Erlent

Hefur ekki ákveðið hvernig hann klýfur kúna

Kýr, þó ekki sú sem nefnd er í fréttinni.
Kýr, þó ekki sú sem nefnd er í fréttinni.

Serbneski bóndinn Branko Zivkov hefur í kjölfar dómsúrskurðar vegna skilnaðar skorið eigur sínar í tvennt til að afhenda fyrrverandi konu sinni. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konunni bæri helmingurinn af eigum búsins eftir 45 ára hjónaband þeirra.

Zivkov varð sér því út um öflugar stálklippur og skipti eigum sínum í tvennt, þ. á m. stórum landbúnaðarverkfærum á borð við þreskivél. „Ég hef ekki enn ákveðið hvernig ég klýf kúna en hún [konan] verður bara að láta vita hvorn endann hún vill, hornin eða halann," sagði Zivkov. Reuters greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×