Fleiri fréttir

Brown kom ekki nálægt ákvörðun um Íraksstríðið

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, kom hvergi nærri ákvörðunum um þátttöku Breta í innrásinni í Írak og hafði ekki skoðanir á henni. Þetta sagði Clare Short, fyrrverandi þróunarmálaráðherra Breta, á BBC fréttastöðinni í gær.

Vaxandi andstaða við Chavez

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur átt í vaxandi vandræðum undanfarið. Mótmælum hvers konar hefur fjölgað gegn þessum harða vinstrimanni sem lengst af ellefu ára valdatíð sinni átti miklum vinsældum að fagna meðal landsmanna.

Lítill árangur náðist í Alpabæ

Starfsfólk banka og fjármálafyrirtækja er álíka óvinsælt nú um stundir og hryðjuverkamenn. Þetta hefur bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir Donald Moore, stjórnarformanni bandaríska bankans Morgan Stanley, á ársþingi Alþjóðaefnahagsráðsins í Alpabænum Davos í Sviss. Þinginu lauk í gær.

Þrettán nemendur myrtir

Að minnsta kosti 13 nemendur voru skotnir til bana í samkvæmi í mexíkósku borginni Ciudad Juarez í dag. Hún er við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Skotárásir eru mjög algengar í borginni sem er sögð eins sú hættulegasta í heiminum.

Umfangsmikil dreifing matvæla hafin

Umfangsmikil dreifing matvæla er hafin á Haítí á vegum Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Áætlanir gera ráð fyrir að 42 tonn af hrísgrjónum verði dreift á degi hverjum næstu tvær vikurnar. Konur geta nálgast nauðsynjarnar fyrir fjölskyldur sínar í 16 miðstöðvum sem búið er að setja upp. Bandarískir hermenn tryggja að dreifing matvælanna fari vel fram um leið og þeir gæta öryggis hjálparstarfsmanna.

Leiðtogi talibana sagður látinn

Hakimullah Mehsud, leiðtogi talibana í Pakistan, er sagður látinn. Fréttastofan CNN hefur þetta eftir pakistanska ríkisútvarpinu en Rehman Malik, innanríkisráðherra landsins, segist ekki geta staðfest hvort leiðtoginn sé látinn. Það sama segir talsmaður pakistanska hersins.

Réttað yfir mótmælendum í Íran

Réttarhöld yfir 16 Írönum sem tóku þátt í mótmælum í höfuðborg Íran gegn þarlendum stjórnvöldum milli jóla og nýárs hófust í dag. Fimm mótmælendur eru ákærðir fyrir að stríð gegn Guði. Verði þau fundin sek verða þau tekin af lífi.

22 látnir eftir mikil flóð í Perú

Yfirvöld í Perú segja að 22 hafi týnd lífi í flóðum í kjölfar mikillar rigningar í landinu undanfarna daga. 10 er saknað og þá hafa rúmlega 40 þúsund íbúar þurft að flýja heimil sín og leita skjóls í neyðarskýlum. Ástandið er einna verst í fjallahéraðinu Cuzco sem liggur í Andesfjöllum.

Landsliðsfyrirliðinn barnaði kærustu samherja síns

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins og Chelsea, gerði Vanessu Perroncel kærustu Wayne Bridge, liðsfélaga síns í Chelsea og landsliðinu, ólétta. Greint er frá málinu á vef News of the World í dag en Terry reyndi að fá lögbann á birtingu fréttar um málið í breskum fjölmiðlum. Á þá beiðni féllust þarlendir dómstólar ekki. Talið er að málið eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir landsliðsfyrirliðann.

Bandaríkjamenn grunaðir um að smygla börnum frá Haítí

Tíu Bandaríkjamenn, meðlimir trúfélags Babtista í Idaho, voru handteknir á Haítí í gær en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla 33 börnum úr landi. Börnin eru á aldrinum tveggja mánaða til tólf ára.

Þrír látnir eftir snjóbyl í Þýskalandi

Snjóbylur hefur valdið miklum umferðartöfum í Þýskalandi yfir helgina. Hundruð umferðaróhappa hafa verið tilkynnt vegna þessa og vitað er um þrjú dauðsföll sem rekja má til veðursins en snjó hefur kyngdi niður í gær.

