Erlent

Meirihluti Dana vill evru

Á Strikinu
Á Strikinu

Ný skoðanakönnun, sem dagblaðið Berlinske Tidende lét gera, sýnir að meirihluti Dana sé nú fylgjandi því evra verði tekin upp í Danmörku.

Samkvæmt könnuninni eru 49 % Dana fylgjandi en 42 % andvígir.

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sagði í febrúar að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið en ekki hefur verið ákveðið hvenær hún verður haldin.

Búist er við að ákvörðun um það verði ekki tekin fyrr en nefnd sem vinnur nú ítarlega skýrslu um kosti og galla þess að taka upp evru líkur störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×