Lítil von til þess að Guantanamo verði lokað í bráð 15. janúar 2012 17:45 Fyrstu fangarnir voru fluttir til Guantanamo-herstöðvarinnar á Kúbu 11. janúar 2002. Mynd/AFP Guantanamo-fangelsið alræmda við samnefndan flóa á Kúbu varð tíu ára gamalt á miðvikudaginn. Við þessi tímamót eru fá merki þess að því verði lokað í bráð, þrátt fyrir að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi lýst því yfir fyrir tveimur árum að því yrði lokað innan árs. Fyrstu fangarnir voru fluttir til Guantanamo-herstöðvarinnar á Kúbu 11. janúar 2002, sléttum fjórum mánuðum eftir árásirnar 11. september. Fangarnir voru settir í nokkurs konar búr utandyra og voru svo yfirheyrðir í trékofum. Guantanamo var og er herstöð og það hafði ekki gefist mikill tími í betri ráðstafanir. Fyrstu árin voru aðstæður mjög frumstæðar. Síðar voru aðstæður fanga bættar og nú hefur verið reist þar nokkuð nútímalegt og venjulegt fangelsi, þar sem fangar hafa flestir aðgang að sjónvarpi og tölvuleikjum. Fangelsisbyggingar eru á litlum hluta af þessari 115 ferkílómetra herstöð. Bandarísk stjórnvöld hafa hafnað flestum ásökunum um að aðbúnaður hafi verið óviðunandi og fangar beittir ofbeldi, þrátt fyrir að margt renni stoðum undir þær ásakanir. Fangarnir í GuantanamoSautján hermenn gæta hvers einasta fanga í fangelsinu.779 fangar hafa dvalist í fangelsinu á þessum tíu árum en flestir hafa verið fluttir í fangelsi í heimalöndum sínum eða sleppt úr haldi án ákæru. Aðeins sex hafa hingað til hlotið dóm. Þrátt fyrir að flestum föngum hafi verið sleppt í tíð George Bush er þar enn 171 fangi og engum hefur verið sleppt í rúmt ár. Fangarnir sem eftir eru í þessu alræmda fangelsi efndu til hungur- og setuverkfalls í tilefni dagsins á miðvikudag, að sögn lögmanns nokkurra þeirra. 36 fangar í Guantanamo eiga enn mögulega yfir höfði sér að verða ákærðir fyrir stríðsglæpi, en þeirra á meðal er meintur höfuðpaur árásanna 11. september 2001, Khalid Sheikh Mohammed. 46 fangar eru í haldi vegna þess að Bandaríkjamenn hafa metið þá hættulega, en ljóst er að aldrei verður hægt að ákæra þá vegna skorts á sönnunum. Þá segjast Bandaríkjamenn vilja sleppa 32 föngum, en hafa ekki gert það enn. Að lokum eru í Guantanamo 57 menn frá Jemen, sem verða aldrei ákærðir og á að sleppa, en vegna upplausnarástands í heimalandi þeirra hefur þeim ekki verið sleppt, að sögn bandarískra stjórnvalda. Sautján hermenn gæta hvers einasta fanga í fangelsinu og kostnaðurinn við fangelsið er gríðarlegur. Mannréttindi brotinAf þessum tæplega átta hundruð föngum sem verið hafa í Guantanamo hafa bandarísk stjórnvöld aðeins metið fjórtán þeirra sem sérstaklega mikilvæga menn sem nauðsynlegt sé að dæma fyrr eða síðar. Flestir voru hins vegar lágt settir, og bjuggu ekki yfir neinum hernaðarupplýsingum. Samkvæmt gögnum frá stjórnvöldum sjálfum hafa 92 prósent þeirra aldrei barist fyrir Al-Kaída. Leyniskjöl sem Wikileaks birti um fangelsið hafa sýnt fram á að hundruðum manna var haldið árum saman þar án dóms og laga. Margir höfðu aldrei komið nálægt hryðjuverkastarfsemi og tilviljun ein réði því að um 150 Afganar og Pakistanar voru fluttir í fangelsið. Þeir voru á öllum aldri og var haldið í Guantanamo í mörg ár. Meðal fanga voru til dæmis 89 ára gamall maður sem þjáðist af elliglöpum og fjórtán ára drengur. Í febrúar 2002 tilkynnti George Bush, þáverandi forseti, að