Erlent

Seðlabankastjóri segir af sér

Martin Redrado hefur sagt af sér embætti seðlabankastjóra Argentínu. Mynd/AP
Martin Redrado hefur sagt af sér embætti seðlabankastjóra Argentínu. Mynd/AP
Seðlabankastjóri Argentínu hefur sagt af sér eftir harðar deilur við forseta landsins. Deilan hófst í byrjun árs þegar Cristina Fernandez de Kirchner, forseti Argentínu, skipaði seðlabankastjóranum að láta af hendi 6,6 miljarða dollara af gjaldeyrisvaraforða bankans. Með því vildi forsetinn tryggja að skulir ríkissjóðs yrðu greiddar.

Við þessari kröfu varð Redrado ekki því hann óttast að lánadrottnar sem töpuðu miklu þegar Argentína lýsti yfir gjaldþroti fyrir níu árum reyni að komast yfir gjaldeyrisvaraforðann. Í kjölfarið rak Kirchner Redrado úr embætti 8. janúar. Daginn eftir ógiltu dómstóll ákvörðun forsetans og setti seðlabankastjórann aftur í embættið. Argentínska þingið samþykkti aftur á móti ákvörðun Kirchner um miðjan mánuðinn.

Redrado hefur gagnrýnt Kirchner harðlega undanfarið en hann hefur nú sagt af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×