Erlent

Öryggisráðið samþykkir áætlun Kofi Annans

Hart var barist í Sýrlandi í dag.
Hart var barist í Sýrlandi í dag. mynd/AP
Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti áætlun Kofi Annans varðandi ástandið í Sýrlandi í dag.

Áætlunin var lögð fram af meðlimum ráðsins sem og fulltrúum Arabandalagsins.

Rússar og Kínverjar samþykktu áætlunina en löndin hafa áður beitt neitunarvaldi sínu þegar Öryggisráðið hefur fjallað um úrlausnir á ástandinu í Sýrlandi.

Kofi Annan kemur að málinu fyrir hönd Arababandalagsins. Síðustu vikur hefur hann rætt við leiðtoga andspyrnuhópa og stjórnvöld í Sýrlandi í þeirri von um að vopnahléi verði komið á.

En þrátt fyrir ákvarðanir diplómata var hart barist í Sýrlandi í dag. Þá hafa skriðdrekar sýrlenska hersins skotið á tvö hverfi í borginni Damaskus - ekki hafa þó borist fregnir af mannfalli.

Samkvæmt Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna hafa rúmlega 8.000 manns fallið í átökunum í landinu en þau hafa staðið yfir í rúmt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×