Erlent

Finni handtekinn á Páskaeyju fyrir skemmdarverk

Styttan sem Marko skemmdi. Greinilega má sjá brotið á eyrnasneplinum.
Styttan sem Marko skemmdi. Greinilega má sjá brotið á eyrnasneplinum.

Marku Kulju, 26 ára gamall Finni, á yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm og milljóna sekt fyrir að valda skemmdarverkum á einni af styttunum á Páskaeyju í Kyrrahafinu. Stytturnar eru um alla eyjuna og voru höggnar í stein fyrir 400 til 1000 árum síðan. Marku braut eyrnasnepilinn af einni þeirra og ætlaði að taka brotið heim til Finnlands til minningar um ferðina.

Innfædd kona varð vitni að atburðinum og sá þegar Marko hljóp á brott með brotið í fanginu. Lögregla á eyjunni hafði síðar hendur í hári hans en konan hafði lýst húðflúri Finnans nákvæmlega fyrir lögregumönnunum.

Marko má því búast við að dvöl hans á Páskaeyju framlengist nokkuð og hann á vafalaust ekki von á góðu í fangelsinu þar sem eyjaskeggar bera mjög mikla virðingu fyrir styttunum sem margir telja meðal undra veraldar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×