Langvinnt umsátur um fjöldamorðingja - lögreglan leggur til atlögu 21. mars 2012 22:41 Lögreglumenn skiptust á skotum við fjöldamorðingjann þegar þeir réðust inn í íbúð hans, en svo tók við umsátur fram á kvöld. Fréttablaðið/AP Franska lögreglan hefur lagt til atlögu við heimili fjöldamorðingjans Mohamed Merah. Þrjár sprenginar heyrðust fyrir stundu að því er Reuters greinir frá. Franska lögreglan sat í allan dag um hús manns sem játað hefur að hafa skotið sjö manns til bana í Suður-Frakklandi á rúmri viku. Maðurinn hafði lofað að gefast upp og koma friðsamlega út úr íbúðinni fyrr í kvöld. Hundruðir lögreglumanna umkringdu fimm hæða íbúðarhús í borginni Toulouse eftir misheppnaða tilraun lögreglu til að brjóta sér leið inn í íbúð mannsins í síðastliðna nótt. Lögregla fékk upplýsingar um að 24 ára gamall maður sem býr á jarðhæð í húsinu, Mohamed Merah, hafi staðið að baki þremur skotárásum sem kostað hafa þrjú börn og kennara þeirra auk þriggja hermanna lífið. Til skotbardaga kom þegar lögreglumenn reyndu að brjóta sér leið inn í húsið klukkan þrjú um nóttina. Þrír lögreglumenn særðust í áhlaupinu, og var í kjölfarið ákveðið að hefja umsátur um húsið og koma öðrum íbúum á brott. Talið var að Merah væri vopnaður hríðskotariffli, sjálfvirkri handvélbyssu og nokkrum skammbyssum. Þá óttaðist lögregla að hann hafi komist yfir handsprengjur. Vélhjól sem Merah notaði við árásirnar fannst í bílskúr við húsið. Þá fundust fleiri vopn í bíl hans. „Við leggjum allt kapp á að handtaka hann og draga hann fyrir dóm fyrir ódæðið," sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands. Hann sagði algerlega ónauðsynlegt að taka Merah á lífi. Saksóknarinn Francois Molins sagði í dag að Merah væri öfgasinnaður múslimi sem héldi því fram að hann hafi fengið þjálfun í vopnaburði í Pakistan og Afganistan. Hann sagði að Merah hafi fúslega gengist við því í samtali við samningamenn lögreglunnar að hafa myrt fólkið. Hann sagði einnig að Merah héldi því fram að hann tilheyrði Al-Kaída hryðjuverkanetinu, og voðaverkin hafi verið framin til að hefna fyrir dráp á palestínskum börnum. Merah „sýndi enga iðrun, og virtist aðeins iðrast þess að hafa ekki haft ráðrúm til að myrða fleiri," sagði Molins. Bróðir Merah og móðir eru í haldi lögreglu, en ekki er gefið upp hvort talið sé að þau hafi vitað af árásunum. Molins sagði að Merah hafi verið að leggja á ráðin um frekari ódæði, og hafi meðal annars ákveðið að myrða hermann. Vélhjólið sem Merah notaði við skotárásirnar varð til þess að hann fannst. Hann stal vélhjólinu snemma í mars, en einn af bræðrum hans vakti grunsemdir þegar hann spurði vélhjólaverkstæði hvernig hægt væri að breyta GPS-tæki hjólsins. brjann@frettabladid.is Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Franska lögreglan hefur lagt til atlögu við heimili fjöldamorðingjans Mohamed Merah. Þrjár sprenginar heyrðust fyrir stundu að því er Reuters greinir frá. Franska lögreglan sat í allan dag um hús manns sem játað hefur að hafa skotið sjö manns til bana í Suður-Frakklandi á rúmri viku. Maðurinn hafði lofað að gefast upp og koma friðsamlega út úr íbúðinni fyrr í kvöld. Hundruðir lögreglumanna umkringdu fimm hæða íbúðarhús í borginni Toulouse eftir misheppnaða tilraun lögreglu til að brjóta sér leið inn í íbúð mannsins í síðastliðna nótt. Lögregla fékk upplýsingar um að 24 ára gamall maður sem býr á jarðhæð í húsinu, Mohamed Merah, hafi staðið að baki þremur skotárásum sem kostað hafa þrjú börn og kennara þeirra auk þriggja hermanna lífið. Til skotbardaga kom þegar lögreglumenn reyndu að brjóta sér leið inn í húsið klukkan þrjú um nóttina. Þrír lögreglumenn særðust í áhlaupinu, og var í kjölfarið ákveðið að hefja umsátur um húsið og koma öðrum íbúum á brott. Talið var að Merah væri vopnaður hríðskotariffli, sjálfvirkri handvélbyssu og nokkrum skammbyssum. Þá óttaðist lögregla að hann hafi komist yfir handsprengjur. Vélhjól sem Merah notaði við árásirnar fannst í bílskúr við húsið. Þá fundust fleiri vopn í bíl hans. „Við leggjum allt kapp á að handtaka hann og draga hann fyrir dóm fyrir ódæðið," sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands. Hann sagði algerlega ónauðsynlegt að taka Merah á lífi. Saksóknarinn Francois Molins sagði í dag að Merah væri öfgasinnaður múslimi sem héldi því fram að hann hafi fengið þjálfun í vopnaburði í Pakistan og Afganistan. Hann sagði að Merah hafi fúslega gengist við því í samtali við samningamenn lögreglunnar að hafa myrt fólkið. Hann sagði einnig að Merah héldi því fram að hann tilheyrði Al-Kaída hryðjuverkanetinu, og voðaverkin hafi verið framin til að hefna fyrir dráp á palestínskum börnum. Merah „sýndi enga iðrun, og virtist aðeins iðrast þess að hafa ekki haft ráðrúm til að myrða fleiri," sagði Molins. Bróðir Merah og móðir eru í haldi lögreglu, en ekki er gefið upp hvort talið sé að þau hafi vitað af árásunum. Molins sagði að Merah hafi verið að leggja á ráðin um frekari ódæði, og hafi meðal annars ákveðið að myrða hermann. Vélhjólið sem Merah notaði við skotárásirnar varð til þess að hann fannst. Hann stal vélhjólinu snemma í mars, en einn af bræðrum hans vakti grunsemdir þegar hann spurði vélhjólaverkstæði hvernig hægt væri að breyta GPS-tæki hjólsins. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira