Erlent

Urban hættir að koma út

Fríblaðið Urban hóf göngu sína í Danmörku árið 2001. Útgáfu þess hefur nú verið hætt.
Fríblaðið Urban hóf göngu sína í Danmörku árið 2001. Útgáfu þess hefur nú verið hætt.
Fríblaðið Urban sem kemur út í Danmörku hættir göngu sinni frá og með gærdeginum. Útgáfufélagið Berlingske Media reynir með þessu að auka sparnað, að því er greint er frá á viðskiptavef Berlingske, business.dk.

87 starfsmönnum Urban hefur verið sagt upp störfum. Haft er eftir Lisbeth Knudsen, framkvæmdastjóra Berlingske Media, að með vorinu standi til að opna nýja stafræna útgáfu Urban, væntanlega fyrir net, farsíma, spjald- og lestölvur.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×