Fleiri fréttir

Vopn Bonnie og Clyde á uppboð

Skammbyssur úr eigu Bonnie og Clyde, eins frægasta glæpapars Bandaríkjanna, verða seldar á uppboði seinna á þessu ári.

Bretland birtir skjöl um geimverur

Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur birt tæplega sjö þúsund skjöl en í þeim má finna frásagnir af fólki sem telur sig hafa haft kynni af geimverum og öðrum furðuverum.

Heiðraði eiginkonu sína með hjartalaga engi

Bóndi í Bretlandi heiðraði minningu eiginkonu sinnar með því að gróðursetja tré í hjartalaga mynstur. Virðingarvotturinn hefur hingað til verið fjölskylduleyndarmál enda er ómögulegt að sjá hjartað frá veginum.

Þrír létust í flugslysi

Að minnsta kosti þrír létust þegar einkaflugvél varð eldi að bráð stuttu eftir lendingu í suður-Frakklandi. Talið er að flugmaðurinn og farþegar flugvélarinnar hafi verið bandarískir ríkisborgarar.

Annan fordæmir fjöldamorðin í Sýrlandi

Kofi Annan, friðarsamningamaður Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins, sagði í dag að fjöldamorðin í þorpinu Tremesh í Homs-héraði í gær væru hneykslanleg og ófyrirleitin.

55 þúsund sóttu um 380 störf

Um 55 þúsund manns sóttu um 380 störf sem auglýst voru hjá IKEA í Barcelona á Spáni. IKEA undirbýr opnun verslunar í borginni síðar á þessu ári, að því er segir á fréttavef Aftenposten sem vitnar í vefsíðuna abc.es. Næstum fjórðungur Spánverja er án vinnu, þar af yfir helmingur ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára. Alls eru yfir fjórar milljónir Spánverja án atvinnu.

Eldri borgarar drykkfelldari en áður

Norskar konur og karlar eldri en 60 ára drekka nær tvöfalt meira en fyrir tíu árum. Þetta kemur fram í skýrslu vísindamanna við Tækni- og náttúruvísindaháskóla Noregs sem norska ríkisútvarpið vitnar í. Skýrslan byggir á niðurstöðum heilbrigðiskönnunar í Norður-Þrændalögum.

Lögreglumaður stal iPhone af slysstað

Tæplega þrítugur lögreglumaður í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sagt upp störfum eftir að hann stal iPhone af slysstað þar sem hann var að vinna. Lögreglumaðurinn var að vinna á slysstað eftir að maður keyrði ölvaður og klessti á.

Drápu apa og svæfðu hinn

Lögreglan í Las Vegas þarf að sinna fjölbreyttum útköllum í starfi sínu. En sennilega kom eitt sérkennilegasta útkallið í dag þegar lögreglan fékk tilkynningu um tvo tryllta simpansa úti á götu í íbúðahverfi. Annar þeirra sat ofan á bifreið á meðan hinn barði ítrekað ofan á þakið á mannlausum lögreglubíl.

Fyrsta ljósmyndin á veraldarvefnum var ekki sú fallegasta

Næstkomandi miðvikudag verða 20 ár liðin frá því að fyrsta ljósmyndin birtist á veraldarvefnum. Margir hafa lýst þessari tímamóta ljósmynd sem skelfilegu myndvinnslu-slysi enda þykir hún ekki beinlínis falleg.

Fleetwood Mac kemur saman á ný

Fleetwood Mac, ein vinsælasta popphljómsveit sögunnar, mun koma saman á næsta ári og halda í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Sveitin kom síðast saman fyrir þremur árum.

Níu látnir eftir snjóflóð í Ölpunum

Alls liggja níu í valnum eftir að snjóflóð féll við franska skíðastaðinn Chamonix í Ölpunum í morgun. Þá eru níu aðrir særðir en þeim hefur nú verið komið undir læknishendur.

Með kíló af kókaíni innvortist

Dómstóll í Nýja-Sjálandi hefur dæmt Bandaríkjamann í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að að smygla rúmlega einu kíló af kókaíni inn í landið.

NASA hressir upp á ímyndina

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur á síðustu misserum staðið í miklu ímyndarátaki, oft á tíðum með misjöfnum árangri. Nýjasta tilraun stofnunarinnar hefur þó sannarlega náð til almennings og hefur vakið mikil viðbrögð á veraldarvefnum.

Soyuz geimferju skotið í 114 sinn

Rússneska geimfarið Soyuz er komið á skotpall í borginni Baikonur í Kazakstan. Því verður skotið upp á sunnudaginn kemur og skotið verður þar með 114. skipti sem Soyuz geimferju er skotið á loft, en þær voru hannaðar á sjöunda áratugnum af Korolyov hönnunar stofnuninni.

