Erlent

NASA hressir upp á ímyndina

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur á síðustu misserum staðið í miklu ímyndarátaki, oft á tíðum með misjöfnum árangri. Nýjasta tilraun stofnunarinnar hefur þó sannarlega náð til almennings og hefur vakið mikil viðbrögð á veraldarvefnum.

Þann 6. ágúst næstkomandi mun færanlega rannsóknarstöðin Curiosity brjótast í gegnum í gufuhvolf Mars, eftir að hafa þotið um víðáttur geimsins í níu mánuði. Verkefnið er afar þýðingarmikið fyrir NASA enda hefur stofnunin átt í ákveðinni tilvistarkreppu frá því að fallið var frá geimferðaáætlun hennar.

Þannig hefur NASA leitað á náðir samskiptamiðla til að endurvekja áhuga almennings á geimferðum og geimkönnun. Fyrr í vikunni birtist heldur óvanalegt myndband frá stofnuninni á YouTube. Myndskeiðið ber heitið Seven Minutes of Terror en þar er aðflugi Curiosity lýst af verkfræðingum og vísindamönnum NASA.

Myndbandið þykir afar spennandi og dramatískt. Eru margir á því að NASA hafi loks tekist að birta starfsemi sína með áhugaverðum hætti.

Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×