Fleiri fréttir Sama byssan notuð í árásum á hermenn Talið er að byssan sem notuð var í skotárás í skóla fyrir gyðinga í frönsku borginni Toulouse í morgun hafi verið notuð í tveimur eldri árásum. Sama er að segja um vélhjólið sem árásarmaðurinn notaði en hjólinu og byssunni var stolið fyrir nokkru. Fjórir létust í árásinni í morgun og sautján ára piltur særðist alvarlega. 19.3.2012 16:54 Leita að sex ferðmönnum sem lentu í snjóflóði Björgunarmenn í Tromsø leita nú sex ferðamanna sem lentu í snjóflóði í Kaafjord í norðurhluta Noregs í dag. 19.3.2012 15:46 Fordæma aftökur í Hvíta Rússlandi Leiðtogar Evrópusambandsins hafa fordæmt ákvörðun stjórnvalda í Hvíta Rússlandi þess efnis að taka af lífi tvo menn sem sakfelldir voru fyrir mannskæðar sprengjuárásir í neðanjarðarlestarstöð í höfuðborginni Minsk í fyrra. 19.3.2012 13:46 Fjórir látnir eftir skotárás í Frakklandi Fjórir eru látnir eftir að maður hóf skotárás á gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í morgun. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands segir árásina vera þjóðarharmleik. 19.3.2012 12:18 Barist á götum Damaskus Harður bardagi geisar nú í höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Vitni segja að vélbyssugelt heyrist og sprengjur springi með reglulegu millibili í hverfi þar sem öryggissveitir Al-Assads forseta eru með höfuðstöðvar sínar. Ekkert hefur verið staðfest með mannfall en talsmaður mannréttindasamtaka sem starfa í landinu fullyrðir að átján stjórnarhermenn hafi særst. 19.3.2012 10:53 Grunaðir um morð á sextán sjúklingum Tveir karlkyns hjúkrunarfræðingar í Uruguay hafa verið ákærðir grunaðir um samtals sextán morð. Annar þeirra er sagður hafa myrt ellefu sjúklinga sína og hinn fimm. 19.3.2012 10:35 Þrír féllu í skotárás á skóla í Toulouse Þrír féllu, þar af tvö börn, þegar maður á skellinörðu hóf skothríð á gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í morgun. 19.3.2012 08:57 Áfram leitað að áhöfn Herkúlesvélarinnar Leit heldur áfram að þeim sem fórust þegar Herkúlesvél frá norska flughernum flaug á fjall í norður Svíþjóð fyrir helgina. 19.3.2012 07:06 Brasilía styður Argentínu í Falklandaseyjadeilunni Stjórnvöld í Brasilíu hafa lýst yfir stuðningi sínum við kröfur Argentínumanna um yfirráðin yfir Falklandseyjum. 19.3.2012 07:04 Konungur Tonga er látinn George Tupou fimmti, hinn litríki konungur Tonga í Kyrrahafinu er látinn, 63 ára að aldri. 19.3.2012 07:02 Bardagar í einu hverfa Damaskus Bardagar hafa geisað í gærkvöldi og nótt í hverfinu al-Mezze í Damaskus höfuðborgar Sýrlands milli uppreisnarmanna og her- og öryggissveita Al-Assad forseta landsins. 19.3.2012 06:58 Mitt Romney vann stórsigur í prófkjörinu á Puerto Rico Mitt Romney vann stórsigur í prófkjöri Repúblikanaflokksins á Puerto Rico í gærdag. 19.3.2012 06:35 Margir með afbrot að baki Margir þeirra sem keyptu efni til sprengjugerðar frá sömu efnaverksmiðjunni í Póllandi og Anders Behring Breivik hafa komið við sögu lögreglu, að því er greint er frá á vef Dagsavisen. 19.3.2012 05:00 Fæstu fæðingar frá árinu 1988 Færri börn fæddust í Danmörku í fyrra en nokkru sinni frá árinu 1988, tæplega 59 þúsund. Þetta kemur fram í nýjustu tölum hagstofunnar þar í landi, en þar segir einnig að fæðingartíðni, hlutfall fæðinga gegn fjölda kvenna, hafi verið 1,76 í fyrra sem er lækkun milli ára. 19.3.2012 04:00 Tveir menn teknir af lífi Tveir menn sem voru dæmdir fyrir að hafa staðið á bak við sprengjuárás á neðanjarðarlestarstöð í Hvíta-Rússlandi hafa verið teknir af lífi. 19.3.2012 03:30 Fjórar mannskæðar árásir í Sýrlandi Öflug bílsprengja sprakk skammt frá öryggisbyggingu sýrlensku ríkisstjórnarinnar í borginni Aleppo í gær. Yfirvöld í Sýrlandi segja að hryðjuverkamenn hafi staðið á bak við sprenginguna. Bættu þau við að einn lögreglumaður og einn almennur borgari hafi farist í sprengingunni og þrjátíu til viðbótar hafi særst. Þetta var önnur árásin í landinu á tveimur dögum. Á laugardag fórust 27 manns í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum í höfuðborginni Damaskus. 19.3.2012 03:00 Notuðu ekki sjálfstýringu Ástæðan fyrir því að Hercules-flutningavél norska hersins brotlenti í Svíþjóð með fimm manns um borð er líklega sú að flugmennirnir ákváðu að fljúga vélinni sjálfir í lágflugi í stað þess að nota sjálfstýringuna. Þetta sagði Trond Solna, sem hefur yfirumsjón með flutningavélum norska hersins, í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten. 19.3.2012 02:30 Nýr forseti Þýskalands valinn Joachim Gauck, fyrrverandi prestur, hefur verið kjörinn forseti Þýskalands. Hann var kjörinn af þinginu og fékk 991 atkvæði af 1232. Fréttastofa BBC segir að presturinn hafi engin tengsl við stjórnmálaöfl. Hann hafi aftur á móti unnið sér inn gott orðspor og sé óhræddur við að hreyfa við mikilvægum málefnum. Forveri Gaucks er Christian Wulff en hann sagði af sér í siðasta mánuði vegna fjármálahneykslis. 18.3.2012 15:55 Myndar Scotts beðið með eftirvæntingu Kvikmyndar Ridleys Scott, Prometheus, er beðið með eftirvæntingu, en ný stikla úr myndinni var frumsýnd í gær. Myndin var tekin upp að hluta hér á landi, meðal annars við Dettifoss, eins og fram hefur komið. 18.3.2012 14:14 Sífelldar sprengingar í Sýrlandi Bilsprengja sprakk í borginni Aleppo í norðurhluta Sýrlands í dag, samkvæmt frásögnum þarlendra miðla. Stjórnarandstæðingar í landinu segja að einhverjir hafi farist í sprengingunni og aðrir særst en engar tölur um fjölda hafa borist. Í gær fórust að minnsta kosti 27 manns þegar sprengja sprakk í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 18.3.2012 14:49 Þúsundir minnast Knúts Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að ísbjarnargryfjunni í dýragarðinum í Berlín í dag. Á morgun er liðið ár frá því að ísbjörninn Knútur, sem bjó í gryfjunni, drapst. Hann var fjögurra ára gamall. Margir þeirra sem lagt hafa leið sína að ísbjarnargryfjunni í dag hafa lagt þar blóm eða myndir. Nokkrir þeirra hafa fellt tár, eftir því sem þýska fréttastofan dpa greinir frá. Mamma Knúts afneitaði honum þegar hann kom í heiminn og hann var því alinn upp af dýrahirðum. Knútur öðlaðist heimsfrægð og 11 milljónir manna lögðu leið sína í dýragarðinn til að sjá hann. 18.3.2012 13:52 Fundu líkamsleifar á fjallinu Sænska lögreglan tilkynnti seinni partinn í dag að hún hefði fundið líkamsleifar í hlíðum Kebnekaise hæsta fjalli Svíþjóðar, þar sem norska Herkúles flugvélin fórst í fyrradag. Frá þessu er greint á vef norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2. 17.3.2012 19:36 Fangavörður Nasista látinn Fangavörðurinn John Demjanjuk er látinn 91 árs að aldri. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi í fyrra fyrir störf sín sem fangavörður í fangabúðum Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann var látinn laus eftir að hann áfrýjaði dómnum og var á elliheimili þegar hann lést. Demjanjuk var vörður við Sobibor fangabúðirnar í Póllandi árið 1943, en rösklega 28 þúsund manns voru líflátnir í fangabúðunum á meðan hann starfaði þar. Fangavörðurinn neitaði alltaf sök og sagðist sjálfur hafa verið fórnarlamb stríðsfanga. 17.3.2012 13:46 Assange stefnir á þing Julian Assange, stofnandi vefsíðunnar WikiLeaks, hyggst bjóða sig fram í þingkosningum í Ástralíu. Assange er ástralskur ríkisborgari. Hann er staddur í Bretlandi þessa dagana og bíður þess að dómstóll úrskurði um það hvort hann verði framseldur til Svíþjóðar vegna ásakana um að hann hafi framið kynferðisbrot. Assange neitar ásökununum og segir að þær séu pólitísks eðlis. WikiLeaks síðan hefur birt þúsundir leyniskýrslan um viðkvæm mál, sem tengjast meðal annars bandaríska hernum, á Internetinu. Assange telur að þrátt fyrir þær sakir sem bornar eru á hann geti hann boðið sig fram til þings. 17.3.2012 09:43 Hermaðurinn vildi ekki til Afganistan Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. 17.3.2012 07:00 Viðbrögð stjórnvalda vonbrigði Kofi Annan, sérstakur erindreki Arababandalagsins og Sameinuðu þjóðanna vegna Sýrlands, segir að ef ekki verði tekið á málum þar muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir öll ríkin í kring. Aðstæðurnar séu flóknari en í Líbíu. 17.3.2012 07:00 Sænskur glæpaforingi myrtur Jörgen Lindskog, foringi vélhjólasamtakanna Outlaws í bænum Ronneby í Suður-Svíþjóð, fannst látinn fyrr í vikunni. 17.3.2012 06:00 Bandaríski hermaðurinn nafngreindur - myrti sextán manns Bandaríski hermaðurinn sem myrti sextán Afgana síðastliðinn sunnudag hefur verið nafngreindur af fjölmiðlum vestanhafs. Hann heitir Robert Bales og var liðþjálfi í bandaríska hernum. 16.3.2012 23:46 Stökk úr 22 kílómetra hæð og stefnir enn hærra Austurríski fallhlífastökkvarinn Felix Baumgartner stökk úr 22 kílómetra hæð í dag. Stökkið var ætlað sem æfing fyrir næsta stökk hans. Hann vonast til að setja heimsmet í sumar þegar hann stekkur úr tæplega 40 kílómetra hæð. 16.3.2012 21:53 Fórnarlömb rútuslyssins komin heim Lík fórnarlamba rútuslyssins í Sviss voru flutt til Belgíu í dag. Alls létust 28 í slysinu, þar af 22 börn. 16.3.2012 20:45 Bin Laden vildi ráða Obama af dögum Osama bin Laden fyrirskipaði undirmönnum sínum að drepa Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og David Petraeus hershöfðingja, fyrrverandi leiðtoga herafla Bandaríkjanna í Afganistan. 16.3.2012 20:30 George Clooney handtekinn Stórleikarinn GeorgeClooney var handtekinn ásamt föður sínum fyrir utan sendiráð Súdans í Washington í Bandaríkjunum í dag. Honum, auk fjölmargra annarra mótmælenda, voru gefnar þrjár viðvaranir um að fara ekki inn fyrir lögregluborða fyrir framan sendiráðið. Clooney virti aðvaranirnar að vettugi og var því handtekinn fyrir borgaralega óhlýðni. 16.3.2012 15:35 Leikstjóri Kony 2012 handtekinn Jason Russell, leikstjóri heimildarmyndarinnar Kony 2012 og einn af stofnendum Invisible Children hjálparsamtakanna, var handtekinn í San Diego í gær. Samkvæmt lögregluyfirvöldum var Russell færður í varðhald vegna ölvunar, skemmdarverka og sjálfsfróunar á almannafæri. 16.3.2012 22:27 Allir með áfengismæli í bílnum Frönsk stjórnvöld hafa samþykkt lög þess efnis að öndunarmælir sem mælir áfengismagn í blóði ökumanna skuli vera í öllum vélknúnum ökutækjum, sem eru í umferð þar í landi frá og með 1. júlí næstkomandi. Bæði í bílum og bifhjólum. 16.3.2012 12:37 Offita barna tengist aðstæðum í móðurkviði Vísindamenn hafa fundið tengsl á milli aðstæðna fóstra í móðurkviði og offitu barna. Ástæðan fyrir breytingum á fósturvísum við fæðingu getur verið mataræði móðurinnar, mengun sem hún hefur andað að sér eða streita. Í rannsókn vísindamanna við háskólann í Newcastle voru þessar breytingar tengdar við aukna líkamsþyngd níu ára barna. 16.3.2012 12:30 Fundu mikið magn af vopnum og sprengiefni í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur fundið mikið magn af vopnum og sprengiefni í kjallaraíbúð á Austurbrú. 16.3.2012 10:33 Þúsundir flýja til Tyrklands Yfir þúsund flóttamenn hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi undanfarinn sólarhring. Verið er að setja upp nýjar flóttamannabúðir fyrir ört vaxandi fjölda Sýrlendinga við landamærin. 16.3.2012 08:30 Þjóðarsorg í Belgíu í dag Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu í dag vegna rútuslyssins í Sviss sem kostaði 22 börn og sex fullorðna lífið. 16.3.2012 07:52 Norður Kórea ætlar að skjóta gervihnetti á braut um jörðu Norður Kóreumenn hafa ákveðið að skjóta á loft geimflaug með gervihnetti um borð til að fagna 100 ára afmæli Kim Il-Sung fyrrum leiðtoga landsins í næsta mánuði. 16.3.2012 07:41 Fyrsta kjarnorkuknúna flugmóðurskipið rifið í brotajárn Fyrsta kjarnorkuknúna flugmóðurskipið sem smíðað var í heiminum, USS Enterprise, er nú í sínni síðustu sjóferð en síðan verður það rifið í brotjárn. 16.3.2012 07:29 Gengst við mistökum Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. 16.3.2012 07:00 Áfram leitað að norskri herflugvél með fimm manna áhöfn Leit er hafin að nýju að Herkúlesflugvél frá norska flughernum en vélin hvarf af radar í gærdag í norðurhluta Svíþjóðar og allt samband við hana datt út. 16.3.2012 06:56 Milljarða ára saga tunglsins á þremur mínútum Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þróun tunglsins síðustu 4.5 milljarða ára. Þrátt fyrir að yfirborð tunglsins sé okkur kunnugt og ferðalag þess fyrirsjáanlegt þá einkennist saga þess af ringulreiði. 15.3.2012 23:47 Konungsslanga í klósettskálinni New York-búinn Allen Shepard varð fyrir miður skemmtilegri lífsreynslu þegar 1.3 metra löng slanga skreið upp úr klósettinu hans. 15.3.2012 22:47 Klaufalegur fjölmiðlamaður varð eyrnalausri kanínu að aldurtila Eyrnalaus kanína sem var rísandi stjarna í Þýskalandi mætti endalokum sínum undir stígvéli myndatökumanns. 15.3.2012 22:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sama byssan notuð í árásum á hermenn Talið er að byssan sem notuð var í skotárás í skóla fyrir gyðinga í frönsku borginni Toulouse í morgun hafi verið notuð í tveimur eldri árásum. Sama er að segja um vélhjólið sem árásarmaðurinn notaði en hjólinu og byssunni var stolið fyrir nokkru. Fjórir létust í árásinni í morgun og sautján ára piltur særðist alvarlega. 19.3.2012 16:54
