Erlent

Notuðu hjólaskóflu til að fremja bankarán

Tvö bankarán voru framin í Danmörku í nótt og í báðum tilvikum ollu bankaræningjarnir miklu tjóni.

Annað ránið var framið við útibú Djursland Bank í Árósum en þar rifu þrír menn upp hraðbanka útibúsins og tæmdu hann.

Í hinu ráninu í bænum Bording, sem er skammt frá Árósum, var stór hjólaskófla notuð til að brjóta niður einn af veggjum útibús Jyske Sparkasse í bænum og peningakassanum í hraðbankanum þar var stolið. Þar voru þrír menn einnig að verki.

Lögreglan rannsakar nú bæði þessi bankarán en enginn hefur enn verið handtekinn vegna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×