Erlent

Of hár blóðþrýstingur styttir ævina um 5 ár

Umfangsmikil rannsókn í Noregi sýnir að ævi þeirra sem reykja meir en 15 sígarettur á dag styttist að meðaltali um 3,5 ár. Offita kostar fólk 1,4 ár af ævi sinni en ef viðkomandi er of horaður kostar það 1,7 ár af ævinni. Of hár blóðþrýstingur kostar fólk hinsvegar 5 ár af ævi sinni.

Rannsókn þessi náði til 15 þúsund Norðmanna en fylgst var með þeim og lífsháttum þeirra í 40 ár eða frá árinu 1967 og fram til 2005.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímariti norsku læknasamtakanna en rannsókn þessi var gerð á vegum vinnueftirlits Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×