Erlent

Heiðraði eiginkonu sína með hjartalaga engi

Eikarhjartað
Eikarhjartað
Bóndi í Bretlandi heiðraði minningu eiginkonu sinnar með því að gróðursetja tré í hjartalaga mynstur. Virðingarvotturinn hefur hingað til verið fjölskylduleyndarmál enda er ómögulegt að sjá hjartað frá veginum.

Winston Howes, sem er 70 ára gamall, missti eiginkonu sína til margra ára fyrir hartnær tveimur áratugum. Stuttu seinna gróðursetti hann eikurnar.

Minnisvirði Howes hefur nú vaxið ört. Hann gengur oft um svæðið ásamt fjölskyldu sinni og hugsar um gamla tíma.

Fyrr í vikunni kom síðan loftbelgsfari auga á hjartað og tók þessa ágætu mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×