Erlent

Maður lést þegar ekið var á hann þrisvar sinnum

Lögreglan í Bretlandi leitar nú að vitnum að hörmulegu slysi þar sem maður lést þegar ekið var á hann á M5 hraðbrautinni, þrisvar sinnum. Enginn þeirra þriggja bílstjóra sem óku á manninn stöðvuðu bílana en lögregla segir mögulegt að þeir hafi ekki orðið varir við það þegar ekið var á manninn.

Slysið varð með þeim hætti að maðurinn, sem var vörubílstjóri, fór út úr bíl sínum á háannatíma í Somerset. Hann lenti þegar fyrir öðrum vörubíl og síðan óku tveir bílar sem komu á eftir á manninn sem talinn er hafa látist samstundis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×