Leita að sex ferðmönnum sem lentu í snjóflóði Björgunarmenn í Tromsø leita nú sex ferðamanna sem lentu í snjóflóði í Kaafjord í norðurhluta Noregs í dag. 19.3.2012 15:46
Fordæma aftökur í Hvíta Rússlandi Leiðtogar Evrópusambandsins hafa fordæmt ákvörðun stjórnvalda í Hvíta Rússlandi þess efnis að taka af lífi tvo menn sem sakfelldir voru fyrir mannskæðar sprengjuárásir í neðanjarðarlestarstöð í höfuðborginni Minsk í fyrra. 19.3.2012 13:46
Fjórir látnir eftir skotárás í Frakklandi Fjórir eru látnir eftir að maður hóf skotárás á gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í morgun. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands segir árásina vera þjóðarharmleik. 19.3.2012 12:18
Barist á götum Damaskus Harður bardagi geisar nú í höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Vitni segja að vélbyssugelt heyrist og sprengjur springi með reglulegu millibili í hverfi þar sem öryggissveitir Al-Assads forseta eru með höfuðstöðvar sínar. Ekkert hefur verið staðfest með mannfall en talsmaður mannréttindasamtaka sem starfa í landinu fullyrðir að átján stjórnarhermenn hafi særst. 19.3.2012 10:53
Grunaðir um morð á sextán sjúklingum Tveir karlkyns hjúkrunarfræðingar í Uruguay hafa verið ákærðir grunaðir um samtals sextán morð. Annar þeirra er sagður hafa myrt ellefu sjúklinga sína og hinn fimm. 19.3.2012 10:35
Þrír féllu í skotárás á skóla í Toulouse Þrír féllu, þar af tvö börn, þegar maður á skellinörðu hóf skothríð á gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í morgun. 19.3.2012 08:57
Áfram leitað að áhöfn Herkúlesvélarinnar Leit heldur áfram að þeim sem fórust þegar Herkúlesvél frá norska flughernum flaug á fjall í norður Svíþjóð fyrir helgina. 19.3.2012 07:06
Brasilía styður Argentínu í Falklandaseyjadeilunni Stjórnvöld í Brasilíu hafa lýst yfir stuðningi sínum við kröfur Argentínumanna um yfirráðin yfir Falklandseyjum. 19.3.2012 07:04
Konungur Tonga er látinn George Tupou fimmti, hinn litríki konungur Tonga í Kyrrahafinu er látinn, 63 ára að aldri. 19.3.2012 07:02
Bardagar í einu hverfa Damaskus Bardagar hafa geisað í gærkvöldi og nótt í hverfinu al-Mezze í Damaskus höfuðborgar Sýrlands milli uppreisnarmanna og her- og öryggissveita Al-Assad forseta landsins. 19.3.2012 06:58
Mitt Romney vann stórsigur í prófkjörinu á Puerto Rico Mitt Romney vann stórsigur í prófkjöri Repúblikanaflokksins á Puerto Rico í gærdag. 19.3.2012 06:35
Margir með afbrot að baki Margir þeirra sem keyptu efni til sprengjugerðar frá sömu efnaverksmiðjunni í Póllandi og Anders Behring Breivik hafa komið við sögu lögreglu, að því er greint er frá á vef Dagsavisen. 19.3.2012 05:00
