Fleiri fréttir

Karlmaður kominn sex mánuði á leið

Bandarískur maður sem er kominn sex mánuði á leið - 10 árum eftir að hann undirgekkst kynskiptaaðgerð - segir að ófætt barn sitt sé „kraftaverk.“ Thomas Beatie er 34 ára. Eftir að hann ákvað að verða karlmaður lét hann fjarlægja brjóst sín, en hélt þó æxlunarfærunum af því hann vildi einn daginn eignast barn.

Fordæmir dráp galdralækna á hvítingjum

Jakaya Kikwete, forseti Tansaníu, hefur fordæmt galdralækna þar í landi fyrir dráp á hvítingjum (albínóum) en 19 hafa verið myrtir síðan í mars í fyrra og tveggja til viðbótar er saknað.

Putin vann NATO

Vegna hótana Vladimirs Putins, forseta Rússlands, heyktist NATO á því í gær að bjóða Úkraínu og Georgíu að hefja aðildarferli að bandalaginu.

Dönsku hægriflokkarnir gera kröfur til Kristjaníubúa

Hægri flokkarnir á danska þinginu gera nú þá kröfu til Kristjaníubúa að þeir mótmæli kröftuglega því uppþoti sem varð í kjölfar þess að lögreglumaður skaut hund til bana rétt utan við frístaðinn í vikunni.

Prófessor dæmdur fyrir mútur og spillingu

Dómstóll í Þýskalandi dæmdi í dag lagaprófessor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa gefið nemendum sínum betri einkunnir í skiptum fyrir peninga og kynlíf.

Ætluðu að ráðast á grunnskólakennarann

Níu ára krakkar í grunnskóla einum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum tóku með sér brotin steikarhníf, handjárn og einangrunarlímband í skólann á föstudaginn síðasta. Þegar upp þetta komst viðurkenndu krakkarnir að hafa ætlað að ráðast á og meiða umsjónarkennarann sinn.

Bannað að fjarlægja eistu stelpustráka

Heilbrigðisyfirvöld í Taílandi hafa bannað spítölum og læknastofum að fjarlægja eistu svonefndra „katoey“ eða stelpustráka í fegurðarskyni á þeirri forsendu að í raun sé verið að framkvæma ódýra og fljótlega kynskiptaaðgerð.

Fá inngöngu á endanum

Skýrt er kveðið á um það í lokaplaggi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Rúmeníu að Georgía og Úkraína fái aðild að bandalaginu. Viðræðuáætlun verður þó ekki samþykkt að sinni.

Nato hafnar aðild Georgíu og Úkraínu

Atlantshafsbandalagið hefur neitað Georgíu og Úkraínu um aðild að bandalaginu, en samþykkt að endurskoða ákvörðunina varðandi þessi fyrrum Sovétlýðveldi í desember. Nato sagði einnig að það myndi ekki bjóða Macedóníu aðild vegna mótmæla Grikklands á nafni landsins.

Í fríið sem persóna úr Sex and the City

Ferðaskrifstofa í New York býður viðskiptavinum sínum nú að lifa lífi sögupersóna þáttaraðarinnar Sex and the City fyrir 24.000 dali, jafnvirði um 1,8 milljóna króna.

Pör vöruð við fimm ára kreppunni

Nýgift hjón gátu áður átt von á að hveitibrauðsdagarnir entust í allt að sjö ár áður en sambandið fór að súrna. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að pör nútímans halda varla út í fimm ár. Vísindamenn hafa uppgötvað að pör byrja að fá leið á hvort öðru eftir einungis fjögur ár og eru á mesta hættutíma rétt um fimm ára brúðkaupsafmælið. Ef þau komast yfir þetta tímabil þá eru allir möguleikar á að þau verði saman í ófyrirséðan tíma.

