Erlent

Gore segir Bandaríkjamenn samþykkja Kyoto bráðlega

Al Gore er staddur hérlendis og heldur fyrirlestur í dag. Á svipuðum fyrirlestri í Færeyjum í gærdag sagði Gore meðal annars að hann reiknaði með að Bandaríkin myndu bráðlega gerast aðili að Kyoto bókuninni um að minnka gróðurhúsalofttegundir í heiminum.

Gore sagði að ekki skipti máli hvort Obama, Clinton eða McCain yrðu næsti forseti Bandaríkjanna, öll myndu þau vilja minnka útblástur hættulegra efna í andrúmsloftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×