Fæstu fæðingar frá árinu 1988 Færri börn fæddust í Danmörku í fyrra en nokkru sinni frá árinu 1988, tæplega 59 þúsund. Þetta kemur fram í nýjustu tölum hagstofunnar þar í landi, en þar segir einnig að fæðingartíðni, hlutfall fæðinga gegn fjölda kvenna, hafi verið 1,76 í fyrra sem er lækkun milli ára. 19.3.2012 04:00
Tveir menn teknir af lífi Tveir menn sem voru dæmdir fyrir að hafa staðið á bak við sprengjuárás á neðanjarðarlestarstöð í Hvíta-Rússlandi hafa verið teknir af lífi. 19.3.2012 03:30
Fjórar mannskæðar árásir í Sýrlandi Öflug bílsprengja sprakk skammt frá öryggisbyggingu sýrlensku ríkisstjórnarinnar í borginni Aleppo í gær. Yfirvöld í Sýrlandi segja að hryðjuverkamenn hafi staðið á bak við sprenginguna. Bættu þau við að einn lögreglumaður og einn almennur borgari hafi farist í sprengingunni og þrjátíu til viðbótar hafi særst. Þetta var önnur árásin í landinu á tveimur dögum. Á laugardag fórust 27 manns í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum í höfuðborginni Damaskus. 19.3.2012 03:00
Notuðu ekki sjálfstýringu Ástæðan fyrir því að Hercules-flutningavél norska hersins brotlenti í Svíþjóð með fimm manns um borð er líklega sú að flugmennirnir ákváðu að fljúga vélinni sjálfir í lágflugi í stað þess að nota sjálfstýringuna. Þetta sagði Trond Solna, sem hefur yfirumsjón með flutningavélum norska hersins, í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten. 19.3.2012 02:30
Nýr forseti Þýskalands valinn Joachim Gauck, fyrrverandi prestur, hefur verið kjörinn forseti Þýskalands. Hann var kjörinn af þinginu og fékk 991 atkvæði af 1232. Fréttastofa BBC segir að presturinn hafi engin tengsl við stjórnmálaöfl. Hann hafi aftur á móti unnið sér inn gott orðspor og sé óhræddur við að hreyfa við mikilvægum málefnum. Forveri Gaucks er Christian Wulff en hann sagði af sér í siðasta mánuði vegna fjármálahneykslis. 18.3.2012 15:55
Myndar Scotts beðið með eftirvæntingu Kvikmyndar Ridleys Scott, Prometheus, er beðið með eftirvæntingu, en ný stikla úr myndinni var frumsýnd í gær. Myndin var tekin upp að hluta hér á landi, meðal annars við Dettifoss, eins og fram hefur komið. 18.3.2012 14:14
Sífelldar sprengingar í Sýrlandi Bilsprengja sprakk í borginni Aleppo í norðurhluta Sýrlands í dag, samkvæmt frásögnum þarlendra miðla. Stjórnarandstæðingar í landinu segja að einhverjir hafi farist í sprengingunni og aðrir særst en engar tölur um fjölda hafa borist. Í gær fórust að minnsta kosti 27 manns þegar sprengja sprakk í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 18.3.2012 14:49
Þúsundir minnast Knúts Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að ísbjarnargryfjunni í dýragarðinum í Berlín í dag. Á morgun er liðið ár frá því að ísbjörninn Knútur, sem bjó í gryfjunni, drapst. Hann var fjögurra ára gamall. Margir þeirra sem lagt hafa leið sína að ísbjarnargryfjunni í dag hafa lagt þar blóm eða myndir. Nokkrir þeirra hafa fellt tár, eftir því sem þýska fréttastofan dpa greinir frá. Mamma Knúts afneitaði honum þegar hann kom í heiminn og hann var því alinn upp af dýrahirðum. Knútur öðlaðist heimsfrægð og 11 milljónir manna lögðu leið sína í dýragarðinn til að sjá hann. 18.3.2012 13:52
Fundu líkamsleifar á fjallinu Sænska lögreglan tilkynnti seinni partinn í dag að hún hefði fundið líkamsleifar í hlíðum Kebnekaise hæsta fjalli Svíþjóðar, þar sem norska Herkúles flugvélin fórst í fyrradag. Frá þessu er greint á vef norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2. 17.3.2012 19:36
Fangavörður Nasista látinn Fangavörðurinn John Demjanjuk er látinn 91 árs að aldri. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi í fyrra fyrir störf sín sem fangavörður í fangabúðum Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann var látinn laus eftir að hann áfrýjaði dómnum og var á elliheimili þegar hann lést. Demjanjuk var vörður við Sobibor fangabúðirnar í Póllandi árið 1943, en rösklega 28 þúsund manns voru líflátnir í fangabúðunum á meðan hann starfaði þar. Fangavörðurinn neitaði alltaf sök og sagðist sjálfur hafa verið fórnarlamb stríðsfanga. 17.3.2012 13:46
Assange stefnir á þing Julian Assange, stofnandi vefsíðunnar WikiLeaks, hyggst bjóða sig fram í þingkosningum í Ástralíu. Assange er ástralskur ríkisborgari. Hann er staddur í Bretlandi þessa dagana og bíður þess að dómstóll úrskurði um það hvort hann verði framseldur til Svíþjóðar vegna ásakana um að hann hafi framið kynferðisbrot. Assange neitar ásökununum og segir að þær séu pólitísks eðlis. WikiLeaks síðan hefur birt þúsundir leyniskýrslan um viðkvæm mál, sem tengjast meðal annars bandaríska hernum, á Internetinu. Assange telur að þrátt fyrir þær sakir sem bornar eru á hann geti hann boðið sig fram til þings. 17.3.2012 09:43
Hermaðurinn vildi ekki til Afganistan Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. 17.3.2012 07:00
Viðbrögð stjórnvalda vonbrigði Kofi Annan, sérstakur erindreki Arababandalagsins og Sameinuðu þjóðanna vegna Sýrlands, segir að ef ekki verði tekið á málum þar muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir öll ríkin í kring. Aðstæðurnar séu flóknari en í Líbíu. 17.3.2012 07:00
Sænskur glæpaforingi myrtur Jörgen Lindskog, foringi vélhjólasamtakanna Outlaws í bænum Ronneby í Suður-Svíþjóð, fannst látinn fyrr í vikunni. 17.3.2012 06:00
Bandaríski hermaðurinn nafngreindur - myrti sextán manns Bandaríski hermaðurinn sem myrti sextán Afgana síðastliðinn sunnudag hefur verið nafngreindur af fjölmiðlum vestanhafs. Hann heitir Robert Bales og var liðþjálfi í bandaríska hernum. 16.3.2012 23:46
Stökk úr 22 kílómetra hæð og stefnir enn hærra Austurríski fallhlífastökkvarinn Felix Baumgartner stökk úr 22 kílómetra hæð í dag. Stökkið var ætlað sem æfing fyrir næsta stökk hans. Hann vonast til að setja heimsmet í sumar þegar hann stekkur úr tæplega 40 kílómetra hæð. 16.3.2012 21:53
Fórnarlömb rútuslyssins komin heim Lík fórnarlamba rútuslyssins í Sviss voru flutt til Belgíu í dag. Alls létust 28 í slysinu, þar af 22 börn. 16.3.2012 20:45
Bin Laden vildi ráða Obama af dögum Osama bin Laden fyrirskipaði undirmönnum sínum að drepa Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og David Petraeus hershöfðingja, fyrrverandi leiðtoga herafla Bandaríkjanna í Afganistan. 16.3.2012 20:30
George Clooney handtekinn Stórleikarinn GeorgeClooney var handtekinn ásamt föður sínum fyrir utan sendiráð Súdans í Washington í Bandaríkjunum í dag. Honum, auk fjölmargra annarra mótmælenda, voru gefnar þrjár viðvaranir um að fara ekki inn fyrir lögregluborða fyrir framan sendiráðið. Clooney virti aðvaranirnar að vettugi og var því handtekinn fyrir borgaralega óhlýðni. 16.3.2012 15:35