Aflimuðu mann undir lest

Bráðatæknar aflimuðu mann sem lá undir lest í Devon á Englandi til að forða því að honum blæddi út. Lestin hafði keyrt yfir báða fætur mannsins á milli hnés og ökkla og næstum skorið þá í sundur. Bráðatæknar komu á staðinn tveimur mínútum eftir neyðarkallið klukkan 19:40 í gærkvöldi.

Frakkar verði fullgildir meðlimir NATO

Nicolas Sarkozy sagði á leiðtogafundi NATO í morgun að ákvörðun verði tekin á þessu ári um fulla aðild Frakka að bandalaginu. Frakkar hafa í áratugi verið á skjön við aðrar þjóðir í bandalaginu og ekki tekið þátt í hernaðarlegum ákvörðunum.

Ólæti í Kristjaníu

Þrír eru í haldi lögreglu í Kaupmannahöfn eftir mikil ólæti í fríríkinu Kristjaníu í nótt. Átök brutust út á milli íbúa hverfisins og lögreglu eftir að lögregla skaut einn af hinum svokölluðu Kristjaníuhundum.

Kannabis ekki skilgreint upp á nýtt

Bresk nefnd sem hefur það hlutverk að flokka eiturlyf eftir áhættunni sem þeim fylgir hefur lagst gegn því að Kannabis verði fært upp um flokk. Flokkunum er raðað í stafrófsröð og eru hættulegustu efnin í A flokki.

Afganistan rætt á NATO fundi í Búkarest

Aðalumræðuefnið á leiðtogafundi NATO ríkjanna í dag verður liðsafli bandalagsins í Afganistan. Frakkar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni senda eina herdeild og Bush Bandaríkjaforseti hefur margítrekað mikilvægi þess að bandalagið nái árangri í landinu.

Þekktur kínverskur andófsmaður fangelsaður

Einn þekktasti andófsmaður Kínverja, Hu Jia, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfsárs fangelsi fyrir undirróðursstarfsemi. Jia er þrjátíu og fjögurra ára gamall og hefur barist fyrir mannréttindamálum í Kína um árabil. Á meðal helstu baráttumála hafa verið umhverfismál, trúfrelsi og réttindi þeirra sem smitaðir eru af HIV veirunni.

Stjórnarandstaðan sigraði í Zimbabve

Nú eru loksins komnar lokatölur í þingkosningunum í Zimbabwe en kosningarnar fóru fram á laugardaginn var. Stjórnarandstöðuflokkur Morgans Tsvangirais fór með sigur af hólmi og hefur nú meirihluta þingsæta á bakvið sig. Enn á eftir að tilkynna um úrslitin í forsetakosningunum sem fram fóru samhliða en Tswvangirai hefur þegar lýst yfir sigri í þeim.

Flokkur Mugabe tapaði meirihluta í stjórn

Robert Mugabe forseti Simbabve og Zanu flokkur hans hafa tapað meirihluta í ríkisstjórn samkvæmt opinberum úrslitum kosninganna á laugardaginn. Zanu flokkurinn hefur fengið 94 af 210 þingsætum, en stjórnarandstöðuflokkarnir 105. Endanlegar niðurstöður forsetakjörsins hafa ekki enn verið birtar.

Hættulegur fangi slapp úr haldi í London

Hættulegur fangi gengur nú laus í London eftir að hann slapp úr haldi skömmu áður en hann átti að koma fyrir dómara. Þar biðu hans ákærur vegna vopnaðs ráns.

Risaeðlupöddur finnast í rafi

Vísindamenn hafa fundið fjöldan allan af 100 milljón ára gömlum skordýrum í rafi. Fundurinn minnir á myndina Jurassic Park en í henni voru risaeðlur klónaðar úr blóði skordýrum sem fest höfðu í trjákvoðu sem seinna breyttist í raf.

Bush ítrekar að NATO stækki til austurs

George Bush Bandaríkjaforseti hefur ítrekað að hann hvetji Nató til að stækka til austurs. Fyrir leiðtogafund NATO í Búkarest í dag hvatti hann til þess að fyrrum Sovétlýðveldin Úkraína og Georgía yrðu boðin velkomin í bandalagið.