Fyrsti sendiherrann yfirgefur Assad

Sendiherra Sýrlands í Írak hefur hlaupist undan merkjum og yfirgefið stjórn Assad. Hann er fyrsti diplómatinn til að yfirgefa Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Rolling Stones æfa saman fyrir 50 ára afmælið

Keith Richards gítarleikari Rolling Stones segir að þessi þekkta hljómsveit hafi komið saman nýlega og tekið nokkrar æfingar saman. Tilefnið er að brátt rennur upp 50 ára afmæli hljómsveitarinnar.

Leikarar í mafíumynd reyndust vera ekta mafíubófar

Í ljós hefur komið að nokkrir leikaranna í myndinni Gomorra sem fjallar um mafíuna á Ítalíu þurftu enga leiðsögn þegar kom að skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir hafa síðan hlotið dóma sem mafíuforingjar og bófar.

Obama aflétti viðskiptabanni á Búrma

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur aflétt viðskiptaþvingunum á Búrma þannig að nú geta bandarísk fyrirtæki fjárfest að nýju í landinu.

Sagður hafa pyntað eiginkonu sína í áratug

Það var 2. júlí síðastliðinn sem Stephanie Lizon haltraði til nágranna síns og bað hann um að skjóta skjólhúsi yfir sig. Ástæðan var sú að eiginmaður hennar, Peter Lizon, á að hafa haldið henni nauðugri í um áratug, hlekkjað hana við rúm, brotið á henni fótinn með verkfæri og brennt hana með heitri pönnu og straujárni.

Talið að Eva hafi verið látin í viku

Eva Rausing, eiginkona Tetra Pak erfingjans, Hans Kristian Rausing, var hugsanlega látinn í viku áður en lögreglan fann lík hennar á mánudaginn síðasta. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Bretlandi, þar sem hjónin eru búsett, en Hans er sonur mannsins sem fann upp Tetra Pak matvælaumbúðirnar.

Stríppbúllustríð út af áttburamömmunni

Dómari í Flórída í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni eiganda nektardanstaðarins T´s Lounge um að banna áttburamömmunni Nadyu Suleman um að striplast á strippstaðnum The Playhouse Gentlemans klúbbnum í Los Angeles.

Katie Holmes aftur orðin kaþólsk

Katie Holmes er orðin kaþólsk að nýju. Daginn eftir skyndiskilnað sinn við Tom Cruise eða í gærkvöldi sagði Holmes sig úr Vísindakirkjunni og skráði sig og dóttur sína Suri inn í söfnuðinn við hina kaþólsku kirkju St. Francis Xavier í New York en í þeirri borg munu mæðgurnar búa til framtíðar.

Efasemdir um McDonald‘s og Coca-Cola

Jacques Rogge, forseti Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir í viðtali við Financial Times að nefndin hafi íhugað að hætta við að hafa hamborgararisann McDonald's sem styrktaraðila. Segir hann að gagnrýni samtaka sem berjast fyrir bættri heilsu á tengsl skyndibitakeðja við Ólympíuleikana hafi farið vaxandi.

30 milljarðar til Spánar í júlílok

Þrjátíu milljörðum evra verður dælt inn í spænska bankakerfið í lok júlímánaðar. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján samþykktu þetta á fundi í fyrradag.

Forseti og þing bjóða herforingjum birginn

Hæstiréttur Egyptalands ógilti í gær tilskipun Mohammeds Morsi, forseta landsins, um að egypska þingið verði kallað saman á ný. Rétturinn, sem úrskurðaði nýlega að þingkosningarnar í vetur hefðu verið ólöglegar, sagði Morsi ekki hafa vald til að kalla þingið saman á ný.

Bjargaði björgunarmanni sem fékk þyrluspaða í höfuðið

Herlækninum Jeremy Kilburn hefur líklega ekki grunað hvað væri í vændum þegar hann var á göngu í skóginum Shasta-Trinity í Bandaríkjunum á dögunum. Hundurinn hans gekk í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að hann féll illa og fótbrotnaði. Þá voru góð ráð dýr, en samkvæmt AP fréttastofunni var kallað eftir þyrluaðstoð svo það væri hægt að flytja Kilburn á sjúkrahús.

Sprautaði sósu á kærustuna fyrir að lesa "mömmuklám“

Það er óhætt að segja að skáldsagan Fifty Shades of Grey eftir rithöfundinn El James fari sigurför um allan heim. Bókin, sem hefur verið kölluð mömmuklám af gárungunum, hefur meðal annars orðið til þess að sérfræðingar í Bandaríkjunum búast við meiriháttar aukningu á barneignum þar í landi. Þannig er gert ráð fyrir ástleitnum afleiðingum skáldskaparins sem fjallar í örstuttu máli um konu sem á í ástarsambandi við hinn dularfulla Grey.

Sjá næstu 50 fréttir