Töldu innrásina lögbrot 28. janúar 2010 06:00 Segir að Jack Straw utanríkisráðherra hafi kosið að taka ekkert mark á ráðgjöf sinni. nordicphotos/AFP Peter Goldsmith, sem var helsti lögfræðiráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar þegar tekin var ákvörðun um að ráðast á Írak, segist hafa skipt um skoðun á síðustu metrunum. Lengst af hafi hann talið árás á Írak vera brot á alþjóðalögum, nema ný ályktun kæmi frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem gæfi ótvíræða heimild til innrásar. „Síðan tók ég á endanum, þegar ég þurfti að komast að ákveðinni niðurstöðu, annan pól í hæðina," sagði Goldsmith í yfirheyrslu hjá breskri rannsóknarnefnd, sem er að kanna tildrög Írakstríðsins. Hann gaf þó enga skýringu á því hvers vegna hann hafi skipt um skoðun. Gagnrýnendur segja hann hafa tekið þessa ákvörðun undir pólitískum þrýstingi. Michael Wood, sem á þessum tíma var yfirmaður lögfræðideildar breska utanríkisráðuneytisins, segist hins vegar telja að innrásin hafi tvímælalaust verið brot gegn alþjóðalögum, einfaldlega vegna þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði ekki gefið heimild til innrásar. „Að mínu mati hafði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ekki gefið heimild til valdbeitingar, og engar aðrar forsendur voru fyrir hendi í alþjóðalögum," sagði Wood við yfirheyrslur hjá breskri rannsóknarnefnd, sem er að kanna tildrög Írakstríðsins. Hann segir að Jack Straw, þáverandi utanríkisráðherra, hafi ákveðið að taka ekkert mark á þessu. „Hann tók þann pól í hæðina að ég væri afar kreddufullur og alþjóðalög væru býsna óljós og að hann væri ekki vanur því að fólk tæki svona ákveðna afstöðu," sagði Wood. Elizabeth Wilmshurst, sem var aðstoðarmaður Woods, sagði af sér á sínum tíma í mótmælaskyni við ákvörðun breskra stjórnvalda um að hefja innrásina. Hún sagði við yfirheyrslur hjá rannsóknarnefndinni að hver einasti lögfræðiráðgjafi í utanríkisráðuneytinu hafi verið þessarar skoðunar, að innrásin hafi verið ólögleg. Tony Blair á að mæta hjá rannsóknarnefndinni á morgun. Reiknað er með því að nefndin skili niðurstöðum seint á næsta ári. Hún hefur það hlutverk að komast að því hvernig ákvörðunin um innrás var tekin, en hefur þó ekki heimild til að sakfella neinn.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Peter Goldsmith, sem var helsti lögfræðiráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar þegar tekin var ákvörðun um að ráðast á Írak, segist hafa skipt um skoðun á síðustu metrunum. Lengst af hafi hann talið árás á Írak vera brot á alþjóðalögum, nema ný ályktun kæmi frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem gæfi ótvíræða heimild til innrásar. „Síðan tók ég á endanum, þegar ég þurfti að komast að ákveðinni niðurstöðu, annan pól í hæðina," sagði Goldsmith í yfirheyrslu hjá breskri rannsóknarnefnd, sem er að kanna tildrög Írakstríðsins. Hann gaf þó enga skýringu á því hvers vegna hann hafi skipt um skoðun. Gagnrýnendur segja hann hafa tekið þessa ákvörðun undir pólitískum þrýstingi. Michael Wood, sem á þessum tíma var yfirmaður lögfræðideildar breska utanríkisráðuneytisins, segist hins vegar telja að innrásin hafi tvímælalaust verið brot gegn alþjóðalögum, einfaldlega vegna þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði ekki gefið heimild til innrásar. „Að mínu mati hafði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ekki gefið heimild til valdbeitingar, og engar aðrar forsendur voru fyrir hendi í alþjóðalögum," sagði Wood við yfirheyrslur hjá breskri rannsóknarnefnd, sem er að kanna tildrög Írakstríðsins. Hann segir að Jack Straw, þáverandi utanríkisráðherra, hafi ákveðið að taka ekkert mark á þessu. „Hann tók þann pól í hæðina að ég væri afar kreddufullur og alþjóðalög væru býsna óljós og að hann væri ekki vanur því að fólk tæki svona ákveðna afstöðu," sagði Wood. Elizabeth Wilmshurst, sem var aðstoðarmaður Woods, sagði af sér á sínum tíma í mótmælaskyni við ákvörðun breskra stjórnvalda um að hefja innrásina. Hún sagði við yfirheyrslur hjá rannsóknarnefndinni að hver einasti lögfræðiráðgjafi í utanríkisráðuneytinu hafi verið þessarar skoðunar, að innrásin hafi verið ólögleg. Tony Blair á að mæta hjá rannsóknarnefndinni á morgun. Reiknað er með því að nefndin skili niðurstöðum seint á næsta ári. Hún hefur það hlutverk að komast að því hvernig ákvörðunin um innrás var tekin, en hefur þó ekki heimild til að sakfella neinn.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira