Fleiri fréttir Parmesan ostur valdur að útkalli lögreglu í danska þinghúsið Lögreglan í Kaupmannahöfn var kölluð út í skyndi í gærdag að Christiansborg, húsakynnum danska þingsins. Þar hafði dularfullt duft fundist á borði í bókasafni þingsins á þriðju hæð þess. 17.1.2012 07:00 Nýr danskur prins eða prinsessa á leiðinni Reiknað er með að Marie hin franskættaða prinsessa og eiginkona Jóakims Danaprins muni fæða nýjan danskan prins eða prinsessu fyrir næstu mánaðarmót. 17.1.2012 06:55 Gilani stefnt fyrir vanvirðingu Hæstiréttur í Pakistan hefur stefnt forsætisráðherra landsins, Yusuf Raza Gilani, fyrir vanvirðingu við réttinn. Hann hefur þráfaldlega neitað tilmælum réttarins um að taka upp á ný rannsókn á meintum auðgunarbrotum forseta landsins, Asif Ali Zardari. Gilani hefur verið boðaður fyrir dóminn á fimmtudag til að standa fyrir máli sínu. 17.1.2012 03:00 Wikipedia lokar tímabundið á miðvikudaginn Alfræðiritinu Wikipedia verður lokað tímabundið á miðvikudaginn. Þetta tilkynnti einn af stofnendum síðunnar, Jimmy Wales, á twitter-síðu sinni. 16.1.2012 22:21 Bað áhorfendur um að "googla" lítt þekktan Breta Leikarinn Peter Dinklage lauk þakkarræðu sinni á Golden Globe-hátíðinni í gær með því að biðja áhorfendur um að "googla" mann að nafni Martin Henderson. Fjöldi fólks gerði það og er Henderson nú eitt vinsælasta efnisorðið á samskiptasíðunni Twitter. 16.1.2012 21:52 Vonir um að fleiri finnist á lífi í Concordia fara dvínandi Lítil von er á að fleiri finnist á lífi í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia. Skipið strandaði við vesturströnd Ítalíu um helgina. Staðfest tala látinna komin upp í sex og er 16 enn saknað. 16.1.2012 20:01 James Bulger vill hitta Wahlberg Mark Wahlberg, sem slær um þessar mundir í gegn í myndinni Contraband, áformar að hitta glæpaforingjann James "Whitey" Bulger í fangelsi. 16.1.2012 09:47 Jon Huntsman hættir við framboð sitt Jon Huntsman fyrrum ríkisstjóri Utah er hættur við að sækjast eftir að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann mun í staðinn lýsa yfir stuðningi sínum við Mitt Romney. 16.1.2012 07:46 Póstmaður svaf úr sér vímuna í útibúi Danske Bank Allt tiltækt lið lögreglunnar í bænum Kerteminde og nágrenni á Fjóni í Danmörku var kallað út í gærmorgun eftir að öryggiskerfið í útibúi Danske Bank í bænum fór í gang. 16.1.2012 07:39 Enn eitt líkið fannst í Costa Concordia Enn eitt líkið fannst í skemmtiferðaskipunu Costa Concordia í morgun. Talsmaður eigenda skipsins hefur sakað skipstjóra þess um dómgreindarskort og að hann hafi gert alvarleg mistök í starfi sínu sem leiddi til þess að skipið strandaði og það lagðist á hliðina um helgina. 16.1.2012 07:28 Gífurlegt magn af timbri rak á land á Jótlandi Gífurlegt magn af timbri hefur rekið á land í norðvesturhluta Jótlands. Yfirvöld leita nú leiða til að fjarlægja það. 16.1.2012 07:20 Myndin The Artist var sigurvegarinn á Golden Globe hátíðinni Þögla svarthvíta myndin The Artist var sigurvegari á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Los Angels í gærkvöldi. 16.1.2012 06:54 Uppgötvuðu örlítið hryggdýr Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað nýja frosktegund í frumskógi á Papúa Nýju-Gíneu. Frosktegundin nefnist Paedophryne amauensis og er sú minnsta sem sést hefur. Raunar er þetta minnsta hryggdýr sem fundist hefur. 