Erlent

Bandarískir myndlistarmenn fá inn á Louvre safnið

Louvre-safnið.
Louvre-safnið.
Bandarísk myndlist hefur ekki átt mikið upp á pallborðið í Louvre safninu í París í Frakklandi undanfarin ár. Það varð þó breyting á því á laugardaginn þegar sýning með bandarískum landslagsmyndum frá átjándu og nítjándu öld opnaði.

Þá eru í hávegum hafðir myndlistarmennirnir Thomas Cole og Asher Durand en báðir voru uppi um miðja nítjándu öld. Auk verka þessara manna má finna fleiri verk sem talin eru að hafi haft áhrif á listsköpun málaranna. Að sýningunni standa þrjár bandarískar listastofnanir auk Louvre safnsins. Sýningin stendur yfir til 16. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×