Erlent

Fundu tvö lík til viðbótar

Costa Concordia
Costa Concordia Mynd / Ap
Tveir til viðbótar hafa fundist látnir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia samkvæmt ítölskum og breskum fjölmiðlum. Því er tala látinna komin upp í fimm. Hinir látnu fundust skömmu eftir að tveimur farþegum og starfsmanni skipsins var bjargað. Hinir látnu eru eldri borgarar.

Skipstjórinn hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa yfirgefið sökkvandi skipið áður en farþegar komust frá borði. Sjálfur neitar hann sök, en vitni segjast hafa séð hann um borð í bát sem fór frá fyrst frá skipinu. Það varðar tólf ára fangelsi fyrir skipstjóra á Ítalíu að yfirgefa skip sitt áður en síðasti farþeginn yfirgefur skipið.


Tengdar fréttir

Minnsta kosti þrír látnir eftir að skemmtiferðaskip strandaði

Þrír eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að skemmtiferðaskip strandaði rétt fyrir utan Ítalíu í gærkvöldi. Þrjátíu metra löng rifa kom á skrokk skipsins með þeim afleiðingum að sjór fór að flæða inn í skipið. Ekki er ljóst hvað olli slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×