Erlent

Sáttatillögunni dræmt tekið

Gordon Brown og Brian Cowen
Fá lítinn hljómgrunn.
fréttablaðið/AP
Gordon Brown og Brian Cowen Fá lítinn hljómgrunn. fréttablaðið/AP
Forsætisráðherrar Bretlands og Írlands, þeir Gordon Brown og Brian Cowen, fengu lítinn hljómgrunn meðal bæði kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi þegar þeir kynntu málamiðlunartillögu sína í gær.

Þeir Brown og Cowen hafa í þrjá daga unnið hörðum höndum að því að finna málamiðlun, sem gæti tryggt líf heimastjórnarinnar á Norður-Írlandi.

Bæði Sinn Fein, flokkur kaþólskra, og Flokkur lýðræðislegra sambandssinna, sem er flokkur mótmælenda, saka hvor annan um óaðgengilegar kröfur.

Sinn Fein hótar því að segja sig úr stjórninni, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir heimastjórnarfyrirkomulagið.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×