Erlent

Soyuz geimferju skotið í 114 sinn

BBI skrifar
Geimfarið Soyuz komið á skotpall.
Geimfarið Soyuz komið á skotpall. Mynd/AFP
Rússneska geimfarið Soyuz er komið á skotpall í borginni Baikonur í Kazakstan. Því verður skotið upp á sunnudaginn kemur og skotið verður þar með 114. skipti sem Soyuz geimferju er skotið á loft, en þær voru hannaðar á sjöunda áratugnum af Korolyov hönnunar stofnuninni.

Hin þriggja manna áhöfn verður fjölþjóða, bandaríski geimfarinn Sunita Williams, rússneski geimfarinn Yuri Malenchenko og japanski geimfarinn Akihiko Hoshide. Farinu verður skotið upp í Alþjóða geimstöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×