Fimmtán manns voru drepnir þegar vopnaðir ræningjar gerðu árás á gull- og skarpgripamarkað í Bagdad í dag.
Ræningjarnir voru vopnaðir hríðskotarifflum og skutu alla sem þvældust eitthvað fyrir þeim. Þeir forðuðu sér svo á hlaupum, hlaðnir gulli.
Vopnaeign er svo almenn í Írak að þar er talað um að það sé að minnsta kosti einn hríðskotariffill á hverju heimili.
Ein ástæðan fyrir því að þegar Bandaríkjamönnum datt það snallræði í hug að leysa upp íraska herinn var ekkert haft fyrir því að afvopna hermennina sem voru sendir heim.