fangarnir féllu ekki undir Genfarsamningana um mannúðlega meðferð fanga. Hann hélt því þó fram að fangarnir yrðu meðhöndlaðir „í samræmi við" samningana. Saga pyntinga og mjög harðra yfirheyrsluaðferða er þó löngu kunn. Meðal þeirra sem enn eru í haldi eru menn sem hafa verið pyntaðir svo mikið að aldrei verður hægt að rétta yfir þeim. Þá eru líka þar menn sem hafa gefið upplýsingar um starfsemi Al-Kaída eða talibana sem eiga á hættu að verða drepnir ef þeir snúa til síns heima. Svikið kosningaloforðEfnt var til mótmæla víða um heim á miðvikudaginn, þegar tíu ár voru liðin frá því að fyrstu tuttugu fangarnir komu í Guantanamo. Meðal annars var mótmælt fyrir utan Hvíta húsið í Washington, þar sem líkt var eftir aðstæðum alvörufanga.Mynd/APLokun búðanna í Guantanamo var eitt af kosningaloforðum Baracks Obama. Hann ætlaði að loka búðunum innan árs frá því að hann tæki við embætti, en enn er fangelsið opið. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir stjórn hans, en hann mætti mikilli mótstöðu í þinginu og þar var komið í veg fyrir að fangelsinu yrði lokað. Í kjölfarið ætlaði hann að sjá til þess að réttarhöld yfir föngunum yrðu haldin fyrir venjulegum dómstólum í Bandaríkjunum, en náði því ekki heldur fram. Í staðinn var sérdómstóll hersins á Kúbu endurreistur og réttað yfir föngum þar. Það veldur mikilli óánægju, sem og sú ákvörðun hans að skrifa undir umdeild lög þingsins sem fela meðal annars í sér rétt Bandaríkjanna til þess að halda föngum án ákæru í óákveðinn tíma. Það er því fátt sem bendir til þess að Obama takist að standa við þetta kosningaloforð sitt í bráð, þó að blaðafulltrúi Hvíta hússins hafi lýst því yfir fyrr í vikunni að enn standi til að gera það. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Guantanamo-fangelsið alræmda við samnefndan flóa á Kúbu varð tíu ára gamalt á miðvikudaginn. Við þessi tímamót eru fá merki þess að því verði lokað í bráð, þrátt fyrir að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi lýst því yfir fyrir tveimur árum að því yrði lokað innan árs. Fyrstu fangarnir voru fluttir til Guantanamo-herstöðvarinnar á Kúbu 11. janúar 2002, sléttum fjórum mánuðum eftir árásirnar 11. september. Fangarnir voru settir í nokkurs konar búr utandyra og voru svo yfirheyrðir í trékofum. Guantanamo var og er herstöð og það hafði ekki gefist mikill tími í betri ráðstafanir. Fyrstu árin voru aðstæður mjög frumstæðar. Síðar voru aðstæður fanga bættar og nú hefur verið reist þar nokkuð nútímalegt og venjulegt fangelsi, þar sem fangar hafa flestir aðgang að sjónvarpi og tölvuleikjum. Fangelsisbyggingar eru á litlum hluta af þessari 115 ferkílómetra herstöð. Bandarísk stjórnvöld hafa hafnað flestum ásökunum um að aðbúnaður hafi verið óviðunandi og fangar beittir ofbeldi, þrátt fyrir að margt renni stoðum undir þær ásakanir. Fangarnir í GuantanamoSautján hermenn gæta hvers einasta fanga í fangelsinu.779 fangar hafa dvalist í fangelsinu á þessum tíu árum en flestir hafa verið fluttir í fangelsi í heimalöndum sínum eða sleppt úr haldi án ákæru. Aðeins sex hafa hingað til hlotið dóm. Þrátt fyrir að flestum föngum hafi verið sleppt í tíð George Bush er þar enn 171 fangi og engum hefur verið sleppt í rúmt ár. Fangarnir sem eftir eru í þessu alræmda fangelsi efndu til hungur- og setuverkfalls í tilefni dagsins á miðvikudag, að sögn lögmanns nokkurra þeirra. 