Leikstjóri Kony 2012 handtekinn Jason Russell, leikstjóri heimildarmyndarinnar Kony 2012 og einn af stofnendum Invisible Children hjálparsamtakanna, var handtekinn í San Diego í gær. Samkvæmt lögregluyfirvöldum var Russell færður í varðhald vegna ölvunar, skemmdarverka og sjálfsfróunar á almannafæri. 16.3.2012 22:27
Allir með áfengismæli í bílnum Frönsk stjórnvöld hafa samþykkt lög þess efnis að öndunarmælir sem mælir áfengismagn í blóði ökumanna skuli vera í öllum vélknúnum ökutækjum, sem eru í umferð þar í landi frá og með 1. júlí næstkomandi. Bæði í bílum og bifhjólum. 16.3.2012 12:37
Offita barna tengist aðstæðum í móðurkviði Vísindamenn hafa fundið tengsl á milli aðstæðna fóstra í móðurkviði og offitu barna. Ástæðan fyrir breytingum á fósturvísum við fæðingu getur verið mataræði móðurinnar, mengun sem hún hefur andað að sér eða streita. Í rannsókn vísindamanna við háskólann í Newcastle voru þessar breytingar tengdar við aukna líkamsþyngd níu ára barna. 16.3.2012 12:30
Fundu mikið magn af vopnum og sprengiefni í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur fundið mikið magn af vopnum og sprengiefni í kjallaraíbúð á Austurbrú. 16.3.2012 10:33
Þúsundir flýja til Tyrklands Yfir þúsund flóttamenn hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi undanfarinn sólarhring. Verið er að setja upp nýjar flóttamannabúðir fyrir ört vaxandi fjölda Sýrlendinga við landamærin. 16.3.2012 08:30
Þjóðarsorg í Belgíu í dag Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu í dag vegna rútuslyssins í Sviss sem kostaði 22 börn og sex fullorðna lífið. 16.3.2012 07:52
Norður Kórea ætlar að skjóta gervihnetti á braut um jörðu Norður Kóreumenn hafa ákveðið að skjóta á loft geimflaug með gervihnetti um borð til að fagna 100 ára afmæli Kim Il-Sung fyrrum leiðtoga landsins í næsta mánuði. 16.3.2012 07:41
Fyrsta kjarnorkuknúna flugmóðurskipið rifið í brotajárn Fyrsta kjarnorkuknúna flugmóðurskipið sem smíðað var í heiminum, USS Enterprise, er nú í sínni síðustu sjóferð en síðan verður það rifið í brotjárn. 16.3.2012 07:29
Gengst við mistökum Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. 16.3.2012 07:00
Áfram leitað að norskri herflugvél með fimm manna áhöfn Leit er hafin að nýju að Herkúlesflugvél frá norska flughernum en vélin hvarf af radar í gærdag í norðurhluta Svíþjóðar og allt samband við hana datt út. 16.3.2012 06:56
Milljarða ára saga tunglsins á þremur mínútum Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þróun tunglsins síðustu 4.5 milljarða ára. Þrátt fyrir að yfirborð tunglsins sé okkur kunnugt og ferðalag þess fyrirsjáanlegt þá einkennist saga þess af ringulreiði. 15.3.2012 23:47
Konungsslanga í klósettskálinni New York-búinn Allen Shepard varð fyrir miður skemmtilegri lífsreynslu þegar 1.3 metra löng slanga skreið upp úr klósettinu hans. 15.3.2012 22:47
Klaufalegur fjölmiðlamaður varð eyrnalausri kanínu að aldurtila Eyrnalaus kanína sem var rísandi stjarna í Þýskalandi mætti endalokum sínum undir stígvéli myndatökumanns. 15.3.2012 22:01