Erlent

Óléttar konur eiga ekki að borða fyrir tvo

Sagan segir að óléttar konur eigi að borða fyrir tvo en staðreyndirnar tala öðru máli.

Fjallað er um málið á BBC. Þar segir að sannleikurinn sé sá að konur ættu aðeins að borða 340 kaloríum meira en venjulega á fyrri hluta meðgöngunnar og 452 kaloríum á síðari hlutanum. Það er í raun ekki meira en tvö egg aukalega á fyrrihluta meðgöngunnar og tvö súkkulaðikex og hvítlauksbrauð á seinni hlutanum.

Það er því ofsögum sagt að þær eigi að borða fyrir tvo. Sú ímyndun að konur geti borðið skefjalaust magn matar meðan þær ganga með hefur skilað sér í að þriðjungur kvenna þyngist óhóflega á meðgöngunni.

Oft eiga þær erfitt með að létta sig á ný enda gjarna erfitt að venja sig aftur á að borða bara fyrir einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×