Fleiri fréttir Hermenn Gaddafi sækja í áttina að Benghazi Hermenn hliðhollir Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu sækja nú hægt og sígandi í átt að borginni Benghazi sem er sú stærsta í landinu sem enn er á valdi uppreisnarmanna. 15.3.2011 07:13 Arabaríki senda herlið til Bahrein Ríki við Arabaflóann hafa sent herlið til Bahrain og kom það til landsins í morgun. Hermennirnir eru meðal annars frá Saudi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 15.3.2011 07:11 Handtökuskipun á leikarann Michael Madsen Búið er að gefa út handtökuskipun á hinn danskættaða Hollywoodleikara Michael Madsen. Ástæðan er að Madsen skuldar um 60 milljónir króna í barnsmeðlög. 15.3.2011 07:00 Geislavirkt efni lekur úr Fukushima Geislavirkt efni lekur nú úr kjarnorkuverinu Fukushima eftir að þriðja sprengingin varð í verinu í nótt. Mælist geislavirknin í grennd við kjarnorkuverið langt yfir hættumörkum. 15.3.2011 06:56 Larry King aftur á leið á skjáinn Hin háaldraða sjónvarpsstjarna Larry King er aftur á leið á skjáinn. King hefur samið um að koma reglulega fram í hinum þekkta grínþætti The Daily Show. 15.3.2011 06:51 Efasemdir um kjarnorku fá byr undir báða vængi á ný Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. 15.3.2011 05:45 Milljarðatugir í skaðabætur Sjö ár voru liðin á föstudaginn frá hryðjuverkaárásunum á fjórar lestar í Madríd, þar sem 191 lét lítið og tæplega tvö þúsund særðust. 15.3.2011 01:00 Ræða flugbann yfir Líbíu í dag Málefni Líbíu og mögulegt flugbann yfir landinu er aðalumræðuefni utanríkisráðherra G8 ríkjanna, sem funda nú í París. Bretar og Frakkar hafa hvatt til þess að bannið verði sett á sem fyrst og Arababandalagið hefur lýst yfir stuðningi við það. Uppreisnarmenn hafa kallað eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins. 15.3.2011 00:30 Mannskæð sjálfsmorðsárás í Afganistan Að minnsta kosti 36 létust í sjálfsmorðsárás í norðurhluta Afganistans í dag. Árásin var gerð á skráningarstöð Afganska hersins í borginni Kunduz. Á föstudaginn var dó lögreglustjóri borgarinnar í annarri sjálfsmorðsárás. 14.3.2011 14:02 Talið nærri öruggt að tíu þúsund hafi farist Tala látinna fer hækkandi í Japan eftir flóðbylgjuna sem skall á norðausturströndinni á föstudag. Nú er staðfest að rúmlega 1800 séu látnir og tvöþúsund er formlega saknað. Lögregluyfirvöld segja hinsvegar nærri öruggt að rúmlega tíu þúsund manns hafi farist í hamförunum. 14.3.2011 13:21 Hermenn frá Sádí Arabíu komnir inn í Bahrain Hermenn frá Sádí Arabíu og öðrum nágrannaríkjum fóru í dag inn í Bahrain, þar sem hörð mótmæli hafa verið síðustu daga. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að hermennirnir hafi komið fyrir beiðni yfirvalda í landinu en stjórnarandstaðan segir að vera þeirra jafngildi hernámi. Tugir slösuðust í mótmælum í gær þegar mótmælendur tókust á við lögregluna í Bahrain. Í síðasta mánuði létust sjö í bardögum við lögregluna. 14.3.2011 13:04 Geislavarnir ríkisins: Ástandið alvarlegt í Fukushima Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima, er enn alvarlegt, það hefur ekki tekist að koma á fullri kælingu og láta vatn þekja eldsneytisstangirnar. Þetta kemur fram í mati Geislavarna ríkisins. 14.3.2011 09:38 Kælikerfi í Fukushima kjarnorkuverinu hætt að virka Fregnir berast nú af því að kælikerfi í enn einum kjarnakljúfinum í Fukushima kjarnorkuverinu sé hætt að virka og virka kælikerfin því ekki sem skyldi á öllum kljúfunum þremur í verinu. 14.3.2011 08:44 MeirihlutI einstæðra kvenna í Danmörku nýtir sér sæðisgjafa Samkvæmt nýrri könnun í Danmörku hafa tvær af hverjum þremur óléttum einstæðum konum nýtt sér sæðisgjafa til þungunnar. Á síðasta ári fæddust þannig fjögur hundruð börn í Danmörku án skráðs föður. 14.3.2011 07:25 Ungur maður skotinn til bana á Nörrebro Nítján ára gamall unglingur lést í morgun af skotsárum sem hann varð fyrir við Blågårdsgade á Nörrebro í Kaupmannahöfn seint í gærkvöld. 