Erlent

Bandaríkin senda fleiri flugmóðurskip til Arabaflóans

Bandaríkjastjórn hefur sent flugmóðurskipið USS Carl Vinson til Arabaflóans. Skipinu er ætlað að leysa af annað flugmóðurskip. USS John Stennis, sem þegar er á svæðinu.

Þar að auki mun flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln vera á leiðinni til Arabaflóans þar sem það á að mynda flotadeild með Carl Vinson.

Talsmaður Pentagon segir að sigling Carl VInson hafi lengi verið í bígerð og ekki sé ætlunin að auka spennuna við Hormuz sund með þessum flotatilfærslum.

Um borð í USS Carl Vinson eru 80 orrustuþotur og fjöldi af herþyrlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×