Glæpakóngur stýrði klíku á Facebook úr fangelsi

Breski glæpaforinginn Colin Gunn, sem stýrði öflugustu glæpaklíku Nottingham-borgar, situr af sér 35 ára fangelsisdóm fyrir morð. Það hefur þó ekki hindrað hann í að stýra glæpaveldi sínu og ógna andstæðingum. Hann hefur notað Facebook til þess og komist upp með þangað til á föstudaginn þegar lokað var fyrir netaðgang hans.

Túlkur myrti bandaríska hermenn

Afganskur túlkur skot tvo bandaríska hermenn til bana í varðstöð bandaríska hersins í austurhluta Afganistans í gær. Maðurinn er ekki talinn tilheyra samtökum öfgasinnaðra múslima.

Seðlabankastjóri segir af sér

Seðlabankastjóri Argentínu hefur sagt af sér eftir harðar deilur við forseta landsins. Deilan hófst í byrjun árs þegar Cristina Fernandez de Kirchner, forseti Argentínu, skipaði seðlabankastjóranum að láta af hendi 6,6 miljarða dollara af gjaldeyrisvaraforða bankans. Með því vildi forsetinn tryggja að skulir ríkissjóðs yrðu greiddar.

Haítíbúar flýja á flekum

Fjölmargir Haítíbúar hafa reynt að flýja frá landinu til eyja í Karíbahafinu. Yfirvöld Turks- og Caicoseyjum hafa síðustu daga bjargað meira en hundrað manns, þar á meðal börnum, á flekum í grennd við eyjarnar sem eru í 145 kílómetra fjarlægð frá Haítí. Haítíbúarnir verða ekki sendir til baka eins og gjarnan er gert þegar um flóttamenn er að ræða.

Búast má við fleiri aftökum

„Ef við sýnum veikleika nú þá verður framtíðin verri,“ sagði Ahmed Jannati, einn af harðlínuklerkunum í Íran við föstudagsbænir í gær. „Það er ekkert rúm fyrir íslamska miskunnsemi.“

Varði ákvörðun sína um að ráðast á Írak

„Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsóknarnefnd, sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins.

Vilja ekki sjá fanga frá Guantanamo

Michael Bloomberg, borgarstjóra í New York, hefur snúist hugur og hvetur nú leiðtoga Demókrataflokksins til að sjá til þess að réttarhöld yfir föngum frá Guantanamo-búðunum á Kúbu verði ekki haldin í New York, eins og

Aumingja Tiger

Illa þenkjandi náungi hefur fundið leið til þess að græða á Tiger Woods í raunum hans. Það þarf sjálfsagt ekki að rekja í löngu máli af hverju Tiger er í hundahúsinu.

Bin Laden gerist umhverfisverndarsinni

Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden hefur sent frá sér nýja hljóðupptöku þar sem hann fordæmir Bandaríkin og önnur iðnríki fyrir slælega frammistöðu í umhverfismálum og kennir þeim um hlýnun jarðar. Þarna kveður við nokkuð nýjan tón hjá Osama sem hingað til hefur beint athygli sinni að heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og framferði þeirra í Mið-Austurlöndum.

-Við erum á hausnum

Hin nýja ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Honduras tók við völdum í gær og lét það verða sitt fyrsta verk að lýsa því yfir að landið væri gjaldþrota.

Íslendingarnir skutu okkur í kaf

Norska handboltaliðið er niðurdregið eftir tapið gegn Íslandi. Håvard Tvedten fyrirliði liðsins segir í viðtali við Aftenposten að þeir hafi aldrei átt neinn möguleika.

Skutu tugi hunda til bana

Lögreglan á Nýja Sjálandi hefur gert upptæk vopn tveggja manna sem skutu tugi hunda nágranna síns til bana.

Stríðsglæpir Hamas

Hamas samtökin frömdu stríðsglæpi með árásum á Ísraelskan almenning að mati samtakanna Mannréttindavaktin.

Erlendur her áratug í viðbót

Leiðtogar sjötíu ríkja komu saman í London í gær til að ræða framtíð Afganistans. Þar var samþykkt að alþjóðlegu hersveitirnar í Afganistan muni byrja að afhenda heimamönnum umsjón með öryggismálum í friðsamari héruðum landsins öðru hvoru megin við næstu áramót.

Heitir því að stokka upp fjármálakerfið

„Stjórn okkar hefur beðið nokkra pólitíska ósigra þetta ár, og suma þeirra voru verðskuldaðir,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni, sem hann flutti í fyrrinótt, þeirri fyrstu sem hann flytur á forsetaferli sínum.