Tyrkir fella 16 Kúrda

Tyrkir segja að herlið þeirra hafi drepið sjö meðlimi kúrdíska uppreisnahópsins PKK í átökum í Sirnak í suðausturhluta landsins. Þá er tala uppreisnarmanna PKK sem Tyrkir hafa fellt komin upp í 16 frá því á mánudag. Átökin hafa átt sér stað við landamæri Írak en þrír tyrkneskir hermenn hafa einnig látist í átökunum.

Gríðarlega öryggisgæsla í Búkarest vegna NATO-fundar

Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Búkarest fyrir fund Atlantshafsbandalagsins sem þar hefst í dag. Bush Bandaríkjaforseti undirstrikaði í morgun áherslu sína á að Úkraínu og Georgíu verði boðin aðild að bandalaginu.

Líklegast kosið á ný í Zimbabwe

Dagblað í eigu ríkisins í Zimbabve segir allar líkur á því að efna verði á ný til forsetakosninga í landinu þar sem hvorugur frambjóðendanna fékk meira en helming atkvæða. Stjórnarandstæðingar hafa lýst yfir sigri.

Kviðdómur Díönurannsóknar íhugar niðurstöðu

Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur dregið sig í hlé til að íhuga úrskurð sinn. Síðustu tvo daga hefur Scott Baker lávarður og dánardómstjóri dregið saman helstu sönnunargögn áður en hann sendi kviðdóminn úr dómsalnum.

Heljartak Mugabe á Simbabve að losna?

Heljartak Mugabe á simbabvesku þjóðinni virðist vera að losna samkvæmt nýjum fréttum dagblaðs sem hallt er undir ríkisstjórnina. Afar líklegt þykir að blása þurfi til annarar umferðar kosninga þar sem enginn frambjóðendanna þriggja hafi hlotið meira en 50 prósenta fylgi sem tryggir sigur.

Skoska lögreglan fann aðra hönd

Lögregla sem rannsakar Arbroath strönd í Skotlandi þar sem höfuð konu og hönd fundust í gær, hefur fundið aðra hönd. Tvær ungar systur fundu höfuðið í plastpoka í gær þar sem þær voru að leik í gærmorgun.

Ahern hættir sem forsætisráðherra 6. maí

Berti Ahern, forsætisráðherra Írlands, hyggst láta af embætti þann 6. maí eftir harða gagnrýni á heimavelli. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun.

Unglingamiðstöðinni var rænt

Bæjaryfirvöld í Traismauer í Austurríki hafa þurft að fresta áformum um að opna miðstöð sem taka átti á þjófnuðum og skemmdarverkum unglinga í bænum, vegna þess að byggingunni sem hýsa átti miðstöðina hefur verið stolið. Um var að ræða einingahús og höfðu einingarnar verið fluttar á lóðina þar sem húsið átti að rísa.

Týndu töskurnar á Heathrow sendar til Ítalíu

Vandræðin á nýju flugstöðinni á Heathrow flugvelli í London halda áfram. Gríðarlegar tafir urðu í flugstöðinni þegar hún opnaði á dögunum og týndust hvorki meira né minna en 28 þúsund töskur í flokkunarkerfi flugstöðvarinnar.

Ránsfengurinn meiri en í fyrstu var talið

Danska lögreglan gaf það út í morgun að ránsfengur ræningjanna sem rændu peningaflutningafyrirtæki í Glostrup í gærmorgun hafi verið meiri en í fyrstu var talið.

Til hjálpar Betancourt

Nicolas Sarkozy hefur skipað sérstaka sendinefnd sem ætlað er að fara inn í frumskóga Kólombíu til þess að veita Ingrid Betancourt læknishjálp.

Sjá næstu 50 fréttir