Fórnarlamba rútuslyssins í Sviss minnst 21. mars 2012 21:30 Frá minningarathöfninni í dag. mynd/AFP Minningarathöfn um þá sem létust í rútuslysinu í Sviss í síðustu viku var haldin í Belgíu í dag. Þúsundir syrgjenda söfnuðust saman fyrir fram 15 líkkistur og minntust ástvina sinna. Alls létust 28 í slysinu. Athöfnin í dag var sú fyrri af tveimur en seinni athöfnin verður haldin á morgun. Alls var 15 líkkistum komið fyrir í ráðstefnusalnum í Lommel í norðaustur Belgíu. Fjórtán kistur voru hvítar en í þeim voru skólabörn sem létust í slysinu. Í brúnni kistu voru líkamsleifar eins kennara barnanna. Fórnarlömb slyssin voru flest nemendur og kennarar úr tveimur belgískum grunnskólum. Þrjár stúlkur eru enn í Sviss en þær slösuðust alvarlega í slysinu. Orsök slyssins eru ekki enn ljós en atvikið átti sér stað í síðustu viku.Albert II, konungur Belgíu, vottaði fórnarlömbunum virðingu sína.mynd/AP„Er eitthvað sem er verra en þegar foreldrar glata því sem þau elska hvað heitast?" spurði Peter Vanvelthoven, borgarstjóri Lommel, við athöfnina. Foreldar, systkini, vinir og skólafélagar héldu ræður á athöfninni. Fjölskyldur festu rósir á risavaxið hjarta sem komið hafði verið fyrir í miðjum salnum. Athöfnin stóð yfir í þrjár klukkustundir. Að henni lokinni voru líkkisturnar fluttar út úr salnum. Á meðan söng kór lagið „With Or Without You" eftir U2. Hægt er að sjá ljósmyndir sem teknar voru á athöfninni í dag hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Rútuslys kostaði 22 börn lífið í Sviss Rútuslys í Sviss í gærkvöldi kostaði 28 manns lífið þar af 22 börn. Rútan, sem var full af belgískum farþegum á leið heim frá skíðafríi, keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í Valais kantónunni í suðurhluta Sviss með fyrrgreindum afleiðingum. 14. mars 2012 06:48 Fjölskyldur á slysstað Fjölskyldur tuttugu og tveggja barna sem fórust í rútuslysi í Sviss á þriðjudagskvöld fóru í morgun á slysstað í undigöngum hraðbrautar í Valais kantónunni þar sem rútan klessti á vegg á miklum hraða. 15. mars 2012 16:25 Rútan gjöreyðilagðist er hún skall á vegginn Alls fórust 28 manns, þar af 22 börn, þegar stórri farþegabifreið var ekið á vegg í umferðargöngum í svissnesku Ölpunum í fyrrakvöld. Farþegarnir voru á heimleið til Belgíu úr skíðaferðalagi. 15. mars 2012 08:00 Sendiherra Íslands í Belgíu: Hér er mikil sorg Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Belgíu, segir að þjóðarsorg ríki í landinu og að fjallað sé um lítið annað í fjölmiðlum en hörmulegt rútuslys í Sviss í gærkvöldi þar sem tuttugu og tvö belgísk börn fórust. Krakkarnir sem voru 12 ára gamlir voru á heimleið úr skíðafríi þegar rútan sem þau voru í keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í suðurhluta Sviss. Þórir segir að margir spyrji sig hvað hafi valdið því að rútan klessti á en nefnt hefur verið að rútan hafi verið á of miklum hraða. Lögreglan ætlar að halda blaðamannafund núna klukkan tvö á íslenskum tíma þar sem farið verður yfir rannsóknina. Fimmtíu og tveir voru í rútunni og fórust tuttugu og átta, þar af tuttugu og tvö börn, eins og áður segir, en þau koma öll frá tveimur litlum sveitarfélögum. Aðkoman á slysstað í gærkvöldi var hrikaleg og er rútan ónýt. "Konungur Albert annar er búinn að lýsa yfir mikilli sorg og forsætisráðherrann er á leið til Sviss núna síðdegis. Hér er mikil sorg, þetta er skelfilegt slys,“ segir Þórir en það ætlar hann að gera til að sýna fjölskyldum og vinum þeirra látnu stuðning. 14. mars 2012 13:38 Undirbúa flutning á líkum 22 barna heim til Belgíu Stjórnvöld í Belgíu eru nú að undirbúa flutning á líkum þeirra 22 barna og sex fullorðna sem fórust í rútuslysinu í Sviss í fyrrakvöld. 15. mars 2012 07:18 Fórnarlömb rútuslyssins komin heim Lík fórnarlamba rútuslyssins í Sviss voru flutt til Belgíu í dag. Alls létust 28 í slysinu, þar af 22 börn. 16. mars 2012 20:45 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Minningarathöfn um þá sem létust í rútuslysinu í Sviss í síðustu viku var haldin í Belgíu í dag. Þúsundir syrgjenda söfnuðust saman fyrir fram 15 líkkistur og minntust ástvina sinna. Alls létust 28 í slysinu. Athöfnin í dag var sú fyrri af tveimur en seinni athöfnin verður haldin á morgun. Alls var 15 líkkistum komið fyrir í ráðstefnusalnum í Lommel í norðaustur Belgíu. Fjórtán kistur voru hvítar en í þeim voru skólabörn sem létust í slysinu. Í brúnni kistu voru líkamsleifar eins kennara barnanna. Fórnarlömb slyssin voru flest nemendur og kennarar úr tveimur belgískum grunnskólum. Þrjár stúlkur eru enn í Sviss en þær slösuðust alvarlega í slysinu. Orsök slyssins eru ekki enn ljós en atvikið átti sér stað í síðustu viku.Albert II, konungur Belgíu, vottaði fórnarlömbunum virðingu sína.mynd/AP„Er eitthvað sem er verra en þegar foreldrar glata því sem þau elska hvað heitast?" spurði Peter Vanvelthoven, borgarstjóri Lommel, við athöfnina. Foreldar, systkini, vinir og skólafélagar héldu ræður á athöfninni. Fjölskyldur festu rósir á risavaxið hjarta sem komið hafði verið fyrir í miðjum salnum. Athöfnin stóð yfir í þrjár klukkustundir. Að henni lokinni voru líkkisturnar fluttar út úr salnum. Á meðan söng kór lagið „With Or Without You" eftir U2. Hægt er að sjá ljósmyndir sem teknar voru á athöfninni í dag hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Rútuslys kostaði 22 börn lífið í Sviss Rútuslys í Sviss í gærkvöldi kostaði 28 manns lífið þar af 22 börn. Rútan, sem var full af belgískum farþegum á leið heim frá skíðafríi, keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í Valais kantónunni í suðurhluta Sviss með fyrrgreindum afleiðingum. 14. mars 2012 06:48 Fjölskyldur á slysstað Fjölskyldur tuttugu og tveggja barna sem fórust í rútuslysi í Sviss á þriðjudagskvöld fóru í morgun á slysstað í undigöngum hraðbrautar í Valais kantónunni þar sem rútan klessti á vegg á miklum hraða. 15. mars 2012 16:25 Rútan gjöreyðilagðist er hún skall á vegginn Alls fórust 28 manns, þar af 22 börn, þegar stórri farþegabifreið var ekið á vegg í umferðargöngum í svissnesku Ölpunum í fyrrakvöld. Farþegarnir voru á heimleið til Belgíu úr skíðaferðalagi. 15. mars 2012 08:00 Sendiherra Íslands í Belgíu: Hér er mikil sorg Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Belgíu, segir að þjóðarsorg ríki í landinu og að fjallað sé um lítið annað í fjölmiðlum en hörmulegt rútuslys í Sviss í gærkvöldi þar sem tuttugu og tvö belgísk börn fórust. Krakkarnir sem voru 12 ára gamlir voru á heimleið úr skíðafríi þegar rútan sem þau voru í keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í suðurhluta Sviss. Þórir segir að margir spyrji sig hvað hafi valdið því að rútan klessti á en nefnt hefur verið að rútan hafi verið á of miklum hraða. Lögreglan ætlar að halda blaðamannafund núna klukkan tvö á íslenskum tíma þar sem farið verður yfir rannsóknina. Fimmtíu og tveir voru í rútunni og fórust tuttugu og átta, þar af tuttugu og tvö börn, eins og áður segir, en þau koma öll frá tveimur litlum sveitarfélögum. Aðkoman á slysstað í gærkvöldi var hrikaleg og er rútan ónýt. "Konungur Albert annar er búinn að lýsa yfir mikilli sorg og forsætisráðherrann er á leið til Sviss núna síðdegis. Hér er mikil sorg, þetta er skelfilegt slys,“ segir Þórir en það ætlar hann að gera til að sýna fjölskyldum og vinum þeirra látnu stuðning. 14. mars 2012 13:38 Undirbúa flutning á líkum 22 barna heim til Belgíu Stjórnvöld í Belgíu eru nú að undirbúa flutning á líkum þeirra 22 barna og sex fullorðna sem fórust í rútuslysinu í Sviss í fyrrakvöld. 15. mars 2012 07:18 Fórnarlömb rútuslyssins komin heim Lík fórnarlamba rútuslyssins í Sviss voru flutt til Belgíu í dag. Alls létust 28 í slysinu, þar af 22 börn. 16. mars 2012 20:45 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Rútuslys kostaði 22 börn lífið í Sviss Rútuslys í Sviss í gærkvöldi kostaði 28 manns lífið þar af 22 börn. Rútan, sem var full af belgískum farþegum á leið heim frá skíðafríi, keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í Valais kantónunni í suðurhluta Sviss með fyrrgreindum afleiðingum. 14. mars 2012 06:48
Fjölskyldur á slysstað Fjölskyldur tuttugu og tveggja barna sem fórust í rútuslysi í Sviss á þriðjudagskvöld fóru í morgun á slysstað í undigöngum hraðbrautar í Valais kantónunni þar sem rútan klessti á vegg á miklum hraða. 15. mars 2012 16:25
Rútan gjöreyðilagðist er hún skall á vegginn Alls fórust 28 manns, þar af 22 börn, þegar stórri farþegabifreið var ekið á vegg í umferðargöngum í svissnesku Ölpunum í fyrrakvöld. Farþegarnir voru á heimleið til Belgíu úr skíðaferðalagi. 15. mars 2012 08:00
Sendiherra Íslands í Belgíu: Hér er mikil sorg Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Belgíu, segir að þjóðarsorg ríki í landinu og að fjallað sé um lítið annað í fjölmiðlum en hörmulegt rútuslys í Sviss í gærkvöldi þar sem tuttugu og tvö belgísk börn fórust. Krakkarnir sem voru 12 ára gamlir voru á heimleið úr skíðafríi þegar rútan sem þau voru í keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í suðurhluta Sviss. Þórir segir að margir spyrji sig hvað hafi valdið því að rútan klessti á en nefnt hefur verið að rútan hafi verið á of miklum hraða. Lögreglan ætlar að halda blaðamannafund núna klukkan tvö á íslenskum tíma þar sem farið verður yfir rannsóknina. Fimmtíu og tveir voru í rútunni og fórust tuttugu og átta, þar af tuttugu og tvö börn, eins og áður segir, en þau koma öll frá tveimur litlum sveitarfélögum. Aðkoman á slysstað í gærkvöldi var hrikaleg og er rútan ónýt. "Konungur Albert annar er búinn að lýsa yfir mikilli sorg og forsætisráðherrann er á leið til Sviss núna síðdegis. Hér er mikil sorg, þetta er skelfilegt slys,“ segir Þórir en það ætlar hann að gera til að sýna fjölskyldum og vinum þeirra látnu stuðning. 14. mars 2012 13:38
Undirbúa flutning á líkum 22 barna heim til Belgíu Stjórnvöld í Belgíu eru nú að undirbúa flutning á líkum þeirra 22 barna og sex fullorðna sem fórust í rútuslysinu í Sviss í fyrrakvöld. 15. mars 2012 07:18
Fórnarlömb rútuslyssins komin heim Lík fórnarlamba rútuslyssins í Sviss voru flutt til Belgíu í dag. Alls létust 28 í slysinu, þar af 22 börn. 16. mars 2012 20:45