14.3.2011 07:23 Her Gaddafi nær bænum Brega Her Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu heldur áfram að vinna borgir og bæi af uppreisnarmönnum í landinu. Í gærkvöldi náðu þeir bænum Brega á sitt vald en hann er í austurhluta landsins. 14.3.2011 07:21 Telja sig hafa fundið borgina Atlantis á Spáni Vísindamenn telja sig enn og aftur hafa fundið hin goðsagnakenndu borg Atlantis. Að þessu sinni nokkuð langt inn í landi á Spáni. 14.3.2011 07:13 Önnur sprenging í Fukushima kjarnorkuverinu Önnur sprenging varð í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan í morgun. Talsmaður stjórnvalda segir að sjálfur kjarnakljúfurinn sé óskemmdur en að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af ástandinu. 14.3.2011 06:56 Páfinn bað fyrir fórnarlömbum Benedikt páfi sextándi bað fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans og fljóðbylgjunnar í Japan í sunnudagsblessun sinni í gær. Hann lýsti yfir ánægju sinni með reisn og hugrekki heimamanna í viðbrögðum þeirra við óförunum. Benedikt hvatti einnig hjálparstarfsmenn, sem eru að störfum í Japan, til dáða og sagði að Guð væri með þeim. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist í Japan síðan jarðskjálfti af stærðinni 8,9 á Richter reið yfir landið í síðustu viku. -fb 14.3.2011 06:00 Uppreisnarmenn hraktir burt Leiðtogar Arababandalagsins hvöttu Múammar Gaddafí, einræðisherra Líbíu, til að stíga af valdastóli um helgina. Þeir lýstu yfir stuðningi við alþjóðlegt flugbann um lofthelgi Líbíu. 14.3.2011 05:00 Óttast öfluga eftirskjálfta Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter. 14.3.2011 01:00 Hvetur Íslendinga að fylgjast vel með fréttum Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókíó fylgjast náið með þróun mála í Japan og hafa samráð við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins þar. 13.3.2011 19:50 Ótrúlegar myndir úr geimnum sem sýna eyðilegginguna í Japan Á vefsíðu New York Times sést greinilega hversu gríðarleg eyðleggingin er eftir að jarðskjálfti reið yfir norðurhluta landsins á föstudag. Staðfest er að yfir 1700 manns séu látnir og hundruð eru slasaðir. 13.3.2011 16:32 Björguðu manni sem flaut á húsþakinu Björgunarsveitarmenn björguðu sextíu ára gömlum manni í nótt sem flaut á húsþakinu af húsi sínu um fimmtán kílómetrum frá bænum Fukushima. 13.3.2011 15:17 Stjörnurnar mótmæla niðurskurði Breskar stjörnur á borð við Helen Mirren, Kenneth Branagh, David Tennant og Victoria Wood og fleiri vara við niðurskurði á opinberum fjárframlögum til lista í heimalandi sínu. 13.3.2011 14:45 Átján ára piltur skotinn til bana Átján ára gamall piltur var skotinn til bana fyrir utan skemmtistað í New Orleans í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fjórir aðrir unglingar eru særðir eftir að maður gekk inn á skemmtistaðinn og hóf skothríð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er skotmaðurinn ófundinn og hefur verið lýst eftir vitnum af atvikinu, en eftir að hann var búinn að skjóta unglinganna flúði hann. 13.3.2011 14:14 Mestu erfiðleikar síðan í seinni heimsstyjöld Japanir ganga nú í gegnum mestu erfiðleika sem þeir hafa upplifað síðan í seinni heimsstyrjöldinni vegna afleiðinga skjálftans, flóðbylgju og mikillar hættu á kjarnorkuvá. Þetta segir Naoto Kan, forsætisráðherra landsins. 13.3.2011 14:14 Píndi fórnarlömbin með söxuðum lauk Fórnarlömb bandarísks ræningjagengis felldu tár þegar það píndi þau til að afhenda sér verðmæti, enda beittu þeir söxuðum lauk við verkið. 13.3.2011 12:15 Erlendar björgunarsveitir streyma til Japans Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. 