Fleiri fréttir

Heathrow-flugvöllur rýmdur

Flugstöðvarbyggingu fimm var lokað á Heathrowflugvelli í dag eftir að grunsamlegur hlutur fannst í byggingunni. Byggingin var rýmd á meðan hluturinn var rannsakaður og voru farþegar spurðir spurninga af lögreglu.

Lærðu fljótt að hjálpast að

„Fílarnir hjálpast að við að leysa úr vanda,“ segir Joshua M. Plotnik, breskur sálfræðingur sem stjórnaði rannsókn á fílum. „Þeir virðast tilfinningalega tengdir, svo maður býst við að sjá einhverja samvinnu.“

Flett ofan af vinkonum í málinu gegn Assange

Sænski rannsóknarstjórinn í kynferðisbrotamálinu gegn Julian Assange er náin vinkona annarrar konunnar sem hefur kært hann. Hún hefur farið háðuglegum orðum um Assange á Facebook síðu sinni.

Milljónir sardína drápust í smábátahöfn

Milljónir sardína drápust í smábátahöfn í Kalíforníu á dögunum. Talið er að óveður sem geisaði á þessum slóðum hafi rekið fiskinn inn í höfnina og að þar hafi hann kafnað sökum þrengsla. Ekkert bendir til þess að olíuleki eða önnur mengun hafi orðið þessa valdandi en málið er þó í rannsókn. Nú hamast menn við að hreinsa fiskinn upp úr höfninni því ekki þarf langur tími að líða uns fleiri tonn af dauðum sardínum fara að lykta heldur illa. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera skal við þennan óvænta afla.

Kristnir og múslimar berast á banaspjót í Kaíró

Þrettán létust og 90 slösuðust í hörðum átökum á milli kristinna manna í koptísku kirkjunni og múslima í Kaíró höfuðborg Egyptalands að því er fram kemur í Egypska ríkissjónvarpinu. Átökin hófust í gær þegar kristnir mótmæltu því að kveikt hafði verið í kirkju í síðustu viku. Egypski herinn hefur hafið rannsókn á málinu og segir talsmaður hans að hinir ábyrgu verði dregnir fyrir dóm. Síðustu vikur hefur spennan magnast á milli trúarhópanna í landinu en meðlimir koptísku kirkjunnar eru minnihlutahópur í Egyptalandi.

Dauðarefsingin afnumin í Illinois

Dauðarefsingin hefur verið afnumin í Illinois í Bandaríkjunum. Það var ríkisstjórinn Pat Quinn sem tók ákvörðunina en hann hefur hingað til verið hliðhollur því að dæma menn til dauða fyrir alvarlega glæpi. Tekist hefur verið á um málið í tvo áratugi í ríkinu en Quinn tók ákvörðunina á þeim grundvelli að líkur séu á því að saklausir menn verði teknir af lífi.

Manntjón í jarðskjálfta í Kína

Jarðskjálfti reið yfir suðvesturhluta Kína í morgun, við landamæri Búrma. Skjálftinn var ekki ýkja stór, eða 5,8 á richter-kvarðanum, en þrátt fyrir það hafa Kínversk yfirvöld staðfest að manntjón hafi orðið. Að minnsta kosti sjö létust og 120 eru slasaðir.

Dalai Lama hættir afskiptum af pólitík

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta sem verið hefur í útlegð um áratuga skeið, hefur tilkynnt um að hann ætli sér að hætta að koma fram sem pólitískur leiðtogi þjóðar sinnar. Hann vill að Tíbetar kjósi sér leiðtoga en staða Dalai Lama hefur lengi verið gagnrýnd nokkuð en hann er óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið lýðræðislega kjörinn til þess. Dalai Lama segist oft hafa sagt að Tíbetar verði að eiga sér lýðræðislega kjörinn leiðtoga, og að nú sé tíminn kominn.

Menn Gaddafis börðu fréttamenn BBC

Öryggissveitir Gaddafís einræðisherra í Líbíu handtóku fréttateymi frá breska ríkisútvarpinu BBC á mánudaginn var og börðu þá til óbóta. Fréttamennirnir voru að reyna að komast til hinnar stríðshrjáðu borgar Zawiya þegar þeir voru handsamaðir. Þeir voru síðan barðir með hnúum og riffilskeftum og strigapokar settir á höfuð þeirra.

