Erlent

Forsetinn útskýrir kreppuna fyrir Aröbum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að tala við al Jazeera.
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að tala við al Jazeera.
Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera ætlar að taka á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á mánudaginn til að ræða efnahagskreppuna og ákvörðun sína um að synja Icesave lögunum staðfestingar.

„Var Íslandi ýtt út í gjaldþrot af alþjóðlegum efnahagsöflum eða fór það af sjálfu sér?" spyr Al Jazeera

Al Jazeera er umfangsmikil arabísk sjónvarpsstöð með höfuðstöðvar í Qatar. Hún var stofnuð árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×