Tveir teknir af lífi í Íran

Tveir mótmælendur voru teknir af lífi í Íran í gær. Þeir voru dæmdir fyrir að reyna að steypa klerkastjórninni í mótmælum í júní fyrra. Þeir kváðu vera fyrstu mótmælendurnir sem teknir hafa verið af lífi frá því að mótmælin voru kveðin niður.

Maður lést þegar ekið var á hann þrisvar sinnum

Lögreglan í Bretlandi leitar nú að vitnum að hörmulegu slysi þar sem maður lést þegar ekið var á hann á M5 hraðbrautinni, þrisvar sinnum. Enginn þeirra þriggja bílstjóra sem óku á manninn stöðvuðu bílana en lögregla segir mögulegt að þeir hafi ekki orðið varir við það þegar ekið var á manninn.

Clinton í Davos: Kallar eftir aukinni hjálp á Haítí

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna Bill Clinton er nú staddur í Davos í Sviss þar sem áhrifamestu menn heimsins hittast á árlegum fundi. Í ræðu sem Clinton hélt í dag varaði hann menn við að gleyma neyðinni á Haítí og brýndi fyrir fólki að enn væri mikil þörg á aukinni aðstoð í landinu sem nú jafnar sig á afleiðingum jarðskjálftans sem reið yfir fyrir um hálfum mánuði.

Höfundur Bjargvættarins í grasinu er látinn

Bandaríski rithöfundurinn JD Salinger lést í dag, 91 árs að aldri. Salinger er frægastur fyrir bók sína The Catcher In The Rye, sem hét Bjargvætturinn í grasinu í þýðingu Flosa Ólafssonar. Salinger forðaðist sviðsljósið eins og heitan eldinn og lést hann á heimili sínu í New Hampshire af eðlilegum orsökum, að sögn sonar hans.

Forsetinn útskýrir kreppuna fyrir Aröbum

Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera ætlar að taka á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á mánudaginn til að ræða efnahagskreppuna og ákvörðun sína um að synja Icesave lögunum staðfestingar.

Saudar reka uppreisnarmenn af höndum sér

Saudi-Arabar segja að þeir hafi hrakið uppreisnarmenn í Yemen frá landamærum ríkjanna eftir þriggja mánaða harða bardaga. 133 saudi-arabiskir hermenn féllu í átökunum.

Rekinn fyrir góðverk

Breski póstburðarmaðurinn átti að baki tíu ára flekklausan feril. Hann þekkti orðið persónulega margt af því fólki sem bjó í því hverfinu þar sem hann bar út póstinn.

Fimmtán daga í húsarústum

Sextán ára stúlku var í gær bjargað úr húsarústum á Haítí eftir að hafa legið þar grafin í fimmtán daga.

Vilja kaupa frið af talibönum

Ætlunin er að kaupa talibana til friðar með því að bjóða þeim ræktarland og peninga til þess að koma undir sig fótunum.

Töldu innrásina lögbrot

Peter Goldsmith, sem var helsti lögfræðiráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar þegar tekin var ákvörðun um að ráðast á Írak, segist hafa skipt um skoðun á síðustu metrunum.

Svínshöfuð sett í tvær moskur

Gestir tveggja moskna í Kúala Lúmpúr í Malasíu gengu fram á afskorin svínshöfuð þegar þeir gengu til bæna í gær. Atburðurinn kemur í kjölfar árása á kirkjur og deilur um notkun kristinna á orðinu „Allah“ fyrir guð, hefur fréttastofa AP eftir staðaryfirvöldum.

Sáttatillögunni dræmt tekið

Forsætisráðherrar Bretlands og Írlands, þeir Gordon Brown og Brian Cowen, fengu lítinn hljómgrunn meðal bæði kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi þegar þeir kynntu málamiðlunartillögu sína í gær.

Ósiðlegt að fjárfesta í tóbaki

Eftirlaunasjóður norska ríkisins, Olíusjóðurinn svokallaði, ætlar að selja hlutabréf sín í sautján tóbaksframleiðslufyrirtækjum fyrir alls 1,8 milljarða evra og lýsir því jafnframt yfir að hann muni ekki fjárfesta framvegis í tóbaksframleiðslu. Frá þessu er greint á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.

Sjá næstu 50 fréttir