Stjórnin hótar að beita hörku

Saud al-Faisal prins, sem er utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, hótaði stjórnarandstæðingum hörðum aðgerðum ef þeir gera alvöru úr því að efna til fjöldamótmæla á morgun.

Átök í Líbíu harðna enn

Liðsmenn Múammars Gaddafís vörpuðu í gær sprengjum á olíuleiðslu og olíugeymslu í austurhluta landsins. Miklar sprengingar urðu og þykkur reykur steig upp af eldinum á þremur stöðum.

Obama bruggar sinn eigin bjór

Forsetahjónin Barack og Michelle Obama hafa beðið samstarfsmenn sína um að byrja að brugga bjór innan veggja Hvíta hússins. Fyrsta bruggun hefur nú þegar farið fram og var hátt í 100 bjórkönnum úthlutað í SuperBowl partý Obama hjónanna sem fór fram í Hvíta húsinu í síðusta mánuði og kláraðist hver einasti dropi.

Discovery lenti heilu og höldnu

Bandaríska geimferjan Discovery lenti heilu og höldnu á Flórída síðdegis í dag eftir að hafa farið í síðustu ferð sína út í geiminn en geimferjan heimsótti alþjóðlegu geimstöðina.

Fyrrum meðlimur Hells Angels í lífshættu

Lögreglan í Danmörku segir 25 ára fyrrum meðlim glæpagengisins Hells Angels vera í lífshættu eftir að hafa komið upp um 16 meðlimi gengisins. Maðurinn er lykilvitni í máli gegn fyrrnefndum mönnum sem ákærðir eru samanlagt fyrir 6 morðtilraunir, gróft ofbeldi og eigu vopnabúrs.

Tíbetar mótmæla á Indlandi

Hópur af ungum tíbetskum aðgerðarsinnum í útlegð safnaðist saman fyrir framan kínverska sendiráðið í Nýja Delí á Indlandi í dag og mótmæltu mannréttindabrotum í Tíbet. Tilefnið er að núna í mars eru 3 ár liðin frá uppþotunum í Lhasa, höfuðborg Tíbet, sem urðu að minnsta kosti 22 manns að bana.

Kínverjar hyggjast leyfa tvö börn

Kínversk stjórnvöld íhuga að breyta lögum þannig að hjónum verði leyft að eignast tvö börn. Það mun væntanlega gerast fyrir árið 2015. Vegna mikillar mannfjölgunar var gripið til þess ráðs árið 1979 að leyfa aðeins eitt barn. Þetta hefur á síðustu þrjátíu árum leitt til af sér mikinn lýðfræðilegan halla.

Collins kveður tónlistina

Söngvarinn og leikarinn Phil Collins hefur tilkynnt á heimasíðu sinni að hann hafi nú kvatt tónlistina til þess að geta betur sinnt sonum sínum tveim. Orðrómur um þetta hefur verið á kreiki undanfarna daga, og hann hefur nú verið staðfestur.

Sjóræningjar gáfust upp

Fjórir sómalskir sjóræningjar gáfust upp fyrir bandarískum sérsveitarmönnum eftir að áhöfn skipsins sem rænt var gat lokað sig af í sérbúnum klefa og látið vita af árásinni. Skipið var olíuflutningaskip í japanskri eigu.

Hafði brotið alþjóðasamninga

Birte Rønn Hornbech var rekin úr ríkisstjórn Danmerkur í gær. Fáeinum klukkustundum síðar sagði Tina Nedergärd af sér sem menntamálaráðherra, og bar við persónulegum ástæðum.

Gerðu árás á jarðarför

Að minnsta kosti tuttugu og fimm eru látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í Pakistan í morgun. Árásin var gerð í jarðaför í borginni Peshawar en verið var að jarða eiginkonu ættbálkaleiðtoga sem hallur er undir stjórnvöld og hefur stutt baráttuna við Talíbana í landinu.

SÞ taki ákvörðun um flugbann

Flugbanni verðu ekki komið á yfir Líbíu nema ríki heimsins sameinist um það og ákveði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gærkvöldi og bætti við að allar ákvarðanir um hernaðaríhlutun í landinu yrðu að vera fyrir beiðni Líbísku þjóðarinnar.