16.1.2012 04:30 Stúlka sætti pyntingum mánuðum saman Í kjölfar máls þar sem 15 ára stúlka sætti pyntingum mánuðum saman af hálfu eiginmanns síns og fjölskyldu hans hefur Hamid Karzai, forseti Afganistan, lofað aðgerðum gegn „aumingjahætti“ þeirra sem beita konur ofbeldi. 16.1.2012 03:30 Leið kúgunar er blindgata Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvetur Bashar al-Assad Sýrlandsforseta til að hætta að „drepa fólkið sitt“. Í ræðu á ráðstefnu um lýðræði í arabaríkjunum sem haldin var í Beirút í gær sagði hann: „Láttu af ofbeldi og hættu að drepa þína eigin þegna. Leið kúgunar er blindgata.“ 16.1.2012 01:30 Lítil von til þess að Guantanamo verði lokað í bráð Guantanamo-fangelsið alræmda varð tíu ára í vikunni. Ekki lítur út fyrir að því verði lokað á næstunni, þar sem enn er 171 fangi þar í haldi. Barack Obama Bandaríkjaforseti segist þó enn vilja loka fangelsinu. 15.1.2012 17:45 Fundu tvö lík til viðbótar Tveir til viðbótar hafa fundist látnir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia samkvæmt ítölskum og breskum fjölmiðlum. Því er tala látinna komin upp í fimm. Hinir látnu fundust skömmu eftir að tveimur farþegum og starfsmanni skipsins var bjargað. Hinir látnu eru eldri borgarar. 15.1.2012 15:47 Skipstjórinn með þeim fyrstu sem flúði frá borði Ekki er vitað um sex starfsmenn og ellefu farþega ítalska skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, sem strandaði við eyjuna Grigio aðfaranótt laugardags. Alls er því leitað að sautján manns í skemmtiferðaskipinu, en staðfest hefur verið að þrír hafi látist þegar skipið strandaði. 15.1.2012 14:35 Bandarískir myndlistarmenn fá inn á Louvre safnið Bandarísk myndlist hefur ekki átt mikið upp á pallborðið í Louvre safninu í París í Frakklandi undanfarin ár. Það varð þó breyting á því á laugardaginn þegar sýning með bandarískum landslagsmyndum frá átjándu og nítjándu öld opnaði. 15.1.2012 14:17 Fundu hjón á lífi í flaki skemmtiferðaskipsins Þrír eru látnir og að minnsta kosti 40 er saknað eftir að skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði á skeri skammt frá Toscanahéraði við vesturströnd Ítalíu í gær. 15.1.2012 10:08 Geimrusl fellur á sunnudaginn Nokkurri óvissu er háð hvar brak úr rússneska geimfarinu Phobos-Grunt fellur til jarðar eftir miðjan dag á sunnudag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að brak kunni að koma niður einhvers staðar á jarðarkringlunni 51,5 gráður til norðurs og suðurs frá miðbaug. 14.1.2012 05:00 Ungverjar breyti lögunum Stjórnvöld í Ungverjalandi eru reiðubúin að falla frá umdeildum breytingum á stjórnarskrá og löggjöf landsins, komi í ljós að þær brjóti í bága við Evrópurétt. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í fyrradag. 14.1.2012 04:00 Þokast í umbótaátt í Búrma Bandaríkjastjórn mun á næstunni skipa sendiherra í Búrma í fyrsta sinn frá árinu 1990. 14.1.2012 03:00 Fáðu myndir frá Mars í snjallsímann Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur þróað smáforrit sem birtir nýjustu ljósmyndir frá plánetunni Mars. Hægt er að nota forritið í Android snjallsímum sem og iPhone og iPad. 13.1.2012 20:28 The Pirate Bay hættir að deila Torrent-skrám Skráarsíðan vinsæla The Pirate Bay mun á næstu vikum hætta að deila svokölluðum straum-skrám. Vefsíðan mun þó halda áfram að deila efni en í breyttu formi. 13.1.2012 20:12 Tuttugu ára fangelsi fyrir að grafa unnustu sína lifandi Maður sem gróf unnustu sína lifandi í skóglendi í Englandi hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Bretlandi fyrir tilraun til morðs. Marcin Kaspzrak gaf kærustu sinni rafstuð með rafstuðtæki, vafði utan um hana límbandi og stakk henni í pappakassa. Kassann gróf hann síðan í skóglendi nálægt Huddersfield í maí síðastliðnum. 