Erlent

Tveir teknir af lífi í Íran

Mennirnir mótmæltu ríkisstjórn Írans.
Mennirnir mótmæltu ríkisstjórn Írans.

Tveir mótmælendur voru teknir af lífi í Íran í gær. Þeir voru dæmdir fyrir að reyna að steypa klerkastjórninni í mótmælum í júní fyrra. Þeir kváðu vera fyrstu mótmælendurnir sem teknir hafa verið af lífi frá því að mótmælin voru kveðin niður.

Réttað hefur verið yfir rúmlega 100 mótmælendum og pólitískum róttæklingum í Íran frá því í ágúst. Þar af hafa fimm verið dæmdir til dauða en um 80 dæmdir í sex mánaða til fimmtán ára fangelsi.- bs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×