Snarpur skjálfti í Japan

Jarðskjálfti sem mældist 7,2 á richter skók Tókýó, höfuðborg Japans, snemma í morgun. Skjálftinn átti upptök sín undan ströndum landsins og kom hann af stað lágri flóðbylgju sem litlum eða engum skemmdum olli. Annar minni skjálfti sem þó mældist 6,3 á richter reið yfir skömmu síðar og fleiri smáskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Jarðskjálftar eru algengir í Japan og er landið vel í stakk búið til þess að takast á við slíkar hræringar. Enda þótt byggingar í Tókýó hafi skolfið hressilega hafa engar fregnir borist af skemmdum eða manntjóni og rafkerfi borgarinnar stóðu skjálftann af sér.

Þyrlan fann draugaprammann

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fann aftur draugaprammann, sem er á reki vestur af Snæfellsnesi, þegar þyrlan flaug þar yfir síðdegis í gær. Varðskip kom nokkru síðar á vettvang, en vegna ölduhæðar var ekki hægt að senda menn yfir á prammann, til þess að koma böndum á hann. Það verður reynt í birtingu. Pramminn er úr stáli og stafar skipum og bátum hætta af honum þar sem hann sést ekki í ratsjá. Ekkert er vitað um uppruna prammans.

Prestar grunaðir um barnaníð leystir frá störfum

Rúmlega tuttugu prestar í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum voru leystir frá störfum í gær eftir að nöfn þeirra komu upp í víðtækri rannsókn á barnaníði innan kirkjunnar. Erkibiskupinn yfir Fíladelfíu segir að prestarnir, sem eru kaþólskir, hafi verið sendir í leyfi uns mál þeirra hafa verið rannsökuð.

Skotið á mótmælendur í Jemen

Öryggissveitir stjórnarinnar í Jemen skutu á mótmælendur fyrir utan háskólann í höfuðborginni Sanaa í nótt. Að minnsta kosti fimmtíu slösuðust að sögn BBC þar af fimm alvarlega. Mótmælendur hafa verið á háskólalóðinni síðustu daga og var lögreglan að reyna að koma í veg fyrir að þúsundir manna bættust í hópinn, sem krefst þess að forseti landsins segi af sér. Lögreglan er einnig sögð hafa beitt rafbyssum og táragasi til að dreifa mannfjöldanum.

Kaupa heldur dýrara bensínið

Þjóðverjar hafa upp til hópa heldur keypt venjulegt bensín á bílana sína en svonefnt E10-bensín, sem er helmingi ódýrara en blandað lífrænu eldsneyti.

Stálu 243 milljónum frá nunnum

Spænska lögreglan leitar nú að þjófum sem stálu um 243 milljónum króna í seðlum af nunnum í bænum Zaragoza á dögunum. Nunnurnar geymdu peninga í plastpokum í nunnuklaustri sínu en þær höfðu safnað þeim í fjölda ára.

Fara alltaf með byssur í háttinn

Foreldrar Söru Palin fyrrverandi forsetaframbjóðanda og ríkisstjóra í Alaska hafa skýrt frá því að þau gangi alltaf vopnuð til sængur vegna lífslátshótana sem þeim hafi borist.

Sjóræningjar umkringdir

Sjóræningjarnir sem halda sjö dönum í gíslingu í Sómalíu hafa verið umkringdir þannig að þeir geta ekki flutt Danina frá smábænum Hul Anod þar sem þeir eru í haldi.

Standast ekki sveitir Gaddafis

Moammar Gaddafi heldur áfram að láta orrustuþotur gera árásir á uppreisnarmenn í Libyu. Jafnframt gera bryndrekar hans og hersveitir árásir sínar nánast að vild.

Vill endurskoða skilmála lána

„Nýja stjórnin mun reyna að endursemja um samkomulagið sem náðist við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn,“ sagði Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael, sem verður næsti forsætisráðherra Írlands.

Slökkviliðið bjargaði innbrotsþjófi sem festist í glugga

Slökkviliðið í Osló var kallað út í morgun til þess að koma innbrotsþjófi til bjargar. Lögreglan kom að manninum þar sem hann var fastur í kjallaraglugga sem hann hafði reynt að skríða inn um. Ekkert gekk að losa hann og var gripið til þess ráðs að kalla út slökkviliðið með stórvirkari verkfæri. Eftir klukkutíma aðgerð var maðurinn enn pikkfastur en loks tókst að losa manninn, sem er svokallaður góðkunningi lögreglunnar í Osló. Hann var fluttur með hraði á sjúkrahús enda orðinn kaldur og þrekaður eftir prísundina.