13.1.2012 14:50 Hætta á hryðjuverkaárás í Tælandi Bresk og bandarísk stjórnvöld vara þegna sína við mikilli hættu á hryðjuverkaárásum í Tælandi og hvetja fólk sem þangað þarf að fara til þess að fara afar varlega. Lögreglan í Tælandi handtók í dag mann frá Líbanon sem grunaður er um að tengjast Hezbollah samtökunum. 13.1.2012 14:28 Dómari vill nýtt sakhæfismat fyrir Breivik Dómstóll í Noregi hefur ákveðið að láta fara fram nýtt sakhæfismat á fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik. Samkvæmt mati sem áður hafði verið gert er hann ósakhæfur. Wenche Elizabeth Arntzen dómari segir að sökum þess hve matið hefur verið gagnrýnt mikið sé nauðsynlegt að láta meta hann að nýju. Hefði dómarinn stuðst við hið upphaflega mat þá hefði Breivik verið vistaður á réttargeðdeild en ekki í fangelsi eftir að dómur verður upp kveðinn. 13.1.2012 13:03 Stöðvaði fílharmóníusveit Stjórnandi Fílharmóníusveitar New York borgar í Bandaríkjunum stöðvaði flutning níundu sinfóníu Mahlers í Lincoln Center á þriðjudag eftir látlausa hringingu farsíma eins áheyrenda. 13.1.2012 11:00 Urban hættir að koma út Fríblaðið Urban sem kemur út í Danmörku hættir göngu sinni frá og með gærdeginum. Útgáfufélagið Berlingske Media reynir með þessu að auka sparnað, að því er greint er frá á viðskiptavef Berlingske, business.dk. 13.1.2012 08:30 Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn að drukkna í hlandi Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn er að drukkna í hlandi. Þetta vandamál kom upp þegar farið var að rukka fyrir afnotin af salernum stöðvarinnar. 13.1.2012 08:06 Verð á ópíum hækkaði um 133% í Afganistan Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að verð á ópíum frá Afganistan hækkaði um 133% í verði í fyrra miðað við árið á undan. 13.1.2012 07:54 Kennsl borin á tvo hermenn sem pissuðu á fallna Talibana Búið er að bera kennsl á tvo af þeim fjórum hermönnum sem sjást á myndbandi vera að pissa yfir fallna Talibana í Afganistan. 13.1.2012 07:50 Of hár blóðþrýstingur styttir ævina um 5 ár Umfangsmikil rannsókn í Noregi sýnir að ævi þeirra sem reykja meir en 15 sígarettur á dag styttist að meðaltali um 3,5 ár. Offita kostar fólk 1,4 ár af ævi sinni en ef viðkomandi er of horaður kostar það 1,7 ár af ævinni. Of hár blóðþrýstingur kostar fólk hinsvegar 5 ár af ævi sinni. 13.1.2012 07:40 Setti nýtt heimsmet í rúningi Írinn Ivan Scott sett nýtt heimsmet í rúningi í vikunni á Nýja Sjálandi. Scott náði að rýja 744 kindur á átta tímum og sló þar með fyrra heimsmet um tvær kindur. 13.1.2012 07:37 Kannabisreykingar ekki skaðlegar fyrir lungu fólks Ný bandarísk rannsókn sýnir að kannabisreykingar eru ekki skaðlegar fyrir lungu fólks öfugt við tóbaksreykingar. 13.1.2012 06:57 Niðurlægir son sinn í von um að hann snúi baki við glæpum Móðir unglings sem sakfelldur hefur verið fyrir fjölmörg lögbrot lét son sinn ganga um með skilti þar sem afbrot piltsins voru útlistuð. Hún sagði þetta vera nauðsynlegt enda hefðu dómstólar aðeins gefið honum skilorðsbundin dóm fyrir afbrotin. 12.1.2012 22:42 Phobos-Grunt fellur til jarðar á næstu dögum Vísindamenn segja að könnunarflaugin Phobos-Grunt muni hrapa til jarðar á næstu dögum. Ómögulegt er að áætla hvar flaugin muni lenda en líklegt þykir að hún muni hrapa yfir Indlandshafi. 12.1.2012 21:07 Hönnunarsamkeppni um Star Trek læknatól kynnt Bandarískt tæknifyrirtæki skorar á Star Trek aðdáendur að hanna byltingarkennt læknatól í anda þess sem Dr. McCoy notaði við sjúkdómsgreiningar sínar. Tíu milljónir dollarar eru í sigurverðlaun. 12.1.2012 19:50 Bjartsýni ríkir vegna barna á Haítí - Tvö ár frá jarðskjálftanum Tvö ár eru í dag liðin frá jarðskjálftann mikla á Haítí 12. janúar 2010 sem kostaði eyðileggingu af áður óþekktri stærðargráðu. UNICEF hefur staðið fyrir umfangsmiklu uppbyggingarstarfi í landinu. 12.1.2012 16:15 Köstuðu af sér vatni á látna Afgana Myndir og myndband sem sýnir bandaríska hermenn kasta af sér vatni á lík nokkurra manna í Afganistan hefur vakið mikla reiði um heim allan. Landgöngulið Bandaríkjahers segir að verið sé að rannsaka málið og uppruna myndbandsins sem virðist hafa verið sett á Netið í gær. 12.1.2012 10:22 Danir eru hæstánægðir með Margréti Þórhildi drottningu sína Ný könnun sýnir að Danir eru hæstánægðir með Margréti Þórhildi drottningu sína og telja að hún hafi staðið sig með afbrigðum vel sem æðsti þjóðhöfðingi landsins. 12.1.2012 07:42 Fundu minnsta frosk í heimi á Papúa Nýju Guineu Hópur bandarískra vísindamanna hefur fundið minnsta frosk heimsins á afskekktu svæði á Papúa Nýju Guineu. 12.1.2012 07:28 Hver einasta stjarna er með plánetu á braut um sig Með nýrri tækni hefur hópur alþjóðlegra stjarnvísindamanna komist að því að hver einasta stjarna í Vetrarbrautinni er með að minnsta kosti eina plánetu á braut um sig. 12.1.2012 07:23 Bandaríkin senda fleiri flugmóðurskip til Arabaflóans Bandaríkjastjórn hefur sent flugmóðurskipið USS Carl Vinson til Arabaflóans. Skipinu er ætlað að leysa af annað flugmóðurskip. USS John Stennis, sem þegar er á svæðinu. 12.1.2012 07:20 Sjá næstu 50 fréttir
Parmesan ostur valdur að útkalli lögreglu í danska þinghúsið Lögreglan í Kaupmannahöfn var kölluð út í skyndi í gærdag að Christiansborg, húsakynnum danska þingsins. Þar hafði dularfullt duft fundist á borði í bókasafni þingsins á þriðju hæð þess. 17.1.2012 07:00
Nýr danskur prins eða prinsessa á leiðinni Reiknað er með að Marie hin franskættaða prinsessa og eiginkona Jóakims Danaprins muni fæða nýjan danskan prins eða prinsessu fyrir næstu mánaðarmót. 17.1.2012 06:55
Gilani stefnt fyrir vanvirðingu Hæstiréttur í Pakistan hefur stefnt forsætisráðherra landsins, Yusuf Raza Gilani, fyrir vanvirðingu við réttinn. Hann hefur þráfaldlega neitað tilmælum réttarins um að taka upp á ný rannsókn á meintum auðgunarbrotum forseta landsins, Asif Ali Zardari. Gilani hefur verið boðaður fyrir dóminn á fimmtudag til að standa fyrir máli sínu. 17.1.2012 03:00
Wikipedia lokar tímabundið á miðvikudaginn Alfræðiritinu Wikipedia verður lokað tímabundið á miðvikudaginn. Þetta tilkynnti einn af stofnendum síðunnar, Jimmy Wales, á twitter-síðu sinni. 16.1.2012 22:21
Bað áhorfendur um að "googla" lítt þekktan Breta Leikarinn Peter Dinklage lauk þakkarræðu sinni á Golden Globe-hátíðinni í gær með því að biðja áhorfendur um að "googla" mann að nafni Martin Henderson. Fjöldi fólks gerði það og er Henderson nú eitt vinsælasta efnisorðið á samskiptasíðunni Twitter. 16.1.2012 21:52
Vonir um að fleiri finnist á lífi í Concordia fara dvínandi Lítil von er á að fleiri finnist á lífi í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia. Skipið strandaði við vesturströnd Ítalíu um helgina. Staðfest tala látinna komin upp í sex og er 16 enn saknað. 16.1.2012 20:01
James Bulger vill hitta Wahlberg Mark Wahlberg, sem slær um þessar mundir í gegn í myndinni Contraband, áformar að hitta glæpaforingjann James "Whitey" Bulger í fangelsi. 16.1.2012 09:47
Jon Huntsman hættir við framboð sitt Jon Huntsman fyrrum ríkisstjóri Utah er hættur við að sækjast eftir að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann mun í staðinn lýsa yfir stuðningi sínum við Mitt Romney. 16.1.2012 07:46
Póstmaður svaf úr sér vímuna í útibúi Danske Bank Allt tiltækt lið lögreglunnar í bænum Kerteminde og nágrenni á Fjóni í Danmörku var kallað út í gærmorgun eftir að öryggiskerfið í útibúi Danske Bank í bænum fór í gang. 16.1.2012 07:39
Enn eitt líkið fannst í Costa Concordia Enn eitt líkið fannst í skemmtiferðaskipunu Costa Concordia í morgun. Talsmaður eigenda skipsins hefur sakað skipstjóra þess um dómgreindarskort og að hann hafi gert alvarleg mistök í starfi sínu sem leiddi til þess að skipið strandaði og það lagðist á hliðina um helgina. 16.1.2012 07:28
Gífurlegt magn af timbri rak á land á Jótlandi Gífurlegt magn af timbri hefur rekið á land í norðvesturhluta Jótlands. Yfirvöld leita nú leiða til að fjarlægja það. 16.1.2012 07:20
Myndin The Artist var sigurvegarinn á Golden Globe hátíðinni Þögla svarthvíta myndin The Artist var sigurvegari á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Los Angels í gærkvöldi. 16.1.2012 06:54
Uppgötvuðu örlítið hryggdýr Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað nýja frosktegund í frumskógi á Papúa Nýju-Gíneu. Frosktegundin nefnist Paedophryne amauensis og er sú minnsta sem sést hefur. Raunar er þetta minnsta hryggdýr sem fundist hefur. 16.1.2012 04:30
Stúlka sætti pyntingum mánuðum saman Í kjölfar máls þar sem 15 ára stúlka sætti pyntingum mánuðum saman af hálfu eiginmanns síns og fjölskyldu hans hefur Hamid Karzai, forseti Afganistan, lofað aðgerðum gegn „aumingjahætti“ þeirra sem beita konur ofbeldi. 16.1.2012 03:30
Leið kúgunar er blindgata Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvetur Bashar al-Assad Sýrlandsforseta til að hætta að „drepa fólkið sitt“. Í ræðu á ráðstefnu um lýðræði í arabaríkjunum sem haldin var í Beirút í gær sagði hann: „Láttu af ofbeldi og hættu að drepa þína eigin þegna. Leið kúgunar er blindgata.“ 16.1.2012 01:30
Lítil von til þess að Guantanamo verði lokað í bráð Guantanamo-fangelsið alræmda varð tíu ára í vikunni. Ekki lítur út fyrir að því verði lokað á næstunni, þar sem enn er 171 fangi þar í haldi. Barack Obama Bandaríkjaforseti segist þó enn vilja loka fangelsinu. 15.1.2012 17:45
Fundu tvö lík til viðbótar Tveir til viðbótar hafa fundist látnir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia samkvæmt ítölskum og breskum fjölmiðlum. Því er tala látinna komin upp í fimm. Hinir látnu fundust skömmu eftir að tveimur farþegum og starfsmanni skipsins var bjargað. Hinir látnu eru eldri borgarar. 15.1.2012 15:47
Skipstjórinn með þeim fyrstu sem flúði frá borði Ekki er vitað um sex starfsmenn og ellefu farþega ítalska skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, sem strandaði við eyjuna Grigio aðfaranótt laugardags. Alls er því leitað að sautján manns í skemmtiferðaskipinu, en staðfest hefur verið að þrír hafi látist þegar skipið strandaði. 15.1.2012 14:35
Bandarískir myndlistarmenn fá inn á Louvre safnið Bandarísk myndlist hefur ekki átt mikið upp á pallborðið í Louvre safninu í París í Frakklandi undanfarin ár. Það varð þó breyting á því á laugardaginn þegar sýning með bandarískum landslagsmyndum frá átjándu og nítjándu öld opnaði. 15.1.2012 14:17
