Erlent

Geimrusl fellur á sunnudaginn

Rússneska geimferðastofnunin segir um 200 kíló af flauginni, í 20 til 30 brotum, skila sér aftur til jarðar.
Rússneska geimferðastofnunin segir um 200 kíló af flauginni, í 20 til 30 brotum, skila sér aftur til jarðar. Fréttablaðið/AP
Nokkurri óvissu er háð hvar brak úr rússneska geimfarinu Phobos-Grunt fellur til jarðar eftir miðjan dag á sunnudag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að brak kunni að koma niður einhvers staðar á jarðarkringlunni 51,5 gráður til norðurs og suðurs frá miðbaug.

Ísland er fyrir norðan þá línu, en innan hennar eru þó nokkrar stórborgir, þar á meðal Lundúnir og New York. Mestar líkur eru þó á að brakið lendi í sjó eða utan byggða.

Eldflauginni, sem flytja átti könnunarfar til Mars, var skotið á loft í nóvember en komst aldrei út fyrir sporbaug jarðar sökum vélarbilunar.

Um var að ræða mikið áfall fyrir rússnesku geimferðastofnunina á sínum tíma.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×