þurfti fjögur hundruð tré, þrátt fyrir mótmæli íbúa, og taka rafmagnið af nærliggjandi rafmagnslínum til þess að ferja geimskutluna Endeavour síðustu tuttugu kílómetrana sína af þeim 185 milljónum kílómetra sem skutlan hefur ferðast.

Sjá næstu 50 fréttir