Erlent

Íslendingarnir skutu okkur í kaf

Óli Tynes skrifar
Ólafur Stefánsson veður yfir Kjelling.
Ólafur Stefánsson veður yfir Kjelling.

Norska handboltaliðið er niðurdregið eftir tapið gegn Íslandi. Håvard Tvedten fyrirliði liðsins segir í viðtali við Aftenposten að þeir hafi aldrei átt neinn möguleika.

Aftenposten ere á sama máli og segir að norska liðið hafi aldrei séð til sólar.

Tvedten segir að þessi leikur hafi verið miklu erfiðari og verri en leikurinn gegn Dönum sem Norðmenn töpuðu einnig með eins marks mun.

Hann segir að Íslendingarnir hafi byrjað leikinn af gríðarlegum krafti og hreinlega skotið þá í kaf.

Íslendingarnir hafi einnig notfært sér öll mistök norska liðsins og refsað þeim fyrir þau miskunnarlaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×