36 fangar í Guantanamo eiga enn mögulega yfir höfði sér að verða ákærðir fyrir stríðsglæpi, en þeirra á meðal er meintur höfuðpaur árásanna 11. september 2001, Khalid Sheikh Mohammed. 46 fangar eru í haldi vegna þess að Bandaríkjamenn hafa metið þá hættulega, en ljóst er að aldrei verður hægt að ákæra þá vegna skorts á sönnunum. Þá segjast Bandaríkjamenn vilja sleppa 32 föngum, en hafa ekki gert það enn. Að lokum eru í Guantanamo 57 menn frá Jemen, sem verða aldrei ákærðir og á að sleppa, en vegna upplausnarástands í heimalandi þeirra hefur þeim ekki verið sleppt, að sögn bandarískra stjórnvalda. Sautján hermenn gæta hvers einasta fanga í fangelsinu og kostnaðurinn við fangelsið er gríðarlegur. Mannréttindi brotinAf þessum tæplega átta hundruð föngum sem verið hafa í Guantanamo hafa bandarísk stjórnvöld aðeins metið fjórtán þeirra sem sérstaklega mikilvæga menn sem nauðsynlegt sé að dæma fyrr eða síðar. Flestir voru hins vegar lágt settir, og bjuggu ekki yfir neinum hernaðarupplýsingum. Samkvæmt gögnum frá stjórnvöldum sjálfum hafa 92 prósent þeirra aldrei barist fyrir Al-Kaída. Leyniskjöl sem Wikileaks birti um fangelsið hafa sýnt fram á að hundruðum manna var haldið árum saman þar án dóms og laga. Margir höfðu aldrei komið nálægt hryðjuverkastarfsemi og tilviljun ein réði því að um 150 Afganar og Pakistanar voru fluttir í fangelsið. Þeir voru á öllum aldri og var haldið í Guantanamo í mörg ár. Meðal fanga voru til dæmis 89 ára gamall maður sem þjáðist af elliglöpum og fjórtán ára drengur. Í febrúar 2002 tilkynnti George Bush, þáverandi forseti, að fangarnir féllu ekki undir Genfarsamningana um mannúðlega meðferð fanga. Hann hélt því þó fram að fangarnir yrðu meðhöndlaðir „í samræmi við" samningana. Saga pyntinga og mjög harðra yfirheyrsluaðferða er þó löngu kunn. Meðal þeirra sem enn eru í haldi eru menn sem hafa verið pyntaðir svo mikið að aldrei verður hægt að rétta yfir þeim. Þá eru líka þar menn sem hafa gefið upplýsingar um starfsemi Al-Kaída eða talibana sem eiga á hættu að verða drepnir ef þeir snúa til síns heima. Svikið kosningaloforðEfnt var til mótmæla víða um heim á miðvikudaginn, þegar tíu ár voru liðin frá því að fyrstu tuttugu fangarnir komu í Guantanamo. Meðal annars var mótmælt fyrir utan Hvíta húsið í Washington, þar sem líkt var eftir aðstæðum alvörufanga.Mynd/APLokun búðanna í Guantanamo var eitt af kosningaloforðum Baracks Obama. Hann ætlaði að loka búðunum innan árs frá því að hann tæki við embætti, en enn er fangelsið opið. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir stjórn hans, en hann mætti mikilli mótstöðu í þinginu og þar var komið í veg fyrir að fangelsinu yrði lokað. Í kjölfarið ætlaði hann að sjá til þess að réttarhöld yfir föngunum yrðu haldin fyrir venjulegum dómstólum í Bandaríkjunum, en náði því ekki heldur fram. Í staðinn var sérdómstóll hersins á Kúbu endurreistur og réttað yfir föngum þar. Það veldur mikilli óánægju, sem og sú ákvörðun hans að skrifa undir umdeild lög þingsins sem fela meðal annars í sér rétt Bandaríkjanna til þess að halda föngum án ákæru í óákveðinn tíma. Það er því fátt sem bendir til þess að Obama takist að standa við þetta kosningaloforð sitt í bráð, þó að blaðafulltrúi Hvíta hússins hafi lýst því yfir fyrr í vikunni að enn standi til að gera það.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira