Fleiri fréttir

Crocs með milljarð dollara í árstekjur

Bandaríski skóframleiðandinn Crocs blæs á gagnrýni tískusérfræðinga en fyrirtækið tilkynnti fyrir stuttu að árstekjur þess hefðu í fyrsta skipti ná einum milljarði dollara.

Skelkaður hundur heimsótti kajakræðara

Kajakræðari sem var á veiðum við strendur Sarasoa í Flórída fékk óvæntan gest þegar hundurinn Barney kom svamlandi og fékk sér sæti á bátnum. Atvikið hefur vakið mikla athygli en nú er ljóst að aðdragandi þess var allt annar en skemmtilegur.

Lifandi gyðja kom fram á trúarhátíð í Nepal

Fimm ára gömul gyðja kom opinberlega fram á trúarhátíð í Nepal á mánudaginn. Hún er heilagt trúartákn í augum hindúa í Nepal og mun gegna hlutverki lifandi gyðju þangað til að hún hefur tíðir í fyrsta sinn.

Lest fyrir 6.100 milljarða króna

Breska ríkisstjórnin heimilaði í gær umdeilda ofurhraðlest milli Lundúna og Birmingham, tveggja stærstu borga landsins.

Brasilískar brúðir vilja vera nærbuxnalausar

Brasilískur borgarfulltrúi hefur samið reglugerð þar sem konum er bannað að vera nærbuxnalausar við altarið þegar þær gifta sig. Maðurinn segir að þessi tíska hafi byrjað fyrir nokkrum árum og æ fleiri konur taki upp á þessu enda trúi þær því að hjónabandið endist lengur fyrir vikið.

Um 58 prósent styðja ESB-aðild

Þrátt fyrir fjármálakreppu meðal ríkja Evrópusambandsins (ESB) segjast tæplega 58 prósent Króata styðja aðild landsins að sambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun samkvæmt frétt á fréttavefnum EUobserver.

Dönsk fegurðardrottning í mál vegna hálkuslyss

Fyrrum dönsk fegurðardrottning, Line Kruuse Nielsen, hefur höfðað mál gegn norska bænum Sandefjord vegna skaða sem hún hlaut þar í desember árið 2008 þegar hún féll á svelli við torg bæjarins er hún var á leið á líkamsræktarstöð.

Öruggur sigur Romney í New Hampshire

Mitt Romney vann öruggan sigur í prókjöri Repúblikanaflokksins í New Hamshire. Romeny er með tæp 40% atkvæða þegar talningu er nær lokið.

Gæti setið inni í allt að 30 ár

Fyrrverandi landgönguliði í Bandaríkjaher á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi fyrir smygl á skammbyssum til Bretlands. Maðurinn, sem heitir Steven Neal Greenoe, játaði brot sitt, en hann bíður dóms í Greenville í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Assad ætlar ekki að hætta

Sýrlandsforseti kveðst enn hafa stuðning þjóðar sinnar og ætlar ekki að láta af embætti.

Eldur gaus upp og fólk stóð í ljósum logum

Tuttugu og fimm létu lífið þegar sprengja sprakk á markaði í Pakistan, nærri landamærum Afganistan, í gær. Árásinni var beint að herliði sem berst við talibana í Pakistan. Að sögn yfirvalda er árásin sú mannskæðasta í nokkra mánuði.

Fæddist með líffæri sín utan kviðarholsins

Það varð fljótt ljóst að meðganga Kelly Davis yrði ekki hefðbundin. Læknar tilkynntu henni að ófæddur sonur hennir væri haldinn sjaldgæfum fæðingargalla sem leiddi til þess að líffæri hans mynduðust utan á líkama hans.

Ljón reyndi að gæða sér á þriggja ára stúlku

Þriggja ára stúlka gaf lítið fyrir skapsveiflur ljóns er þau horfðust í augu í dýragarði í Nýja-Sjálandi. Karldýrið reyndi á endanum að hrifsa stúlkuna til sín en til allrar hamingju var styrkt gler á milli þeirra.

Flóðbylgjuviðvörun aflétt í Indónesíu

Yfirvöld í Indónesíu hafa aflétt flóðbylgjuviðvörun en ekki er lengur talin hætta á að flóðbylgja muni skella á ströndum Súmötru eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir eyjuna seinnipartinn í dag.

Fljóðbylgjuviðvörun í Indónesíu

Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að öflugur jarðskjálfti átti sér stað við eyjuna Súmötru. Skjálftinn var 7.3 stig að stærð.

Fái ekki að kaupa áfengi

Meirihluti Dana vill hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, ef marka má nýja skoðanakönnun. Unglingar mega nú kaupa áfengi í verslunum frá sextán ára aldri.

Aukinn hagvöxtur í forgangi í Evrópu

Aukinn hagvöxtur á evrusvæðinu er algjört forgangsmál til að komast út úr kreppunni. Þetta sögðu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, á blaðamannafundi í Berlín í gær.

Allsherjarverkfall lamar Nígeríu

Allsherjarverkfall hófst í Nígeríu í gær til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnvalda að hætta að niðurgreiða bensín.

Selur son sinn á Facebook

Faðir í Sádí-Arabíu hefur ákveðið að selja son sinn á samskiptasíðunni Facebook. Maðurinn fer fram á 20 milljónir dollara fyrir piltinn.

Zopittybop-Bop-Bop handtekinn í Wisconsin

Hinn þrítugi Beezow Doo-Doo Zopittybop-Bop-Bop var handtekinn í Wisconsin í Bandaríkjunum um helgina. Hann var færður í varðhald eftir að hafa brotið á skilorði.

Fjöldi fólks vill hitta Breivik

Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Noregi, fær á morgun leyfi til þess að fá gesti í gæsluvarðhaldfangelsið í fyrsta sinn síðan hann var handtekinn. Ástæðan er sú að saksóknarar í málinu fóru ekki fram á áframhaldandi einangrun. Með því mun Breivik í fyrsta sinn geta veitt fjölmiðlum viðtöl frá því að hann myrti 77 manns seinni partinn í júlí í fyrra.

Forseti Gíneu-Bissá látinn

Malam Bacai Sanha, forseti Gíneu-Bissá, lést á Val de Grace hersjúkrahúsinu í París í dag sextíu og fjögurra ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá banameini hans en forsetinn var lagður inn á sjúkrahúsið í nóvember síðastliðnum og lá meðvitundarlaus í nokkra daga áður en hann lést. Sanha hefur verið heilsuveill síðustu ár en hann tók við forsetisembættinu árið 2009, þegar forveri hans Joao Bernardo Vieira var ráðinn af dögum.

Smygluðu sprengju inn á Ólympiusvæðið

Breskum lögreglumönnum tókst að smygla gervisprengju inn í Ólympíugarðinn í Lundúnum í dag. Sprengjunni var smyglað til þess að kanna öryggisgæslu á staðnum, en í dag eru 200 dagar þangað til Ólympíuleikarnir verða settir.

Bandaríkjamaður dæmdur til dauða í Íran

Bandarískur maður af írönsku bergi brotinn hefur verið dæmdur til dauða fyrir njósnir af dómstól í Teheran, höfuðborg Írans. Hinn 28 ára gamli Amir Mirzai Hekmati er sagður vera njósnari á vegum CIA og var hann handtekinn í desember.

Veiddu heimsins stærsta skötusel

Tveir norskir trillukarlar duttu í lukkupottinn síðdegis í gær þega þeir veiddu stærsta skötusel sem vitað er til að veiðst hafi í heiminum.

Sjá næstu 50 fréttir