Öflug sprenging í Pakistan - sautján látnir hið minnsta

Að minnsta kosti sautján létust í mikilli sprengingu á bensínstöð í Pakistan í morgun. Óljóst er hvað olli sprengingunni en að minnsta kosti 35 slösuðust til viðbótar við þá sem létust. Myndir frá svæðinu sýna að nærliggjandi hús hrundu við sprenginguna og bifreiðar brunnu til kaldra kola. Óstaðfestar heimildir BBC herma að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi veið að ræða.

Charlie Sheen ætlar í mál

Hæst launaði sjónvarpsleikari Bandaríkjanna, Charlie Sheen ætlar að kæra fyrrverandi vinnuveitendur sína sem ráku hann í gærkvöldi. Warner Bros, sem framleiðir vinsælu gamanþættina Two and a Half Men, tilkynnti um brottreksturinn í gærkvöldi.

Barbie gefst upp á Kínverjum

Leikfangarisinn Mattel hefur lokað einni stærstu Barbie búð veraldar í Shanghai í Kína aðeins tveimur árum eftir að hún opnaði. Búðin tók til starfa á fimmtugsafmæli Barbie og var Búðin á sex hæðum. Ætlunin var að koma til móts við minnkandi sölu á á dúkkunni á Vesturlöndum með því að kynna hið víðfræga vörumerki í Kína. Salan náði hinsvegar aldrei flugi og segja sérfræðingar ástæðuna einfaldlega vera þá að Kínverjar viti ekkert hver þessi Barbie sé.

Átján féllu í bardaga í Mexíkó

Að minnsta kosti átján féllu í byssubardögum á milli eiturlyfjagengja í norðausturhluta Mexíkó í nótt að því er lögreglan segir. Fregnir hafa borist af því að í bænum Abasolo hafi byssumenn keyrt um á jeppum og skotið á hvern annan í gríð og erg. Ríkið Tamálípas hefur verið miðpunktur uppgjörs tveggja stórra klíka í landinu, Zetanna og „Flóabandalagsins“, sem berjast um yfirráðin yfir smyglleiðum til Bandaríkjanna. Í bænum Abasolo hefur vald þeirra verið svo mikið að lögreglustjóra hefur vantað í bæinn um margra mánaða skeið.

Bandaríkjamenn útiloka ekki afskipti

Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið eru að skoða möguleika þess að grípa með hervaldi inn í atburðarásina í Líbíu, þar sem Múammar Gaddafí situr sem fastast en uppreisnarsveitir hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald.

Vantaði far heim - stal sjúkrabíl

Shane Hale, tuttugu og sex ára gamall maður frá Kentucky í Bandaríkjunum vantaði að komast heim til sín á dögunum. Hann fór heldur óhefðbundna leið heim, svo vægt sé tekið til orða.

Le Pen yrði efst í fyrstu umferð

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, gæti sigrað í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á næsta ári ef marka má skoðanakönnun dagblaðsins Le Parisien sem birt var í gær.

Yngsta amma heims aðeins 23 ára gömul

Yngsta amma heims er hin 23 ára gamla Rifca Stanescu. Rifka var aðeins 12 ára gömul þegar hún eignaðist dótturina Maríu í Rúmeníu. Hún ól dóttur sína upp í góðum siðum og vonaði að hún fylgdi ekki í fótspor sín þegar kæmi að barneignum. Hún lagði hart að Maríu að halda áfram í skóla en hún fór þó að heiman til þess að giftast aðeins tíu ára gömul.

Gaddafi í gagnsókn

Stjórnarher Líbíu hefur nú hafið gagnsókn í átt að hafnarbænum Ras Lanuf og hefur því hægst á sókn uppreisnarmanna til Trípólí. Bærinn Bin Jawad, sem er í 60 kílómetra fjarlægð frá Ras Lanuf er nú á valdi manna Gaddafis. Uppreisnarmenn hafa síðustu daga sótt fram í átt að Trípólí en nú virðast stjórnarhermenn hafa náð vopnum sínum.

McQueen tískuhúsið hannar fyrir Middleton

Brúðarkjóllinn sem Kate Middleton ætlar að klæðast þegar að hún gengur upp að altarinu með Vilhjálmi Bretaprins er hannaður af Söru Burton í Alexander McQueen tískuhúsinu. Burton, sem er bresk að uppruna, tók við sem yfirhönnuður hjá fyrirtækinu eftir að

Sjá næstu 50 fréttir