Erlent

Enn eitt líkið fannst í Costa Concordia

Enn eitt líkið fannst í skemmtiferðaskipunu Costa Concordia í morgun. Talsmaður eigenda skipsins hefur sakað skipstjóra þess um dómgreindarskort og að hann hafi gert alvarleg mistök í starfi sínu sem leiddi til þess að skipið strandaði og það lagðist á hliðina um helgina.

Búið er að handtaka skipstjórann, hinn 52 ára gamla Francesco Schettino, en hann á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Þá kemur fram í ítölskum fjölmiðlum að skipstjórinn hafi verið meðal þeirra fyrstu sem yfirgáfu skipið eftir strandið en slík er lögbrot og brot á siðareglum skipstjórnenda.

Fjórtán manns er enn saknað úr strandinu en lát sex manna hefur verið staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×