Fundu hjón á lífi í flaki skemmtiferðaskipsins Þrír eru látnir og að minnsta kosti 40 er saknað eftir að skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði á skeri skammt frá Toscanahéraði við vesturströnd Ítalíu í gær. 15.1.2012 10:08
Geimrusl fellur á sunnudaginn Nokkurri óvissu er háð hvar brak úr rússneska geimfarinu Phobos-Grunt fellur til jarðar eftir miðjan dag á sunnudag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að brak kunni að koma niður einhvers staðar á jarðarkringlunni 51,5 gráður til norðurs og suðurs frá miðbaug. 14.1.2012 05:00
Ungverjar breyti lögunum Stjórnvöld í Ungverjalandi eru reiðubúin að falla frá umdeildum breytingum á stjórnarskrá og löggjöf landsins, komi í ljós að þær brjóti í bága við Evrópurétt. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í fyrradag. 14.1.2012 04:00
Þokast í umbótaátt í Búrma Bandaríkjastjórn mun á næstunni skipa sendiherra í Búrma í fyrsta sinn frá árinu 1990. 14.1.2012 03:00
Fáðu myndir frá Mars í snjallsímann Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur þróað smáforrit sem birtir nýjustu ljósmyndir frá plánetunni Mars. Hægt er að nota forritið í Android snjallsímum sem og iPhone og iPad. 13.1.2012 20:28
The Pirate Bay hættir að deila Torrent-skrám Skráarsíðan vinsæla The Pirate Bay mun á næstu vikum hætta að deila svokölluðum straum-skrám. Vefsíðan mun þó halda áfram að deila efni en í breyttu formi. 13.1.2012 20:12
Tuttugu ára fangelsi fyrir að grafa unnustu sína lifandi Maður sem gróf unnustu sína lifandi í skóglendi í Englandi hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Bretlandi fyrir tilraun til morðs. Marcin Kaspzrak gaf kærustu sinni rafstuð með rafstuðtæki, vafði utan um hana límbandi og stakk henni í pappakassa. Kassann gróf hann síðan í skóglendi nálægt Huddersfield í maí síðastliðnum. 13.1.2012 14:50
Hætta á hryðjuverkaárás í Tælandi Bresk og bandarísk stjórnvöld vara þegna sína við mikilli hættu á hryðjuverkaárásum í Tælandi og hvetja fólk sem þangað þarf að fara til þess að fara afar varlega. Lögreglan í Tælandi handtók í dag mann frá Líbanon sem grunaður er um að tengjast Hezbollah samtökunum. 13.1.2012 14:28
Dómari vill nýtt sakhæfismat fyrir Breivik Dómstóll í Noregi hefur ákveðið að láta fara fram nýtt sakhæfismat á fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik. Samkvæmt mati sem áður hafði verið gert er hann ósakhæfur. Wenche Elizabeth Arntzen dómari segir að sökum þess hve matið hefur verið gagnrýnt mikið sé nauðsynlegt að láta meta hann að nýju. Hefði dómarinn stuðst við hið upphaflega mat þá hefði Breivik verið vistaður á réttargeðdeild en ekki í fangelsi eftir að dómur verður upp kveðinn. 13.1.2012 13:03
Stöðvaði fílharmóníusveit Stjórnandi Fílharmóníusveitar New York borgar í Bandaríkjunum stöðvaði flutning níundu sinfóníu Mahlers í Lincoln Center á þriðjudag eftir látlausa hringingu farsíma eins áheyrenda. 13.1.2012 11:00
Urban hættir að koma út Fríblaðið Urban sem kemur út í Danmörku hættir göngu sinni frá og með gærdeginum. Útgáfufélagið Berlingske Media reynir með þessu að auka sparnað, að því er greint er frá á viðskiptavef Berlingske, business.dk. 13.1.2012 08:30
Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn að drukkna í hlandi Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn er að drukkna í hlandi. Þetta vandamál kom upp þegar farið var að rukka fyrir afnotin af salernum stöðvarinnar. 13.1.2012 08:06
Verð á ópíum hækkaði um 133% í Afganistan Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að verð á ópíum frá Afganistan hækkaði um 133% í verði í fyrra miðað við árið á undan. 13.1.2012 07:54
Kennsl borin á tvo hermenn sem pissuðu á fallna Talibana Búið er að bera kennsl á tvo af þeim fjórum hermönnum sem sjást á myndbandi vera að pissa yfir fallna Talibana í Afganistan. 13.1.2012 07:50
Of hár blóðþrýstingur styttir ævina um 5 ár Umfangsmikil rannsókn í Noregi sýnir að ævi þeirra sem reykja meir en 15 sígarettur á dag styttist að meðaltali um 3,5 ár. Offita kostar fólk 1,4 ár af ævi sinni en ef viðkomandi er of horaður kostar það 1,7 ár af ævinni. Of hár blóðþrýstingur kostar fólk hinsvegar 5 ár af ævi sinni. 13.1.2012 07:40
Setti nýtt heimsmet í rúningi Írinn Ivan Scott sett nýtt heimsmet í rúningi í vikunni á Nýja Sjálandi. Scott náði að rýja 744 kindur á átta tímum og sló þar með fyrra heimsmet um tvær kindur. 13.1.2012 07:37
Kannabisreykingar ekki skaðlegar fyrir lungu fólks Ný bandarísk rannsókn sýnir að kannabisreykingar eru ekki skaðlegar fyrir lungu fólks öfugt við tóbaksreykingar. 13.1.2012 06:57
Niðurlægir son sinn í von um að hann snúi baki við glæpum Móðir unglings sem sakfelldur hefur verið fyrir fjölmörg lögbrot lét son sinn ganga um með skilti þar sem afbrot piltsins voru útlistuð. Hún sagði þetta vera nauðsynlegt enda hefðu dómstólar aðeins gefið honum skilorðsbundin dóm fyrir afbrotin. 12.1.2012 22:42
Phobos-Grunt fellur til jarðar á næstu dögum Vísindamenn segja að könnunarflaugin Phobos-Grunt muni hrapa til jarðar á næstu dögum. Ómögulegt er að áætla hvar flaugin muni lenda en líklegt þykir að hún muni hrapa yfir Indlandshafi. 12.1.2012 21:07
Hönnunarsamkeppni um Star Trek læknatól kynnt Bandarískt tæknifyrirtæki skorar á Star Trek aðdáendur að hanna byltingarkennt læknatól í anda þess sem Dr. McCoy notaði við sjúkdómsgreiningar sínar. Tíu milljónir dollarar eru í sigurverðlaun. 12.1.2012 19:50
Bjartsýni ríkir vegna barna á Haítí - Tvö ár frá jarðskjálftanum Tvö ár eru í dag liðin frá jarðskjálftann mikla á Haítí 12. janúar 2010 sem kostaði eyðileggingu af áður óþekktri stærðargráðu. UNICEF hefur staðið fyrir umfangsmiklu uppbyggingarstarfi í landinu. 12.1.2012 16:15
Köstuðu af sér vatni á látna Afgana Myndir og myndband sem sýnir bandaríska hermenn kasta af sér vatni á lík nokkurra manna í Afganistan hefur vakið mikla reiði um heim allan. Landgöngulið Bandaríkjahers segir að verið sé að rannsaka málið og uppruna myndbandsins sem virðist hafa verið sett á Netið í gær. 12.1.2012 10:22
Danir eru hæstánægðir með Margréti Þórhildi drottningu sína Ný könnun sýnir að Danir eru hæstánægðir með Margréti Þórhildi drottningu sína og telja að hún hafi staðið sig með afbrigðum vel sem æðsti þjóðhöfðingi landsins. 12.1.2012 07:42
Fundu minnsta frosk í heimi á Papúa Nýju Guineu Hópur bandarískra vísindamanna hefur fundið minnsta frosk heimsins á afskekktu svæði á Papúa Nýju Guineu. 12.1.2012 07:28
Hver einasta stjarna er með plánetu á braut um sig Með nýrri tækni hefur hópur alþjóðlegra stjarnvísindamanna komist að því að hver einasta stjarna í Vetrarbrautinni er með að minnsta kosti eina plánetu á braut um sig. 12.1.2012 07:23
Bandaríkin senda fleiri flugmóðurskip til Arabaflóans Bandaríkjastjórn hefur sent flugmóðurskipið USS Carl Vinson til Arabaflóans. Skipinu er ætlað að leysa af annað flugmóðurskip. USS John Stennis, sem þegar er á svæðinu. 12.1.2012 07:20