Erlent

Lögreglan í París í viðbragðstöðu vegna Olympíueldsins

Hundruð lögreglumanna eru nú í viðbragðsstöðu í París til að verja för olympíueldsins um borgina í dag.

Reiknað er með svipuðum mótmælum og urðu í London í gær en þar voru 37 handteknir þegar þeir reyndu að hrifsa olympíueldinn úr höndum hlauparanna.

Frönsk stjórnvöld hafa af þessum sökum ákveðið þúsundir lögreglumanna verði á götum borgarinnar. Og að ekki færri en tæplega fimm hundruð lögreglumenn muni verja olympíueldinn sjálfan á för hans um París í dag með því að slá skjladborg um hlauparana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×