Fleiri fréttir

Jeb Bush styður Mitt Romney

Mitt Romney náði mikilvægum áfanga í gærdag í baráttu sinni um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Þá ákvað Jeb Bush hinn áhrifamikli ríkisstjóri Flórída að styðja Romney og hvatti jafnframt alla Repúblikana til að gera hið sama.

Umsátrið í Toulouse stendur enn

Umsátrið um fjölbýlishúsið í Toulouse þar sem fjöldamorðinginn Mohammed Merah heldur sig stendur enn sólarhing eftir að það hófst.

Bretar lækka hátekjuskattinn

Hátekjuskattur í Bretlandi verður lækkaður úr 50 prósentum í 45 prósentum fyrir apríl á næsta ári. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, greindi meðal annars frá þessu þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.

46 drepnir í árásum í Írak

Al-Kaída hefur lýst sprengjuárásum í átta borgum í Írak á hendur sér. Minnst 46 létust í árásunum í fyrradag, en þeim var beint gegn lögreglunni og sjíta-múslimum.

Óreyndur skógarhöggsmaður misreiknaði sig

Óreyndu skógarhöggsmaður misreiknaði sig þegar hann reyndi að fella risavaxið barrtré í garði sínum. Tréð féll á húsið hans og til að bæta gráu ofan á svart náðist atvikið á myndband og var sett á vefsíðuna YouTube.

Slökkviliðsmenn í háska

Slökkviliðið í Hackensack í New Jersey í Bandaríkjunum hefur birt ótrúlegt myndband á vefsíðunni YouTube. Þar sjást slökkviliðsmenn berjast við eld sem kom upp í tveggja hæða húsi.

Fórnarlamba rútuslyssins í Sviss minnst

Minningarathöfn um þá sem létust í rútuslysinu í Sviss í síðustu viku var haldin í Belgíu í dag. Þúsundir syrgjenda söfnuðust saman fyrir fram 15 líkkistur og minntust ástvina sinna.

Merah ætlaði að myrða aftur

Innanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti fyrir stuttu að Mohammed Merah, sem grunaður er um hrynu ódæðisverka í suðurhluta Frakklands, hafi lagt á ráðin um að myrða tvö lögregluþjóna og hermann í borginni Toulouse.

Umsátursástand ríkir enn í Toulouse

Innanríkisráðherra Frakklands sagði fyrir stuttu að meintur fjöldamorðingi hafi ekki verið handsamaður af lögreglu í Toulouse. Umsátursástand ríkir enn við fjölbýlishús þar sem maðurinn heldur til.

Fjöldamorðinginn ætlar að birta myndbönd af morðunum í dag

Meintur fjöldamorðingi sem nú hefur verið króaður af í fjölbýlishúsi í borginni Toulouse í Frakklandi hafði samband við fréttastofuna France 24 í nótt. Maðurinn lýsti yfir ábyrgð á morðunum við blaðamann og sagðist hafa myndað ódæðin.

Romney vann stórsigur í Illinois

Mitt Romney vann stórsigur í prófkjöri Repúblikanaflokksins í Illinois. Romney hlaut 47% atkvæða en helsti keppninautur hans, Rick Santorum, hlaut 35% atkvæða. Ron Paul hlaut 9% en Newt Gingrich hafnaði síðastur með aðeins 7% atkvæða.

Fjöldamorðinginn umkringdur af lögreglu í Toulouse

Sérsveit frönsku lögreglunnar hefur staðið í skotbardaga í nótt við húsi í úthverfi Toulouse en þar býr maður sem grunaður er um aðild að skotárásinni á gyðingaskóla í borginni fyrr í vikunni. Búið er að handtaka bróður mannsins en tveir lögreglumenn munu hafa særst í bardaganum.

Feneyjaborg heldur áfram að sökkva

Nýjar gervihnattamælingar sýna að Feneyjaborg á Ítalíu heldur áfram að sökkva en frekar lítið milli ára eða um tvo millimetra.

Öflugur jarðskjálfti reið yfir suðurhluta Mexíkó

Öflugur jarðskjálfti sem mældist 7,4 stig á Richter reið yfir suðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. Upptök skjálftans voru í Guerrero héraðinu en íbúar Mexíkóborgar fundu einnig vel fyrir honum.

Franski fjöldamorðinginn handtekinn

Umsátursástandinu við fjölbýlishús í borginni Toulouse í Frakklandi er lokið. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var hinn 23 ára gamli Mohammed Merah handtekinn fyrir stuttu.

Fjöldamorðingi talinn hafa myndað ódæðið

Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig.

Ísraelar vilja banna of grannar fyrirsætur

Ísraelski þingmaðurinn, Rachel Adato, berst nú fyrir því að fá frumvarp samþykkt þar í landi þar sem of grannar fyrirsætur verða beinlínis bannaðar með lögum. Hún segist trúa því að frumvarpið bjargi mannslífum og verndi ungar fyrirsætur sem og börn sem finnist líkamsvöxtur grannra sýningastúlkna eftirsóknarverður.

Albert Einstein mættur á internetið

Fræðimenn við háskólann í Jerúsalem hafa lokið skráningu rúmlega 80.000 skjala frá vísindamanninum Albert Einstein. Gögnin verða öllum aðgengileg á heimasíðu háskólans.

Obama breiddi yfir Cameron

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því í dag að kollegi hans í Bandaríkjunum, Barack Obama, hefði breitt yfir hann þegar þeir flugu með flugvél Bandaríkjaforseta.

Segulmagnað húðflúr titrar þegar símtal berst

Finnski snjallsímaframleiðandinn Nokia hefur sótt um einkaleyfi á heldur óvanalegri nýjung. Leyfið tekur til nýrrar tækni sem sendir skilaboð úr snjallsíma í sérstakt húðflúr sem notandinn er með.

Öflugur skjálfti í Mexíkó

Jarðskjálfti upp á 7,6 á richter reið yfir nærri Mexíkó borg á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt Boston Herald flýðu starfsmenn háhýsa í ofboði út á götur þar sem háhýsin sveifluðust í sterkum skjálftanum sem var langur, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum.

Árásir gerðar víðsvegar um Írak

Að minnsta kosti 38 manns liggja í valnum eftir sprengjuárásir víðsvegar um Írak í morgun. Tvær bílsprengjur sprungu í borginni Kerbala, ein í Kirkuk, ein í Bagdad og fleiri árásir voru gerðar í smærri bæjum í landinu.

Norðmenn segja upp samningum við Færeyjar vegna makrílsdeilu

Vefsíðan fishupdate greinir frá því að Norðmenn ætli að segja upp öllum tvíhliða fiskveiðisamningum sínum við Færeyjar vegna makríldeilunnar. Í frétt um málið er sagt áhugavert að sjá hvort Norðmenn leiki sama leikinn við Íslendinga.

Gífurleg leit að árásarmanninum í Toulouse

Einhver mesta lögregluleit í sögu Frakklands er nú gerð að árásarmanninum sem skaut fjóra til bana, þar af þrjú börn fyrir utan gyðingaskóla í borginni Toulouse í gærmorgun.

Romney vann stórisgur í Púertó Ríkó

Mitt Romney vann stórsigur í forkosningum Repúblikanaflokksins í Púertó Ríkó á sunnudag. Romney hlaut yfir áttatíu prósent atkvæða og alla tuttugu kjörmennina.

Fjöldamorðingja leitað í Frakklandi

Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum.

NASA birtir atlas næturhiminsins

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt samsetta mynd sem WISE gervihnötturinn tók á tíu mánaða tímabili. Myndin sýnir næturhimininn í allri sinni dýrð.

Fyrirsæta sökuð um að hafa stjórnað glæpahring

Simone Farrow, fyrrverandi baðfatamódel, var handsömuð í Ástralíu í gær. Hún flúði úr landi eftir að hún handtekin í Hollywood árið 2009. Saksóknari segir að hún sé heilinn á bak við alþjóðlegan glæpahring.

Sjá næstu 50 fréttir