Erlent

Hæstiréttur Simbabve frestar því að taka fyrir mál stjórnarandstöðu

Morgan Tsvangirai og félagar hans í stjórnarandstöðu krefjast þess að úrslit kosninganna verði birt.
Morgan Tsvangirai og félagar hans í stjórnarandstöðu krefjast þess að úrslit kosninganna verði birt. MYND/AP

Hæstiréttur Simbabve greindi frá því í morgun að hann hefði dómsumdæmi til þess að knýja á um niðurstöður í forsetakosningum, eins og stjórnarandstaðan hefur farið fram á. Hins vegar væri niðurstöðu í málinu ekki að vænta fyrr en á morgun.

Fram kom í máli lögfræðings stjórnarandstöðunnar í Simbabve að Hæstiréttur myndi á morgun greina frá því hvort krafa stjórnarandstöðunnar yrði tekin í flýtimeðferð. Stjórnarandstæðingar hafa krafist þess að kosningastjórn landsins greinir frá endanlegum niðurstöðum forsetakosninganna í Simbabve sem fram fóru fyrir rúmri viku.

Saka stjórnarandstæðingar Robert Mugabe forseta um að beita brögðum þar sem ljóst sé að hann hafi tapað í kosningunum fyrir Morgan Tsvangirai, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Óttast er að upp úr sjóði í landinu fáist ekki niðurstaða í málið á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×