Erlent

Blair svarar fyrir innrásina í Írak

Óli Tynes skrifar
Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Sérskipuð rannsóknarnefnd fjallar nú um aðdraganda íraksstríðsins og réttlætingu á því að Bretar skyldu taka þátt í því. Að undanförnu hafa bæði ráðherrar og embættismenn verið kallaðir fyrir nefndina.

Upphaflega var ætlunin að sleppa ráðherrum til þess að forðast að nefndin fengi á sig pólitískan blæ. Frá því var þó fljótlega fallið.

Í dag er svo komið að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mun þurfa að sitja fyrir svörum í að minnsta kosti sex klukkustundir.

Það sem verið er að fiska eftir er hvort farið hafi verið að alþjóðalögum þegar innrásin var gerð. Um það eru mjög skiptar skoðanir.

Tveir af helstu lögspekingum breskra stjórnvalda á þessum tíma töldu að innrásin stæðist ekki alþjóðalög.

Samkvæmt alþjóðalögum þarf meðal annars að stafa augljós ógn af ríki til þess að réttlæta jafn harkalega íhlutun og innrás.

Bæði Bretar og Bandaríkjamenn báru fyrir sig gereyðingarvopn Íraka. Þau voru hinsvegar engin þegar á hólminn kom.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×