Erlent

Skotið á mótmælendur í Jemen - einn látinn

Frá höfuðborginni Sanaa.
Frá höfuðborginni Sanaa. Mynd/AP
Öryggissveitir stjórnarinnar í Jemen skutu á mótmælendur fyrir utan háskólann í höfuðborginni Sanaa í morgun. Að minnsta kosti einn er látinn og 19 eru særðir að sögn Reuters. Fjölmargir mótmælendur hafa haldið til á háskólalóðinni undanfarna daga en þeir vilja að Ali Abdullah Saleh forseti landsins segi af sér.

Forsetinn nýtur stuðnings Bandaríkjastjórnar en stjórnvöld í Jemen hafa aðstoðað Bandaríkjamenn í baráttunni gegn Al-Qaida. Saleh forseti hefur verið við völd í 32 ár.

Auk þess sem öryggissveitirnar hafa skotið á mótmælendur hafa þær einnig beitt rafbyssum og táragasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×