13.3.2011 12:13 Skotið á mótmælendur í Jemen - einn látinn Öryggissveitir stjórnarinnar í Jemen skutu á mótmælendur fyrir utan háskólann í höfuðborginni Sanaa í morgun. Að minnsta kosti einn er látinn og 19 eru særðir að sögn Reuters. Fjölmargir mótmælendur hafa haldið til á háskólalóðinni undanfarna daga en þeir vilja að Ali Abdullah Saleh forseti landsins segi af sér. 13.3.2011 11:18 Alec Baldwin biður Charlie Sheen um að fara í sturtu „Leggðu þig, farðu í sturtu og grátbiddu um starfið. Aðdáendur þínir krefjast þess,“ segir leikarinn Alec Baldwin, úr sjónvarpsþættinum 30 Rock, um Charlie Sheen sem fyrr í mánuðinum var rekinn var úr sjónvarpsþáttaröðinni Two And A Half Men. 13.3.2011 10:58 Beckham hjónin flytja til Bretlands Heimildir herma að David og Victoria Beckham hafi fengið nóg í bili af lífinu í Los Angeles og vilji komast til Bretlands á nýjan leik. Hjónin fluttu ásamt börnunum sínum til borgarinnar eftir að David gerði samning við knattspyrnuliðið Los Angeles Galaxy fyrir nokkrum árum. 13.3.2011 10:39 Arabababandalagið biðlar til SÞ um flugbann Arabababandalagið hefur nú biðlað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á flugbanni yfir Libýu til að koma í veg fyrir frekari loftárásir á saklausa borgara í landinu. Fulltrúar allra aðildarríkja bandalagsins samþykktu flugbannsbeiðnina á fundi í gær, en höfnuðu hernaðarinngripum erlendra ríkja að öðru leyti. 13.3.2011 09:59 Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. 13.3.2011 09:54 Ástandið alvarlegt á meðan kælibúnaður er í ólagi Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. 12.3.2011 13:21 Ótrúlegar loftmyndir frá Japan Ótrúlegar myndir berast frá Japan eftir að jarðskjálfti upp á 8,9 stig reið þar yfir í gærmorgun. Talið er að yfir 1300 manns séu látnir og fjölmargra er saknað. Eignatjónið á svæðinu er gríðarlegt og hafa heilu bæirnir þurrkast út. 12.3.2011 13:07 Grípa til aðgerða til að stöðva blóðbaðið Yfirvöld á Vesturlöndum hafa gefið í skyn að það komi til greina að grípa til aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Líbýu. Enn berjast uppreisnarmenn og herlið ríkisstjórnarinnar um yfirráð yfir lykilborgum í Líbýu. 12.3.2011 12:26 Eiturgufur leka frá kjarnorkuverinu Sprengingin í kjarnorkuverinu í borginni Fukushima í morgun var gríðarlega öflug en fjórir starfsmenn kjarnorkuversins slösuðust þegar þeir unnu að viðgerð á kælikerfi sem hafði laskast í skjálftanum í gær. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leiki hafi komið komið þar upp. 12.3.2011 11:55 Öflug sprenging í japönsku kjarnorkuveri Öflug sprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Fukushima í Japan í morgun sem talin er ógna öryggi landsins. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leki hafi komið þar upp. 12.3.2011 09:23 Hamfarir skekja Japan Óttast að á annað þúsund manns hafi farist í einum öflugasta jarðskjálfta sögunnar og flóðbylgjunni sem reið yfir Japan í gær. Hættuástand í kjarnorkuveri. Tuga þúsunda saknað. Íslendingar í landinu óhultir. 12.3.2011 00:00 Um 300 lík við strandlengjuna - farþegalestar er saknað Japanskar fréttastofur greina nú frá því að 2 til 300 lík hafi fundist við norðausturströnd landsins þar sem tíu metra há flóðbylgja skall á í kjölfar risaskjálftans í morgun. Gríðarleg sprenging varð einnig í efnaverksmiðju í borginni Sendai sem verst varð úti í flóðinu og ekkert hefur spurst til farþegalestar sem var á ferð þegar bylgjan skall á strandlengjunni. Þá er óttast um afdrif hundrað farþega ferju sem varð fyrir flóðbylgjunni. 11.3.2011 13:47 Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. "Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik. Hann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá. 11.3.2011 11:07 Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. 11.3.2011 10:50 Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11.3.2011 10:01 Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11.3.2011 08:51 Sjá næstu 50 fréttir
Hermenn Gaddafi sækja í áttina að Benghazi Hermenn hliðhollir Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu sækja nú hægt og sígandi í átt að borginni Benghazi sem er sú stærsta í landinu sem enn er á valdi uppreisnarmanna. 15.3.2011 07:13
Arabaríki senda herlið til Bahrein Ríki við Arabaflóann hafa sent herlið til Bahrain og kom það til landsins í morgun. Hermennirnir eru meðal annars frá Saudi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 15.3.2011 07:11
Handtökuskipun á leikarann Michael Madsen Búið er að gefa út handtökuskipun á hinn danskættaða Hollywoodleikara Michael Madsen. Ástæðan er að Madsen skuldar um 60 milljónir króna í barnsmeðlög. 15.3.2011 07:00
Geislavirkt efni lekur úr Fukushima Geislavirkt efni lekur nú úr kjarnorkuverinu Fukushima eftir að þriðja sprengingin varð í verinu í nótt. Mælist geislavirknin í grennd við kjarnorkuverið langt yfir hættumörkum. 15.3.2011 06:56
Larry King aftur á leið á skjáinn Hin háaldraða sjónvarpsstjarna Larry King er aftur á leið á skjáinn. King hefur samið um að koma reglulega fram í hinum þekkta grínþætti The Daily Show. 15.3.2011 06:51
Efasemdir um kjarnorku fá byr undir báða vængi á ný Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. 15.3.2011 05:45
Milljarðatugir í skaðabætur Sjö ár voru liðin á föstudaginn frá hryðjuverkaárásunum á fjórar lestar í Madríd, þar sem 191 lét lítið og tæplega tvö þúsund særðust. 15.3.2011 01:00
Ræða flugbann yfir Líbíu í dag Málefni Líbíu og mögulegt flugbann yfir landinu er aðalumræðuefni utanríkisráðherra G8 ríkjanna, sem funda nú í París. Bretar og Frakkar hafa hvatt til þess að bannið verði sett á sem fyrst og Arababandalagið hefur lýst yfir stuðningi við það. Uppreisnarmenn hafa kallað eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins. 15.3.2011 00:30
Mannskæð sjálfsmorðsárás í Afganistan Að minnsta kosti 36 létust í sjálfsmorðsárás í norðurhluta Afganistans í dag. Árásin var gerð á skráningarstöð Afganska hersins í borginni Kunduz. Á föstudaginn var dó lögreglustjóri borgarinnar í annarri sjálfsmorðsárás. 14.3.2011 14:02
Talið nærri öruggt að tíu þúsund hafi farist Tala látinna fer hækkandi í Japan eftir flóðbylgjuna sem skall á norðausturströndinni á föstudag. Nú er staðfest að rúmlega 1800 séu látnir og tvöþúsund er formlega saknað. Lögregluyfirvöld segja hinsvegar nærri öruggt að rúmlega tíu þúsund manns hafi farist í hamförunum. 14.3.2011 13:21
Hermenn frá Sádí Arabíu komnir inn í Bahrain Hermenn frá Sádí Arabíu og öðrum nágrannaríkjum fóru í dag inn í Bahrain, þar sem hörð mótmæli hafa verið síðustu daga. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að hermennirnir hafi komið fyrir beiðni yfirvalda í landinu en stjórnarandstaðan segir að vera þeirra jafngildi hernámi. Tugir slösuðust í mótmælum í gær þegar mótmælendur tókust á við lögregluna í Bahrain. Í síðasta mánuði létust sjö í bardögum við lögregluna. 14.3.2011 13:04
Geislavarnir ríkisins: Ástandið alvarlegt í Fukushima Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima, er enn alvarlegt, það hefur ekki tekist að koma á fullri kælingu og láta vatn þekja eldsneytisstangirnar. Þetta kemur fram í mati Geislavarna ríkisins. 14.3.2011 09:38
Kælikerfi í Fukushima kjarnorkuverinu hætt að virka Fregnir berast nú af því að kælikerfi í enn einum kjarnakljúfinum í Fukushima kjarnorkuverinu sé hætt að virka og virka kælikerfin því ekki sem skyldi á öllum kljúfunum þremur í verinu. 14.3.2011 08:44
MeirihlutI einstæðra kvenna í Danmörku nýtir sér sæðisgjafa Samkvæmt nýrri könnun í Danmörku hafa tvær af hverjum þremur óléttum einstæðum konum nýtt sér sæðisgjafa til þungunnar. Á síðasta ári fæddust þannig fjögur hundruð börn í Danmörku án skráðs föður. 14.3.2011 07:25
Ungur maður skotinn til bana á Nörrebro Nítján ára gamall unglingur lést í morgun af skotsárum sem hann varð fyrir við Blågårdsgade á Nörrebro í Kaupmannahöfn seint í gærkvöld. 14.3.2011 07:23
Her Gaddafi nær bænum Brega Her Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu heldur áfram að vinna borgir og bæi af uppreisnarmönnum í landinu. Í gærkvöldi náðu þeir bænum Brega á sitt vald en hann er í austurhluta landsins. 14.3.2011 07:21
Telja sig hafa fundið borgina Atlantis á Spáni Vísindamenn telja sig enn og aftur hafa fundið hin goðsagnakenndu borg Atlantis. Að þessu sinni nokkuð langt inn í landi á Spáni. 14.3.2011 07:13
Önnur sprenging í Fukushima kjarnorkuverinu Önnur sprenging varð í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan í morgun. Talsmaður stjórnvalda segir að sjálfur kjarnakljúfurinn sé óskemmdur en að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af ástandinu. 14.3.2011 06:56
Páfinn bað fyrir fórnarlömbum Benedikt páfi sextándi bað fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans og fljóðbylgjunnar í Japan í sunnudagsblessun sinni í gær. Hann lýsti yfir ánægju sinni með reisn og hugrekki heimamanna í viðbrögðum þeirra við óförunum. Benedikt hvatti einnig hjálparstarfsmenn, sem eru að störfum í Japan, til dáða og sagði að Guð væri með þeim. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist í Japan síðan jarðskjálfti af stærðinni 8,9 á Richter reið yfir landið í síðustu viku. -fb 14.3.2011 06:00
Uppreisnarmenn hraktir burt Leiðtogar Arababandalagsins hvöttu Múammar Gaddafí, einræðisherra Líbíu, til að stíga af valdastóli um helgina. Þeir lýstu yfir stuðningi við alþjóðlegt flugbann um lofthelgi Líbíu. 14.3.2011 05:00
Óttast öfluga eftirskjálfta Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter. 14.3.2011 01:00
Hvetur Íslendinga að fylgjast vel með fréttum Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókíó fylgjast náið með þróun mála í Japan og hafa samráð við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins þar. 13.3.2011 19:50
Ótrúlegar myndir úr geimnum sem sýna eyðilegginguna í Japan Á vefsíðu New York Times sést greinilega hversu gríðarleg eyðleggingin er eftir að jarðskjálfti reið yfir norðurhluta landsins á föstudag. Staðfest er að yfir 1700 manns séu látnir og hundruð eru slasaðir. 13.3.2011 16:32
Björguðu manni sem flaut á húsþakinu Björgunarsveitarmenn björguðu sextíu ára gömlum manni í nótt sem flaut á húsþakinu af húsi sínu um fimmtán kílómetrum frá bænum Fukushima. 13.3.2011 15:17
Stjörnurnar mótmæla niðurskurði Breskar stjörnur á borð við Helen Mirren, Kenneth Branagh, David Tennant og Victoria Wood og fleiri vara við niðurskurði á opinberum fjárframlögum til lista í heimalandi sínu. 13.3.2011 14:45
Átján ára piltur skotinn til bana Átján ára gamall piltur var skotinn til bana fyrir utan skemmtistað í New Orleans í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fjórir aðrir unglingar eru særðir eftir að maður gekk inn á skemmtistaðinn og hóf skothríð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er skotmaðurinn ófundinn og hefur verið lýst eftir vitnum af atvikinu, en eftir að hann var búinn að skjóta unglinganna flúði hann. 13.3.2011 14:14
Mestu erfiðleikar síðan í seinni heimsstyjöld Japanir ganga nú í gegnum mestu erfiðleika sem þeir hafa upplifað síðan í seinni heimsstyrjöldinni vegna afleiðinga skjálftans, flóðbylgju og mikillar hættu á kjarnorkuvá. Þetta segir Naoto Kan, forsætisráðherra landsins. 13.3.2011 14:14
Píndi fórnarlömbin með söxuðum lauk Fórnarlömb bandarísks ræningjagengis felldu tár þegar það píndi þau til að afhenda sér verðmæti, enda beittu þeir söxuðum lauk við verkið. 13.3.2011 12:15
Erlendar björgunarsveitir streyma til Japans Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. 13.3.2011 12:13
Skotið á mótmælendur í Jemen - einn látinn Öryggissveitir stjórnarinnar í Jemen skutu á mótmælendur fyrir utan háskólann í höfuðborginni Sanaa í morgun. Að minnsta kosti einn er látinn og 19 eru særðir að sögn Reuters. Fjölmargir mótmælendur hafa haldið til á háskólalóðinni undanfarna daga en þeir vilja að Ali Abdullah Saleh forseti landsins segi af sér. 13.3.2011 11:18
Alec Baldwin biður Charlie Sheen um að fara í sturtu „Leggðu þig, farðu í sturtu og grátbiddu um starfið. Aðdáendur þínir krefjast þess,“ segir leikarinn Alec Baldwin, úr sjónvarpsþættinum 30 Rock, um Charlie Sheen sem fyrr í mánuðinum var rekinn var úr sjónvarpsþáttaröðinni Two And A Half Men. 13.3.2011 10:58
Beckham hjónin flytja til Bretlands Heimildir herma að David og Victoria Beckham hafi fengið nóg í bili af lífinu í Los Angeles og vilji komast til Bretlands á nýjan leik. Hjónin fluttu ásamt börnunum sínum til borgarinnar eftir að David gerði samning við knattspyrnuliðið Los Angeles Galaxy fyrir nokkrum árum. 13.3.2011 10:39
Arabababandalagið biðlar til SÞ um flugbann Arabababandalagið hefur nú biðlað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á flugbanni yfir Libýu til að koma í veg fyrir frekari loftárásir á saklausa borgara í landinu. Fulltrúar allra aðildarríkja bandalagsins samþykktu flugbannsbeiðnina á fundi í gær, en höfnuðu hernaðarinngripum erlendra ríkja að öðru leyti. 13.3.2011 09:59
Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. 13.3.2011 09:54
Ástandið alvarlegt á meðan kælibúnaður er í ólagi Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. 12.3.2011 13:21
Ótrúlegar loftmyndir frá Japan Ótrúlegar myndir berast frá Japan eftir að jarðskjálfti upp á 8,9 stig reið þar yfir í gærmorgun. Talið er að yfir 1300 manns séu látnir og fjölmargra er saknað. Eignatjónið á svæðinu er gríðarlegt og hafa heilu bæirnir þurrkast út. 12.3.2011 13:07
Grípa til aðgerða til að stöðva blóðbaðið Yfirvöld á Vesturlöndum hafa gefið í skyn að það komi til greina að grípa til aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Líbýu. Enn berjast uppreisnarmenn og herlið ríkisstjórnarinnar um yfirráð yfir lykilborgum í Líbýu. 12.3.2011 12:26
Eiturgufur leka frá kjarnorkuverinu Sprengingin í kjarnorkuverinu í borginni Fukushima í morgun var gríðarlega öflug en fjórir starfsmenn kjarnorkuversins slösuðust þegar þeir unnu að viðgerð á kælikerfi sem hafði laskast í skjálftanum í gær. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leiki hafi komið komið þar upp. 12.3.2011 11:55
Öflug sprenging í japönsku kjarnorkuveri Öflug sprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Fukushima í Japan í morgun sem talin er ógna öryggi landsins. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leki hafi komið þar upp. 12.3.2011 09:23
Hamfarir skekja Japan Óttast að á annað þúsund manns hafi farist í einum öflugasta jarðskjálfta sögunnar og flóðbylgjunni sem reið yfir Japan í gær. Hættuástand í kjarnorkuveri. Tuga þúsunda saknað. Íslendingar í landinu óhultir. 12.3.2011 00:00
Um 300 lík við strandlengjuna - farþegalestar er saknað Japanskar fréttastofur greina nú frá því að 2 til 300 lík hafi fundist við norðausturströnd landsins þar sem tíu metra há flóðbylgja skall á í kjölfar risaskjálftans í morgun. Gríðarleg sprenging varð einnig í efnaverksmiðju í borginni Sendai sem verst varð úti í flóðinu og ekkert hefur spurst til farþegalestar sem var á ferð þegar bylgjan skall á strandlengjunni. Þá er óttast um afdrif hundrað farþega ferju sem varð fyrir flóðbylgjunni. 11.3.2011 13:47
Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. "Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik. Hann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá. 11.3.2011 11:07
Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. 11.3.2011 10:50
Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11.3.2011 10:01
Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11.3.2011 08:51